Nýjar kenningar um réttarheimildir? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 12. október 2015 08:00 Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun