Umbætur í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 28. október 2015 10:38 Niðurstöður ítarlegrar greiningar á fjárhag og rekstri stofnana Hafnarfjarðarbæjar liggja nú fyrir. Það var eitt af fyrstu verkefnum nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn að fá óháða ráðgjafa til þess verks. Ráðgjafarnir lögðu fram hundruð tillagna um hvernig bæta mætti reksturinn, ná fram meiri skilvirkni í kerfinu og almennt ráðstafa betur fjármunum bæjarbúa með betri nýtingu innviða í huga og án þess að skerða þjónustu til íbúanna. Nokkrar tillagnanna, einkum þær er lutu að breytingum á stjórnkerfinu, hafa þegar komið til framkvæmda. Meðal annars hefur rekstrar-, fjármála- og lögfræðistarf bæjarins verið styrkt. Aðrar tillögur hafa verið lagðar fram og eru til lýðræðislegrar umfjöllunar í viðeigandi ráðum, nefndum og/eða hjá stjórnsýslu bæjarins. Næðu allar tillögur ráðgjafanna fram að ganga er talið að árleg útgjöld gætu minnkað um allt að 600 milljónir króna. Hafnarfjarðarbær hefur um árabil verið í hópi allra skuldsettustu sveitarfélaga landsins. Fyrstu verk meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks voru því að ráða bæjarstjóra með sterkan grunn í rekstri og fjármálum sveitarfélaga og greina síðan tækifæri bæjarins til úrbóta á markvissan og ítarlegan hátt með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Í aðdraganda síðustu kosninga lá fyrir að brýnt væri að gera breytingar við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins. Fyrir lá að sveitarfélagið hefði einfaldlega ekki borð fyrir báru kæmi til mikilla óvæntra útgjalda, vegna þungrar skuldastöðu. Nýlegar og fyrirsjáanlegar launahækkanir og auknar lífeyrisskuldbindingar eru því mikil áskorun fyrir Hafnarfjarðarbæ. Nýr meirihluti gerði sér grein fyrir því að viðsnúningur í fjárhag bæjarins yrði eitt af stóru verkefnunum á kjörtímabilinu. Nú er hins vegar ljóst að róðurinn er mun þyngri en áætlanir á síðasta kjörtímabili gerðu ráð fyrir. Öll sveitarfélög takast nú á við aukinn kostnað í kjölfar kjarasamningsbreytinga og skuldsetning fyrri ára er íþyngjandi í þeirri glímu. Rekstrargreining bæjarins, eitt af forgangsverkefnum nýs meirihluta, er mikill styrkur í þeirri áskorun sem fram undan er. Nú þarf að taka höndum saman við að rétta fjárhaginn til framtíðar með markvissum hætti, snúa vörn í sókn og efla bæjarfélagið. Fjölmörg umbótaverkefni hafa þegar farið af stað og önnur eru í undirbúningi í ráðum og nefndum bæjarins. Við ætlum að koma Hafnarfirði í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Niðurstöður ítarlegrar greiningar á fjárhag og rekstri stofnana Hafnarfjarðarbæjar liggja nú fyrir. Það var eitt af fyrstu verkefnum nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn að fá óháða ráðgjafa til þess verks. Ráðgjafarnir lögðu fram hundruð tillagna um hvernig bæta mætti reksturinn, ná fram meiri skilvirkni í kerfinu og almennt ráðstafa betur fjármunum bæjarbúa með betri nýtingu innviða í huga og án þess að skerða þjónustu til íbúanna. Nokkrar tillagnanna, einkum þær er lutu að breytingum á stjórnkerfinu, hafa þegar komið til framkvæmda. Meðal annars hefur rekstrar-, fjármála- og lögfræðistarf bæjarins verið styrkt. Aðrar tillögur hafa verið lagðar fram og eru til lýðræðislegrar umfjöllunar í viðeigandi ráðum, nefndum og/eða hjá stjórnsýslu bæjarins. Næðu allar tillögur ráðgjafanna fram að ganga er talið að árleg útgjöld gætu minnkað um allt að 600 milljónir króna. Hafnarfjarðarbær hefur um árabil verið í hópi allra skuldsettustu sveitarfélaga landsins. Fyrstu verk meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks voru því að ráða bæjarstjóra með sterkan grunn í rekstri og fjármálum sveitarfélaga og greina síðan tækifæri bæjarins til úrbóta á markvissan og ítarlegan hátt með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Í aðdraganda síðustu kosninga lá fyrir að brýnt væri að gera breytingar við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins. Fyrir lá að sveitarfélagið hefði einfaldlega ekki borð fyrir báru kæmi til mikilla óvæntra útgjalda, vegna þungrar skuldastöðu. Nýlegar og fyrirsjáanlegar launahækkanir og auknar lífeyrisskuldbindingar eru því mikil áskorun fyrir Hafnarfjarðarbæ. Nýr meirihluti gerði sér grein fyrir því að viðsnúningur í fjárhag bæjarins yrði eitt af stóru verkefnunum á kjörtímabilinu. Nú er hins vegar ljóst að róðurinn er mun þyngri en áætlanir á síðasta kjörtímabili gerðu ráð fyrir. Öll sveitarfélög takast nú á við aukinn kostnað í kjölfar kjarasamningsbreytinga og skuldsetning fyrri ára er íþyngjandi í þeirri glímu. Rekstrargreining bæjarins, eitt af forgangsverkefnum nýs meirihluta, er mikill styrkur í þeirri áskorun sem fram undan er. Nú þarf að taka höndum saman við að rétta fjárhaginn til framtíðar með markvissum hætti, snúa vörn í sókn og efla bæjarfélagið. Fjölmörg umbótaverkefni hafa þegar farið af stað og önnur eru í undirbúningi í ráðum og nefndum bæjarins. Við ætlum að koma Hafnarfirði í fremstu röð.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar