Framtíðin bíður ekki Læknar á Landspítala skrifar 27. október 2015 07:00 Nú þegar fullnaðarhönnun nýs Landspítala er komin á fullt skrið og tæpt ár er liðið frá samþykkt Alþingis um að framtíðaruppbygging Landspítalans skuli vera við Hringbraut skýtur enn upp kollinum umræða um hvort eigi að byggja þjóðarsjúkrahúsið einhvers staðar annars staðar. Umræðan kemur í sjálfu sér ekki á óvart í jafn flóknu máli, en hitt kemur á óvart að margir virðast ekki þekkja þau margvíslegu rök sem liggja að baki núverandi ákvörðun. Staðsetningin við Hringbraut hefur verið skoðuð af fjölda sérfræðinga og nefndir sem hafa lagst yfir málið hafa í öllum tilvikum komist að sömu niðurstöðu; að Hringbraut sé besti valkosturinn. Í flókinni ákvörðun er hin fullkomna lausn ekki til. Staðsetning við Hringbraut er hins vegar mjög góður kostur og mun betri og ódýrari en aðrir kostir sem hafa verið rækilega athugaðir.Hvatning til stjórnvalda Í síðustu viku birtist opnuauglýsing í stærstu dagblöðum landsins, undir fyrirsögninni Hvikum hvergi. Við styðjum tafarlausa uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þar skora 366 borgarar þessa lands á stjórnvöld að hvika ekki frá fyrri samþykktum. Þarna skrifuðu meðal annarra undir langflestir heilbrigðisráðherrar og borgarstjórar síðustu ára, fyrrverandi forseti Íslands, fyrrverandi forsætisráðherrar, núverandi borgastjóri, rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, fyrrverandi forstjórar Landspítala, forstjórar annarra heilbrigðisstofnana, landlæknir, fjölmargir starfsmenn og stjórnendur Landspítala auk háskólafólks. Undirskriftasöfnunin tók aðeins tvo sólarhringa og margir fleiri hefðu gjarnan viljað vera með.Hringbraut mjög góður kostur Helstu rökin fyrir staðsetningu við Hringbraut eru eftirfarandi:Uppbygging á öðrum stað tefur uppbyggingu Landspítala. Áætlað er að nýtt staðarval, skipulagsferli, hönnun og útboðsferli seinki uppbyggingu að lágmarki um 5-10 ár. Til þess höfum við ekki tíma því núverandi húsnæði er þegar úr sér gengið og er of lítið. Starfsemin er rekin í 100 húsum á 17 stöðum. Enn eru við lýði fjögurra manna stofur og aðeins 7% herbergja hafa einkasalerni. Deildir eru yfirfullar og sjúklingum er fundinn staður á göngum. Á sama tíma fjölgar þjóðinni hratt og hlutfall eldri borgara eykst. Lélegur aðbúnaður er óásættanlegur fyrir sjúklinga, skerðir gæði þjónustunnar og ógnar öryggi. Þetta er ólíðandi staða sem bregðast verður við strax.Uppbygging þekkingarklasa. Háskólasjúkrahús er ekki eyland, umhverfið skiptir máli. Háskólasjúkrahús þrífast best í sambýli við aðra háskólastarfsemi og gæði heilbrigðisþjónustunnar aukast. Þróun og innleiðing nýrrar þekkingar og meðferðar eru meðal hornsteina háskólastarfs á háskólasjúkrahúsi og kennsla og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum er samofin starfi háskólasjúkrahússins. Háskólastarfið bætir ekki aðeins sjúkrahúsið fyrir sjúklinga, heldur er það mikilvægur hlekkur í vísinda- og nýsköpunarstarfi. Svo kallaðir þekkingarklasar eru öflug aðferð til að ýta undir nýsköpun. Slíkir klasar eru tengdir flestum háskólasjúkrahúsum Norðurlanda.Nýtanlegt byggingarmagn er mest við Hringbraut og kostnaður minni en að byggja annars staðar. Hægt verður að nýta nýlega og velheppnaða byggingu Barnaspítala Hringsins, geðdeildar- og kvennadeildarhús, auk Læknagarðs. Samkvæmt nýlegri skýrslu KPMG reiknast núvirtur byggingarkostnaður 21 milljarði króna hærri á nýjum stað. Áætlað er að 5 til 10 ára töf á verkefninu kosti samfélagið 15-30 milljarða til viðbótar vegna óhagkvæms rekstrar við núverandi aðstæður. Mikil vinna hefur verið lögð í að áætla þarfir spítalans til framtíðar og að húsnæðið verði sem hentugast. Samanburður við sambærileg sjúkrahús á Norðurlöndunum sýnir að nýting fyrirhugaðs húsnæðis er góð og áætlanir hóflegar. Fyrir liggja teikningar sem starfsfólk er ánægt með. Ef tefst að bæta þá aðstöðu sem sjúklingum og starfsfólki er nú búin, er hætta á enn frekari atgervisflótta og að heilbrigðisstarfsmenn sem hlotið hafa sérfræðimenntun við betri aðstæður erlendis snúi ekki heim.Spítalinn liggur vel að helstu umferðaræðum og umferð eykst lítið. Borgaryfirvöld og skipulagssérfræðingar líta á staðsetningu Landspítala við Hringbraut sem einn af lykilþáttum í aðalskipulagi Reykjavíkur. Að Hringbrautarlóðinni liggja stórar samgönguæðar og fyrirhuguð samgöngumiðstöð verður við hlið spítalans. Ekki er talin þörf á meiriháttar umferðarmannvirkjum við flutning á starfsemi úr Fossvogi á Hringbraut. Umferð mun aukast lítið samkvæmt úttekt verkfræðistofunnar Eflu enda eru um 70% starfsemi Landspítala þegar rekin við Hringbraut. Í þessu samhengi má einnig benda á að margfalt fleiri sækja nám og vinnu í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík en á Landspítala.Framkvæmdir vega þyngra en orð Ákvörðun um nýja uppbyggingu Landspítala við Hringbraut er vel ígrunduð og rækilega undirbúin. Staðsetning fellur vel að umferð og borgarskipulagi og ber af sem vettvangur nýsköpunar og háskólastarfs. Lokahönnun er hafin og framkvæmdir handan við hornið. Það er hollt að skiptast á skoðunum og vera ósammála en það kemur að því að sættast verður við fengna niðurstöðu í flóknum málum og halda áfram. Framtíðin bíður ekki.Tómas GuðbjartssonMagnús Karl MagnússonEngilbert SigurðssonAlma D. MöllerUnnur A. ValdimarsdóttirGuðmundur Þorgeirssonprófessorar við læknadeild HÍ og/eða yfirlæknar/stjórnendur við Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú þegar fullnaðarhönnun nýs Landspítala er komin á fullt skrið og tæpt ár er liðið frá samþykkt Alþingis um að framtíðaruppbygging Landspítalans skuli vera við Hringbraut skýtur enn upp kollinum umræða um hvort eigi að byggja þjóðarsjúkrahúsið einhvers staðar annars staðar. Umræðan kemur í sjálfu sér ekki á óvart í jafn flóknu máli, en hitt kemur á óvart að margir virðast ekki þekkja þau margvíslegu rök sem liggja að baki núverandi ákvörðun. Staðsetningin við Hringbraut hefur verið skoðuð af fjölda sérfræðinga og nefndir sem hafa lagst yfir málið hafa í öllum tilvikum komist að sömu niðurstöðu; að Hringbraut sé besti valkosturinn. Í flókinni ákvörðun er hin fullkomna lausn ekki til. Staðsetning við Hringbraut er hins vegar mjög góður kostur og mun betri og ódýrari en aðrir kostir sem hafa verið rækilega athugaðir.Hvatning til stjórnvalda Í síðustu viku birtist opnuauglýsing í stærstu dagblöðum landsins, undir fyrirsögninni Hvikum hvergi. Við styðjum tafarlausa uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þar skora 366 borgarar þessa lands á stjórnvöld að hvika ekki frá fyrri samþykktum. Þarna skrifuðu meðal annarra undir langflestir heilbrigðisráðherrar og borgarstjórar síðustu ára, fyrrverandi forseti Íslands, fyrrverandi forsætisráðherrar, núverandi borgastjóri, rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, fyrrverandi forstjórar Landspítala, forstjórar annarra heilbrigðisstofnana, landlæknir, fjölmargir starfsmenn og stjórnendur Landspítala auk háskólafólks. Undirskriftasöfnunin tók aðeins tvo sólarhringa og margir fleiri hefðu gjarnan viljað vera með.Hringbraut mjög góður kostur Helstu rökin fyrir staðsetningu við Hringbraut eru eftirfarandi:Uppbygging á öðrum stað tefur uppbyggingu Landspítala. Áætlað er að nýtt staðarval, skipulagsferli, hönnun og útboðsferli seinki uppbyggingu að lágmarki um 5-10 ár. Til þess höfum við ekki tíma því núverandi húsnæði er þegar úr sér gengið og er of lítið. Starfsemin er rekin í 100 húsum á 17 stöðum. Enn eru við lýði fjögurra manna stofur og aðeins 7% herbergja hafa einkasalerni. Deildir eru yfirfullar og sjúklingum er fundinn staður á göngum. Á sama tíma fjölgar þjóðinni hratt og hlutfall eldri borgara eykst. Lélegur aðbúnaður er óásættanlegur fyrir sjúklinga, skerðir gæði þjónustunnar og ógnar öryggi. Þetta er ólíðandi staða sem bregðast verður við strax.Uppbygging þekkingarklasa. Háskólasjúkrahús er ekki eyland, umhverfið skiptir máli. Háskólasjúkrahús þrífast best í sambýli við aðra háskólastarfsemi og gæði heilbrigðisþjónustunnar aukast. Þróun og innleiðing nýrrar þekkingar og meðferðar eru meðal hornsteina háskólastarfs á háskólasjúkrahúsi og kennsla og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum er samofin starfi háskólasjúkrahússins. Háskólastarfið bætir ekki aðeins sjúkrahúsið fyrir sjúklinga, heldur er það mikilvægur hlekkur í vísinda- og nýsköpunarstarfi. Svo kallaðir þekkingarklasar eru öflug aðferð til að ýta undir nýsköpun. Slíkir klasar eru tengdir flestum háskólasjúkrahúsum Norðurlanda.Nýtanlegt byggingarmagn er mest við Hringbraut og kostnaður minni en að byggja annars staðar. Hægt verður að nýta nýlega og velheppnaða byggingu Barnaspítala Hringsins, geðdeildar- og kvennadeildarhús, auk Læknagarðs. Samkvæmt nýlegri skýrslu KPMG reiknast núvirtur byggingarkostnaður 21 milljarði króna hærri á nýjum stað. Áætlað er að 5 til 10 ára töf á verkefninu kosti samfélagið 15-30 milljarða til viðbótar vegna óhagkvæms rekstrar við núverandi aðstæður. Mikil vinna hefur verið lögð í að áætla þarfir spítalans til framtíðar og að húsnæðið verði sem hentugast. Samanburður við sambærileg sjúkrahús á Norðurlöndunum sýnir að nýting fyrirhugaðs húsnæðis er góð og áætlanir hóflegar. Fyrir liggja teikningar sem starfsfólk er ánægt með. Ef tefst að bæta þá aðstöðu sem sjúklingum og starfsfólki er nú búin, er hætta á enn frekari atgervisflótta og að heilbrigðisstarfsmenn sem hlotið hafa sérfræðimenntun við betri aðstæður erlendis snúi ekki heim.Spítalinn liggur vel að helstu umferðaræðum og umferð eykst lítið. Borgaryfirvöld og skipulagssérfræðingar líta á staðsetningu Landspítala við Hringbraut sem einn af lykilþáttum í aðalskipulagi Reykjavíkur. Að Hringbrautarlóðinni liggja stórar samgönguæðar og fyrirhuguð samgöngumiðstöð verður við hlið spítalans. Ekki er talin þörf á meiriháttar umferðarmannvirkjum við flutning á starfsemi úr Fossvogi á Hringbraut. Umferð mun aukast lítið samkvæmt úttekt verkfræðistofunnar Eflu enda eru um 70% starfsemi Landspítala þegar rekin við Hringbraut. Í þessu samhengi má einnig benda á að margfalt fleiri sækja nám og vinnu í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík en á Landspítala.Framkvæmdir vega þyngra en orð Ákvörðun um nýja uppbyggingu Landspítala við Hringbraut er vel ígrunduð og rækilega undirbúin. Staðsetning fellur vel að umferð og borgarskipulagi og ber af sem vettvangur nýsköpunar og háskólastarfs. Lokahönnun er hafin og framkvæmdir handan við hornið. Það er hollt að skiptast á skoðunum og vera ósammála en það kemur að því að sættast verður við fengna niðurstöðu í flóknum málum og halda áfram. Framtíðin bíður ekki.Tómas GuðbjartssonMagnús Karl MagnússonEngilbert SigurðssonAlma D. MöllerUnnur A. ValdimarsdóttirGuðmundur Þorgeirssonprófessorar við læknadeild HÍ og/eða yfirlæknar/stjórnendur við Landspítala
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar