Sport

Irina tryggði sig inn í undankeppni tvö fyrir Ólympíuleikana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Irina Sazonova
Irina Sazonova mynd/fimleikasamband Íslands
Ísland hefur náð inn í undankeppni tvö fyrir Ólympíuleikana í Ríó í einstaklingakeppni kvenna en Irina Sazonova hafnaði í 98. sæti af 191 keppenda í fjölþraut í undankeppni heimsmeistaramótsins í Glasgow.

Þar fékk hún 50.398 stig sem kemur henni inn í undankeppnina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fimleiksambands Íslands.

Þar segir: „Þetta er glæsilegur árangur og mikil sigur fyrir íslenska fimleika, en Ísland hefur ekki áður náð inn í seinni undankeppni fyrir Ólympíuleika. Nú þegar eru 60 sæti í kvennakeppninni ráðinn en 38 sæti eru laus og höfum við nú lagt af stað í nýja vegferð, vegferðina á Ríó.“

Sérstaklega góðar fréttir fyrir íslenska fimleikasambandið.

„Nú eigum við raunverulega möguleika á að ná kvenkeppanda inn á Ólympíuleika sem aldrei hefur náðst fyrr. Með þessum árangri höfum við nú þegar skrifað nýjan kafla í fimleikasögu landsins og þurfum að standa saman og hlúa að þeim keppanda sem hlýtur sætir eftirsótta í apríl.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×