Körfubolti

Helena búin að ná Jóni Axel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir og Jón Axel Guðmundsson.
Helena Sverrisdóttir og Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Stefán
Helena Sverrisdóttir var með þrennu annan leikinn í röð í gær þegar kvennalið Hauka hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild kvenna í körfubolta.

Helena hitti reyndar ekki vel eða aðeins úr 2 af 10 skotum utan af velli en hún skoraði 11 af 15 stigum sínum af vítalínunni og var að auki með 12 fráköst og 11 stoðsendingar.

Helena var með 17 stig, 17 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum á undan og hún var bæði fyrsta konan í Domino´s deildunum til að ná þrennu sem og að ná þrennu númer tvö.

Helena var þó ekki eini leikmaður Domino´s deildar kvenna sem var með þrennu í gær því Stjörnukonan Chelsie Alexa Schweers var með þrennu í tapi í framlengdum leik á móti Val.

Chelsie Alexa Schweers endaði leikinn með 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Schweers hafði gælt við þrennuna í tveimur leikjum á undan (vantaði 3 stoðsendingar annarsvegar og 2 stoðsendingar hinsvegar í þeim) en núna landaði hún fyrstu þrennu sinni á tímabilinu.

Helena og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, sem var með þrennu í tveimur fyrstu umferðunum í Domino´s deild karla, eru nú jöfn á toppi þrennulistans með tvær þrennur hvort.

Helena hefur spilað fjóra leiki en fjórði leikur Jóns Axels verður í kvöld þegar Grindvíkingar taka á móti Snæfelli í Mustad höllinni í Grindavík.

Flestar þrennur í Domino´s deildunum 2015-16:

2

Jón Axel Guðmundsson, Grindavík

Helena Sverrisdóttir, Haukum

1

Chelsie Scweers, Stjörnunni


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: #þrennuvaktin | Myndband

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson náði fyrstu þrennu vetrarins þegar Grindavík vann eins stigs sigur, 84-85, á FSu í fyrstu umferð Domino's deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×