Auðvelt að finna gamlar Facebook færslur Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2015 11:30 Allar opnar færslur sem hafa verið settar á Facebook er nú hægt að finna með réttum leitarorðum. Vísir/Getty Leitarvél Facebook tók í gær þeim breytingum að nú er hægt að leita að öllum opnum færslum í heiminum. Breytingin hefur ekki fengið neitt nafn, og litla umfjöllun, en á Facebook eru um tveir milljarðar færslna og á hverjum degi er leitað eins og hálfs milljarðs sinnum. Breytingin gerir notendum kleyft að kynna sér hin ýmsu málefni ítarlega og að fylgjast með umræðunni á Facebook, þar sem fólk eyðir hvað mestum tíma á netinu. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu vilja forsvarsmenn Facebook að fólk geti nú, auk þess að sjá hvernig vinir og vandamenn hafi það, kannað ástand heimsins á auðveldan hátt.Hvað kemur þegar leitað er? Efst á listanum hjá fólki eru koma nú færslur frá fjölmiðlum, en auðvelt að skipta yfir í nýjustu opnu færslurnar sem tengjast leitarefninu hverju sinni. Þannig er nú hægt að sjá um hvað heimurinn er að tala um á Facebook. Fyrir neðan það er hægt að sjá færslur frá vinum og í hópum sem notendur eru meðlimir að. Þar fyrir neðan má svo sjá opnar færslur sem raðast upp eftir algóriþmum samfélagsmiðilsins. Með því að velja latest flipan má sjá allar nýjustu opnu færslurnar um tiltekin málefniÞá tekur leitarlistinn breytingum eftir því hvernig notendur nýta sér hann og Facebookreikningum notenda. Í samtali við Verge, segir yfirmaður leitarinnar hjá Facebook, Tom Stocky, að forritarar fyrirtækisins hafi þurft að mynda jafnvægi á milli þess efnis sem kemur frá vinum viðkomandi og síðum sem hann hefur líkað við, og efni sem kemur annarsstaðar frá.Hvað með gamlar og vandræðalegar færslur? Allar opnar færslur sem hafa verið settar á Facebook er nú hægt að finna með réttum leitarorðum. Margir hverjir kannast við að hafa sett inn gamlar og vandræðalegar færslur og myndir hér á árum áður. Facebook var notað öðruvísi fyrir nokkrum árum og öll erum við mennsk og höfum gert mistök. Þá vilja flestir ef til vill ekki að auðvelt verði fyrir hvern sem er að skoða þær færslur. Með því að fara í settings og þaðan í privacy, má finna stillingu sem heitir: Limit Old Posts. Sú ýtt á það eru gamlar færslur á Facebook stilltar á þann veg að enginn geti skoðað þær nema vinir. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leitarvél Facebook tók í gær þeim breytingum að nú er hægt að leita að öllum opnum færslum í heiminum. Breytingin hefur ekki fengið neitt nafn, og litla umfjöllun, en á Facebook eru um tveir milljarðar færslna og á hverjum degi er leitað eins og hálfs milljarðs sinnum. Breytingin gerir notendum kleyft að kynna sér hin ýmsu málefni ítarlega og að fylgjast með umræðunni á Facebook, þar sem fólk eyðir hvað mestum tíma á netinu. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu vilja forsvarsmenn Facebook að fólk geti nú, auk þess að sjá hvernig vinir og vandamenn hafi það, kannað ástand heimsins á auðveldan hátt.Hvað kemur þegar leitað er? Efst á listanum hjá fólki eru koma nú færslur frá fjölmiðlum, en auðvelt að skipta yfir í nýjustu opnu færslurnar sem tengjast leitarefninu hverju sinni. Þannig er nú hægt að sjá um hvað heimurinn er að tala um á Facebook. Fyrir neðan það er hægt að sjá færslur frá vinum og í hópum sem notendur eru meðlimir að. Þar fyrir neðan má svo sjá opnar færslur sem raðast upp eftir algóriþmum samfélagsmiðilsins. Með því að velja latest flipan má sjá allar nýjustu opnu færslurnar um tiltekin málefniÞá tekur leitarlistinn breytingum eftir því hvernig notendur nýta sér hann og Facebookreikningum notenda. Í samtali við Verge, segir yfirmaður leitarinnar hjá Facebook, Tom Stocky, að forritarar fyrirtækisins hafi þurft að mynda jafnvægi á milli þess efnis sem kemur frá vinum viðkomandi og síðum sem hann hefur líkað við, og efni sem kemur annarsstaðar frá.Hvað með gamlar og vandræðalegar færslur? Allar opnar færslur sem hafa verið settar á Facebook er nú hægt að finna með réttum leitarorðum. Margir hverjir kannast við að hafa sett inn gamlar og vandræðalegar færslur og myndir hér á árum áður. Facebook var notað öðruvísi fyrir nokkrum árum og öll erum við mennsk og höfum gert mistök. Þá vilja flestir ef til vill ekki að auðvelt verði fyrir hvern sem er að skoða þær færslur. Með því að fara í settings og þaðan í privacy, má finna stillingu sem heitir: Limit Old Posts. Sú ýtt á það eru gamlar færslur á Facebook stilltar á þann veg að enginn geti skoðað þær nema vinir.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira