Ívar: Við bárum virðingu fyrir KR og dómararnir líka Ingvi Þór Sæmundsson á Ásvöllum skrifar 23. október 2015 21:50 Ívar og lærisveinar hans eru búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Domino's deildinni. vísir/ernir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með sína menn eftir 72-95 tap fyrir KR í Schenker-höllinni í kvöld. "Við erum ekki að vinna sem lið, heldur eins og fimm einstaklingar. Okkur vantaði smá stemmningu og við þurfum að vinna í því og vinna sem lið. Það er eins og okkur finnist þetta leiðinlegt og ég verð að kíkja á hvað við getum gert til að bæta úr því," sagði Ívar. "Ég á örugglega stóran þátt í því af hverju okkur finnst ekki gaman. Við þurfum að vinna í þessu og fá strákana til að finnast aftur gaman að spila körfubolta." KR byrjaði leikinn mun betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan orðin 0-7, Íslandsmeisturunum í vil. Þá tók Ívar leikhlé og setti leikstjórnandann Emil Barja á bekkinn. "Ég var bara ósáttur við hann. Emil er kannski ekki búinn að spila neitt sérstaklega í síðustu leikjum en hann byrjaði líka svona í fyrra. Vonandi stígur hann upp og ég hef fulla trú á að hann geri það. "Hann er ekkert sáttur við sjálfan sig en ég hef ekkert miklar áhyggjur af honum," sagði Ívar sem var temmilega sáttur með fyrri hálfleikinn en Haukar voru fimm stigum undir, 45-50, að honum loknum. "Við vorum alveg þokkalegir í fyrri hálfleik og fáum á okkur þriggja stiga flautukörfu undir lok 1. leikhluta, hann dripplaði að vísu út af. Það voru einhverjir blindir að dæma þennan leik, held ég. "Það munaði um þetta en svo byrjum við seinni hálfleikinn eins og algjörir aumingjar og KR náði góðri forystu sem þeir létu ekkert af hendi og við höfðum ekki metnað til að ná þeim." Ívar var ekki sáttur með dómara leiksins og taldi þá hafa sýnt KR-ingum full mikla virðingu. "Við bárum virðingu fyrir KR-ingum í þessum leik og þeir gerðu það líka. Við töpuðum ekki á dómgæslunni, langt því frá, en það er erfitt ef dómararnir bera líka virðingu fyrir KR," sagði Ívar að endingu. Dominos-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með sína menn eftir 72-95 tap fyrir KR í Schenker-höllinni í kvöld. "Við erum ekki að vinna sem lið, heldur eins og fimm einstaklingar. Okkur vantaði smá stemmningu og við þurfum að vinna í því og vinna sem lið. Það er eins og okkur finnist þetta leiðinlegt og ég verð að kíkja á hvað við getum gert til að bæta úr því," sagði Ívar. "Ég á örugglega stóran þátt í því af hverju okkur finnst ekki gaman. Við þurfum að vinna í þessu og fá strákana til að finnast aftur gaman að spila körfubolta." KR byrjaði leikinn mun betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan orðin 0-7, Íslandsmeisturunum í vil. Þá tók Ívar leikhlé og setti leikstjórnandann Emil Barja á bekkinn. "Ég var bara ósáttur við hann. Emil er kannski ekki búinn að spila neitt sérstaklega í síðustu leikjum en hann byrjaði líka svona í fyrra. Vonandi stígur hann upp og ég hef fulla trú á að hann geri það. "Hann er ekkert sáttur við sjálfan sig en ég hef ekkert miklar áhyggjur af honum," sagði Ívar sem var temmilega sáttur með fyrri hálfleikinn en Haukar voru fimm stigum undir, 45-50, að honum loknum. "Við vorum alveg þokkalegir í fyrri hálfleik og fáum á okkur þriggja stiga flautukörfu undir lok 1. leikhluta, hann dripplaði að vísu út af. Það voru einhverjir blindir að dæma þennan leik, held ég. "Það munaði um þetta en svo byrjum við seinni hálfleikinn eins og algjörir aumingjar og KR náði góðri forystu sem þeir létu ekkert af hendi og við höfðum ekki metnað til að ná þeim." Ívar var ekki sáttur með dómara leiksins og taldi þá hafa sýnt KR-ingum full mikla virðingu. "Við bárum virðingu fyrir KR-ingum í þessum leik og þeir gerðu það líka. Við töpuðum ekki á dómgæslunni, langt því frá, en það er erfitt ef dómararnir bera líka virðingu fyrir KR," sagði Ívar að endingu.
Dominos-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira