Körfubolti

Pálína fór á kostum þegar Haukar unnu Keflvíkinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum í dag.
Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum í dag. vísir
Pálína Gunnlaugsdóttir fór gjörsamlega á kostum í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag þegar hún skoraði 37 stig í sigri Hauka á Keflavík 88-74.

Helena Sverrisdóttir var einnig frábær og skoraði 17 stig, tók 17 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Melissa Zorning var mögnuð í liði Keflvíkinga og gerðu hún 38 stig.

Grindavík og Stjarnan mættust í Röstinni í Grindavík. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 73-73 og framlengja þurfti leikinn. Svo fór að lokum að Grindavík vann eins stigs sigur, 85-84 eftir mikla dramatík undir lok leiksins. 

Whitney Michelle Frazier átti fínan leik fyrir Grindvíkinga og skoraði hún 31 stig. 

Chelsie Alexa Schweers var einnig frábær í liðið Stjörnunnar og var með 30 stig. 

Valur hafði síðan betur gegn Hamar 87-80. Karisma Chapman gerði 32 stig fyrir Val en Nína Jenný Kristjánsdóttir var með 24 stig fyrir Hamar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×