Argur Hannes sendir RÚV tóninn vegna fregna af töfum skila skýrslu hans Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2015 21:24 Prófessorinn furðar sig á því sem honum finnst hreinlega brenglað fréttamat fréttastofu RÚV. visir/Stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015
Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira