Sjö þjóðir hafa bæst í EM-hópinn á síðustu þremur dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2015 13:30 Eden Hazard fagnar EM-sæti Belga í gær. Vísir/Getty Lokaumferðin í riðlunum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar hefst í dag en undanfarna þrjá daga hafa sjö þjóðir tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni EM næsta sumar. Helmingur sætanna er því enn laus. Ítalía, Belgía og Wales tryggðu sig áfram í gærkvöldi, Spánn og Sviss innsigliðu EM-sætið á föstudagskvöldið og á fimmtudaginn voru það Norður-Írland og Portúgal sem fengu EM-farseðilinn í hendurnar. Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér EM-sætið 6. september og var fjórða þjóðin til að komast á EM á eftir gestgjöfum Frakka, Englandi og Tékklandi. Tveimur dögum síðar bættust Austurríkismenn síðan í EM-hópinn. Það eru enn tólf sæti laus á Evrópumótið og það ræðst á næstu þremur dögum hvaða þjóðir hreppa átta þeirra. Fjögur síðustu sætin eru síðan í boði í umspili milli liða sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum. Í kvöld verður keppt í riðlum D, F og I en í þessum þremur riðlum eru enn laus fjögur sæti. Fjórar þjóðir munu því tryggja sér sæti á Evrópumótinu í dag þar af tvær þjóðir úr D-riðlinum.Þjóðverjar ættu að eiga greiða leið inn á EM en aðeins tap hjá þeim á heimavelli á móti Georgíu á sama tíma og það verður jafntefli milli Póllands og Írlands sér til þess að þeir endi ekki í tveimur efstu sætum riðilsins. Fari þetta á versta veg fyrir Heimsmeistara Þjóðverjar verða öll þrjú efstu liðin jöfn að stigum en þeir sitja eftir á lakasta árangrinum í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Stórleikur dagsins í D-riðlinum er án vafa úrslitaleikur Póllands og Írland í Varsjá þar sem 0-0 eða 1-1 jafntefli dugar Póllandi. Írar unnu Þjóðverja í síðasta leik og eru til alls vísir í kvöld.Rúmenar og Ungverjar keppa um að fylgja Norður-Írum upp úr F-riðli en Rúmenar hafa stigi meira fyrir lokaumferðina. Von Ungverja liggur í Færeyjum en ef Rúmenar tapa stigum í Þórshöfn þá komast Ungverjar á EM með sigri í Grikklandi.Portúgalar hafa tryggt sigur sigur í I-riðli og sæti á EM en Danir þurfa að treysta á það að Albanir tapi stigum í Armeníu í dag. Danir hafa lokið keppni en eru með eins stigs forskot á Albana og betri stöðu úr innbyrðisviðureignum. Leikirnir í riðlum F og I fara fram klukkan 16.00 í dag en leikirnir í D-riðlinum verða klukkan 18.45 í kvöld.Þjóðirnar tólf sem hafa tryggt sér sæti á EM 2016: 1. Frakkland (Gestgjafi) 2. England (5. september) 3. Tékkland (6. september)4. Ísland (6. september) 5. Austurríki (8. september) 6. Norður-Írland (8. október) 7. Portúgal (8. október) 8. Spánn (9. október) 9. Sviss (9. október) 10. Ítalía (10. október) 11. Belgía (10. október) 12. Wales (10. október) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00 Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Lokaumferðin í riðlunum í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar hefst í dag en undanfarna þrjá daga hafa sjö þjóðir tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni EM næsta sumar. Helmingur sætanna er því enn laus. Ítalía, Belgía og Wales tryggðu sig áfram í gærkvöldi, Spánn og Sviss innsigliðu EM-sætið á föstudagskvöldið og á fimmtudaginn voru það Norður-Írland og Portúgal sem fengu EM-farseðilinn í hendurnar. Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér EM-sætið 6. september og var fjórða þjóðin til að komast á EM á eftir gestgjöfum Frakka, Englandi og Tékklandi. Tveimur dögum síðar bættust Austurríkismenn síðan í EM-hópinn. Það eru enn tólf sæti laus á Evrópumótið og það ræðst á næstu þremur dögum hvaða þjóðir hreppa átta þeirra. Fjögur síðustu sætin eru síðan í boði í umspili milli liða sem enduðu í þriðja sætinu í sínum riðlum. Í kvöld verður keppt í riðlum D, F og I en í þessum þremur riðlum eru enn laus fjögur sæti. Fjórar þjóðir munu því tryggja sér sæti á Evrópumótinu í dag þar af tvær þjóðir úr D-riðlinum.Þjóðverjar ættu að eiga greiða leið inn á EM en aðeins tap hjá þeim á heimavelli á móti Georgíu á sama tíma og það verður jafntefli milli Póllands og Írlands sér til þess að þeir endi ekki í tveimur efstu sætum riðilsins. Fari þetta á versta veg fyrir Heimsmeistara Þjóðverjar verða öll þrjú efstu liðin jöfn að stigum en þeir sitja eftir á lakasta árangrinum í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Stórleikur dagsins í D-riðlinum er án vafa úrslitaleikur Póllands og Írland í Varsjá þar sem 0-0 eða 1-1 jafntefli dugar Póllandi. Írar unnu Þjóðverja í síðasta leik og eru til alls vísir í kvöld.Rúmenar og Ungverjar keppa um að fylgja Norður-Írum upp úr F-riðli en Rúmenar hafa stigi meira fyrir lokaumferðina. Von Ungverja liggur í Færeyjum en ef Rúmenar tapa stigum í Þórshöfn þá komast Ungverjar á EM með sigri í Grikklandi.Portúgalar hafa tryggt sigur sigur í I-riðli og sæti á EM en Danir þurfa að treysta á það að Albanir tapi stigum í Armeníu í dag. Danir hafa lokið keppni en eru með eins stigs forskot á Albana og betri stöðu úr innbyrðisviðureignum. Leikirnir í riðlum F og I fara fram klukkan 16.00 í dag en leikirnir í D-riðlinum verða klukkan 18.45 í kvöld.Þjóðirnar tólf sem hafa tryggt sér sæti á EM 2016: 1. Frakkland (Gestgjafi) 2. England (5. september) 3. Tékkland (6. september)4. Ísland (6. september) 5. Austurríki (8. september) 6. Norður-Írland (8. október) 7. Portúgal (8. október) 8. Spánn (9. október) 9. Sviss (9. október) 10. Ítalía (10. október) 11. Belgía (10. október) 12. Wales (10. október)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00 Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Ísland heldur toppsætinu eftir sigur Tyrkja í Tékklandi Tyrkland vann 2-0 sigur á Tékklandi í Prag í kvöld en sigur Tyrkja þýðir að Ísland heldur toppsæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir þrátt fyrir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Lettlandi í dag. 10. október 2015 20:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Bale: Aldrei liðið jafn vel eftir að hafa tapað leik Gareth Bale og félagar í Wales gátu fagnað sæti á lokakeppni EM í gær þrátt fyrir tap gegn Bosníu en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Wales kemst á lokakeppni stórmóts. 11. október 2015 09:00
Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í kvöld en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. 10. október 2015 21:00