Nóbelsverðlaun og misskipting 14. október 2015 10:00 Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun