Yfirmaður telur ekki að handtakan við Hótel Frón hafi verið mistök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2015 10:00 Maðurinn sótti efnin til konunnar Hótel Frón í Reykjavík. Í stað þess að veita honum eftirför var hann handtekinn. Mynd af vef lögreglunnar „Við vinnum ekki alltaf. Þetta tekst ekki alltaf,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður R-2, deildar sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Tálbeituaðgerð lögreglu í einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar gekk ekki upp og skipuleggjendur sluppu með skrekkinn. Burðardýr og sendisveinn hlutu ellefu ára og fimm ára dóm. Vísir fjallaði ítarlega um málið á mánudag þar sem fullyrt var að enginn axlaði ábyrgð vegna málsins. Var vísað í svör Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem vildi ekki tjá sig að svo stöddu og Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er óskaplega einfalt. Málið er á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Friðrik Smári í samtali við Vísi. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, segir það hins vegar alls ekki svo að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vilji ekki axla ábyrgð. Hún hafi litið svo á að embættinu hafi einfaldlega ekki verið leyfilegt að tjá sig um tálbeituaðgerðina þar sem málið var á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar.Aðeins túlkur frá Suðurnesjum viðstaddur aðgerðinaUpphaf málsins er föstudaginn langa, 3. apríl, þegar hollensku mæðgurnar voru stöðvaðar í Leifsstöð með tvær ferðatöskur fullar af fíkniefnum. Móðirin samþykkti að taka þátt í tálbeituaðgerð þar sem afhenda átti meint fíkniefni og fylgja þeim sem myndi sækja efnin eftir. Óumdeilt er að móðirin aðstoðaði lögreglu hvað mest hún mátti sem er alls ekki alltaf tilfellið þegar burðardýr eru annars vegar. Markmiðið var að elta efnin eins langt og mögulegt væri, helst til höfuðpauranna, þeirra sem skipulögðu innflutninginn. Sú aðgerð fór fram þriðjudaginn 7. apríl við Hótel Frón þar sem sendisveinninn var óvænt handtekinn eftir að hafa veitt efnunum móttöku. Ólafur Helgi Kjartansson segir í samtali við Vísi að óumdeilt sé að málið í heild sinni sé á hans ábyrgð sem lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í ljósi mikils umfangs málsins hafi hins vegar verið leitað til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með ósk um samstarf. Góðfúslega hafi verið fallist á það. Enginn lögreglumaður frá Suðurnesjum, að frátöldum lögreglumanni sem tali hollensku og hafi gegnt hlutverki túlks, hafi hins vegar komið að aðgerðarstjórnun á vettvangi. Aðgerðinni hafi alfarið verið stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við stýrðum henni að þeirra beiðni,“ segir Aldís. Aðgerðin hafi vissulega verið mönnuð að megninu til af starfsmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Það kemur líka heim og saman við þá staðreynd að rannsóknarlögreglumaður frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitarmaður báru vitni við aðalmeðferð málsins. Aldís er yfirmaður deildarinnar en segist sjálf ekki hafa stýrt aðgerðum eða verið á vettvangi á Laugaveginum umræddan þriðjudag.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Telur ekki að mistök hafi átt sér staðLögreglustjórinn á Suðurnesjum leitaði eftir úrskurði til þess að nota eftirfararbúnað í aðgerðinni. Löglærður fulltrúi á Suðurnesjum fékk þann úrskurð sama dag og aðgerðin átti sér stað. Í framhaldinu tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við aðgerðinni enda eru starfsmenn embættisins mun vanari og hafa fengið þjálfun við notkun slíks búnaðar. Ólafur Helgi segir í samtali við Vísi að framkvæmd aðgerðarinnar hafi hins vegar ekki verið í takt við það sem lagt var upp með. „Hugsunin var alltaf, með því að fá að setja eftirfararbúnað, að leitast eftir því hvar þetta myndi enda. Reyna að rekja keðjuna,“ segir Ólafur Helgi. Honum virðist sem málið hafi misfarist á vettvangi þar sem maðurinn er handtekinn. „Ég skil ekki hvers vegna það gerist,“ segir Ólafur Helgi. Hann hafi engar skýringar fengið frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa. „Ég myndi ekki segja að þetta væru mistök,“ segir Aldís. „Aðstæður spilast hins vegar þannig að þetta er metið svona á þessum punkti,“ segir hún um handtökuna. Hún geti þó ekki gefið upp hvernig aðstæður spiluðust sem leiddi til handtöku.Rannsóknarlögreglumaður sem kom að stjórnum aðgerða sagði fyrir dómi að tæknilegir örðugleikar og almannahætta hefðu leitt til handtöku.Vísir/ValliÞarf að bæta samskipti embættannaFyrrnefndur rannsóknarlögreglumaður sem kom að stjórnun aðgerða á vettvangi var spurður út í aðgerðina við meðferð málsins í héraðsdómi. Hann bar við að um tæknilega örðugleika hefði verið að ræða auk þess sem almannahætta hefði verið þegar sendisveinninn var kominn með efnin í bíl sinn. Aðspurður í hverju tæknilegu örðugleikarnir fólust greip dómari inn í og sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeim spurningum. Svör lögreglumannsins er varða almannahættu vekja upp spurningar enda hafði fíkniefnunum verið skipt út fyrir gerviefni og eftirfararbúnað. Ekkert hefur komið fram um breyttar aðstæður frá því sem lagt var upp með við skipulagningu aðgerðarinnar. Aldís segir aðspurð um hvað miður fór í aðgerðinni ekkert geta tjáð sig í smáatriðum um atburðarásina við Hótel Frón. Eðli málsins samkvæmt séu upplýsingar sem snúi að aðgerðum sem slíkum viðkvæmar og eigi ekki erindi við almenning.„Við vinnum ekki alltaf. Þetta tekst ekki alltaf,“ segir Aldís.Enginn grunur um misferli í röðum lögreglu „Lærdómurinn sem draga má af þessu atviki er að fara yfir samskiptaferla og tryggja að þeir séu í góðu lagi,“ segir Ólafur Helgi um samstarf embættanna. Aldís segir að eðlilega séu allir fúlir með málalyktirnar. „Við vinnum ekki alltaf. Þetta tekst ekki alltaf.“ Aðspurð hvort málið hafi verið tekið til ítarlegrar skoðunar segir Aldís það gilda um öll mál. „Við förum yfir öll mál, sama hvort þau fara vel eða illa,“ segir Aldís. Þar sé skoðað hvað vel gekk og hvað megi betur fara, eins og á flestum vinnustöðum. Hún blæs á samsæriskenningar úr athugasemdakerfum um að klúðrið megi hugsanlega rekja til spillingar innan lögreglu. „Það er ekki grunur um að eitthvað slæmt hafi átt sér stað,“ segir Aldís.Að neðan má sjá tímalínu málsins, frá því mæðgurnar voru handteknar í Leifsstöð í apríl og þar til dómur féll í héraði nú í október. Þá má kynna sér dóminn í heild sinni á vefsíðu héraðsdóms, sjá hér. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Ellefu ára dómnum yfir hollensku móðurinni áfrýjað til Hæstaréttar Dómi yfir hollenskri konu, Mirjam Foekje van Twuijer, hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. 13. október 2015 14:35 Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 „Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. 13. október 2015 18:30 Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. 26. október 2015 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Við vinnum ekki alltaf. Þetta tekst ekki alltaf,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður R-2, deildar sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Tálbeituaðgerð lögreglu í einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar gekk ekki upp og skipuleggjendur sluppu með skrekkinn. Burðardýr og sendisveinn hlutu ellefu ára og fimm ára dóm. Vísir fjallaði ítarlega um málið á mánudag þar sem fullyrt var að enginn axlaði ábyrgð vegna málsins. Var vísað í svör Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem vildi ekki tjá sig að svo stöddu og Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er óskaplega einfalt. Málið er á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Friðrik Smári í samtali við Vísi. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, segir það hins vegar alls ekki svo að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vilji ekki axla ábyrgð. Hún hafi litið svo á að embættinu hafi einfaldlega ekki verið leyfilegt að tjá sig um tálbeituaðgerðina þar sem málið var á ábyrgð lögreglustjórans á Suðurnesjum. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar.Aðeins túlkur frá Suðurnesjum viðstaddur aðgerðinaUpphaf málsins er föstudaginn langa, 3. apríl, þegar hollensku mæðgurnar voru stöðvaðar í Leifsstöð með tvær ferðatöskur fullar af fíkniefnum. Móðirin samþykkti að taka þátt í tálbeituaðgerð þar sem afhenda átti meint fíkniefni og fylgja þeim sem myndi sækja efnin eftir. Óumdeilt er að móðirin aðstoðaði lögreglu hvað mest hún mátti sem er alls ekki alltaf tilfellið þegar burðardýr eru annars vegar. Markmiðið var að elta efnin eins langt og mögulegt væri, helst til höfuðpauranna, þeirra sem skipulögðu innflutninginn. Sú aðgerð fór fram þriðjudaginn 7. apríl við Hótel Frón þar sem sendisveinninn var óvænt handtekinn eftir að hafa veitt efnunum móttöku. Ólafur Helgi Kjartansson segir í samtali við Vísi að óumdeilt sé að málið í heild sinni sé á hans ábyrgð sem lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í ljósi mikils umfangs málsins hafi hins vegar verið leitað til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með ósk um samstarf. Góðfúslega hafi verið fallist á það. Enginn lögreglumaður frá Suðurnesjum, að frátöldum lögreglumanni sem tali hollensku og hafi gegnt hlutverki túlks, hafi hins vegar komið að aðgerðarstjórnun á vettvangi. Aðgerðinni hafi alfarið verið stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við stýrðum henni að þeirra beiðni,“ segir Aldís. Aðgerðin hafi vissulega verið mönnuð að megninu til af starfsmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Það kemur líka heim og saman við þá staðreynd að rannsóknarlögreglumaður frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitarmaður báru vitni við aðalmeðferð málsins. Aldís er yfirmaður deildarinnar en segist sjálf ekki hafa stýrt aðgerðum eða verið á vettvangi á Laugaveginum umræddan þriðjudag.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Telur ekki að mistök hafi átt sér staðLögreglustjórinn á Suðurnesjum leitaði eftir úrskurði til þess að nota eftirfararbúnað í aðgerðinni. Löglærður fulltrúi á Suðurnesjum fékk þann úrskurð sama dag og aðgerðin átti sér stað. Í framhaldinu tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við aðgerðinni enda eru starfsmenn embættisins mun vanari og hafa fengið þjálfun við notkun slíks búnaðar. Ólafur Helgi segir í samtali við Vísi að framkvæmd aðgerðarinnar hafi hins vegar ekki verið í takt við það sem lagt var upp með. „Hugsunin var alltaf, með því að fá að setja eftirfararbúnað, að leitast eftir því hvar þetta myndi enda. Reyna að rekja keðjuna,“ segir Ólafur Helgi. Honum virðist sem málið hafi misfarist á vettvangi þar sem maðurinn er handtekinn. „Ég skil ekki hvers vegna það gerist,“ segir Ólafur Helgi. Hann hafi engar skýringar fengið frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa. „Ég myndi ekki segja að þetta væru mistök,“ segir Aldís. „Aðstæður spilast hins vegar þannig að þetta er metið svona á þessum punkti,“ segir hún um handtökuna. Hún geti þó ekki gefið upp hvernig aðstæður spiluðust sem leiddi til handtöku.Rannsóknarlögreglumaður sem kom að stjórnum aðgerða sagði fyrir dómi að tæknilegir örðugleikar og almannahætta hefðu leitt til handtöku.Vísir/ValliÞarf að bæta samskipti embættannaFyrrnefndur rannsóknarlögreglumaður sem kom að stjórnun aðgerða á vettvangi var spurður út í aðgerðina við meðferð málsins í héraðsdómi. Hann bar við að um tæknilega örðugleika hefði verið að ræða auk þess sem almannahætta hefði verið þegar sendisveinninn var kominn með efnin í bíl sinn. Aðspurður í hverju tæknilegu örðugleikarnir fólust greip dómari inn í og sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeim spurningum. Svör lögreglumannsins er varða almannahættu vekja upp spurningar enda hafði fíkniefnunum verið skipt út fyrir gerviefni og eftirfararbúnað. Ekkert hefur komið fram um breyttar aðstæður frá því sem lagt var upp með við skipulagningu aðgerðarinnar. Aldís segir aðspurð um hvað miður fór í aðgerðinni ekkert geta tjáð sig í smáatriðum um atburðarásina við Hótel Frón. Eðli málsins samkvæmt séu upplýsingar sem snúi að aðgerðum sem slíkum viðkvæmar og eigi ekki erindi við almenning.„Við vinnum ekki alltaf. Þetta tekst ekki alltaf,“ segir Aldís.Enginn grunur um misferli í röðum lögreglu „Lærdómurinn sem draga má af þessu atviki er að fara yfir samskiptaferla og tryggja að þeir séu í góðu lagi,“ segir Ólafur Helgi um samstarf embættanna. Aldís segir að eðlilega séu allir fúlir með málalyktirnar. „Við vinnum ekki alltaf. Þetta tekst ekki alltaf.“ Aðspurð hvort málið hafi verið tekið til ítarlegrar skoðunar segir Aldís það gilda um öll mál. „Við förum yfir öll mál, sama hvort þau fara vel eða illa,“ segir Aldís. Þar sé skoðað hvað vel gekk og hvað megi betur fara, eins og á flestum vinnustöðum. Hún blæs á samsæriskenningar úr athugasemdakerfum um að klúðrið megi hugsanlega rekja til spillingar innan lögreglu. „Það er ekki grunur um að eitthvað slæmt hafi átt sér stað,“ segir Aldís.Að neðan má sjá tímalínu málsins, frá því mæðgurnar voru handteknar í Leifsstöð í apríl og þar til dómur féll í héraði nú í október. Þá má kynna sér dóminn í heild sinni á vefsíðu héraðsdóms, sjá hér.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Ellefu ára dómnum yfir hollensku móðurinni áfrýjað til Hæstaréttar Dómi yfir hollenskri konu, Mirjam Foekje van Twuijer, hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. 13. október 2015 14:35 Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04 „Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. 13. október 2015 18:30 Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. 26. október 2015 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ellefu ára dómnum yfir hollensku móðurinni áfrýjað til Hæstaréttar Dómi yfir hollenskri konu, Mirjam Foekje van Twuijer, hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. 13. október 2015 14:35
Dómarar komnir í ógöngur með dóma í fíkniefnamálum Þungur dómur yfir hollenskri konu vekur furðu og hneykslan. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur kallar á lagabreytingar. 9. október 2015 11:04
„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“ Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt. 13. október 2015 18:30
Höfuðpaurar ganga lausir vegna óútskýrðrar ákvörðunar lögreglu sem axlar enga ábyrgð Lögregluumdæmi benda hvort á annað og vilja engum spurningum svara. Hollenskt burðardýr var dæmt í ellefu ára fangelsi og Íslendingur á þrítugsaldri, nýkominn útaf geðdeild, fékk fimm ára dóm. 26. október 2015 09:15