Fótbolti

Efstu liðin unnu á Ítalíu | Juventus tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sassuolo vann óvæntan sigur á Juventus í kvöld.
Sassuolo vann óvæntan sigur á Juventus í kvöld. Vísir/Getty
Efstu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar unnu öll sína leiki í kvöld sem þýðir að Roma er enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Napoli.

Roma hafði betur gegn Udinese á heimavelli, 3-1, með mörkum þeirra Miralem Pjanic, Maicon og Gervinho. Cryil Thereau minnkaði muninn fyrir Udinese seint í leiknum.

Napoli vann Palermo, 2-0, en Gonzalo Higuain og Dries Mertens skoruðu mörk Napoli í leiknum.

Ítalíumeistarar Juventus töpuðu enn einum leiknum, í þetta sinn fyrir Sassuolo á útivelli. Juventus er í tólfta sæti með tólf stig en liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki allt tímabilið.

Fiorentina er svo í þriðja sæti en liðið hafði betur gegn Hellas Verona, 2-0. Emil Hallfreðsson var ekki í liði Hellas Verona vegna meiðsla en liðið er enn án sigurs eftir fyrstu tíu umferðirnar og er í næstneðsta sætinu með fimm stig.

Úrslit kvöldsins:

Sassuolo - Juventus 1-0

Atalanta - Lazio 2-1

Frosinone - Carpi 2-1

AC Milan - Chievo 1-0

Napoli - Palermo 2-0

Roma - Udinese 3-1

Torino - Genoa 3-3

Verona - Fiorentina 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×