Hlutverk forseta Íslands Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. október 2015 07:00 Í framhaldi af grein Stefáns Jóns Hafstein sl. helgi blanda ég mér í umræðuna. Sem frambjóðandi 2012 bý ég yfir margs konar reynslu og stefnumótun sem á erindi til lesenda Fbl. Hlutverk forsetans skilgreindi ég svona – og tel orðin í góðu gildi: Við viljum aukna bjartsýni og jafnrétti. Við viljum að mannúð og heiðarleiki sé í fyrirrúmi. Við viljum sjá sanngirni og ábyrgð í verki. Forseti Íslands er þjóðkjörinn embættismaður sem heldur trúnað við kjósendur sína, óháð stjórnmálaskoðunum þeirra, og leitast við að vinna traust sem flestra landsmanna. Forsetinn getur stuðlað að því sem við viljum með orðum og þeim gerðum er ákvæði stjórnarskrár lýsa í heild sinni. Viðfangsefni forsetans eru mörg og misflókin. Hann stuðlar að lýðræðislegum lausnum með sem mestum stuðningi í samfélaginu. Hann sameinar í störfum sínum almenn stjórnmál í víðum skilningi, önnur samfélagsmál, siðræna umræðu og sendistörf sem þjóðarfulltrúi í útlöndum. Hann eflir samstarf við aðrar þjóðir.Ég legg áherslu meðal annars á eftirfarandi atriði: Samræður milli þjóðfélagshópa um hag og framtíð samfélags okkar. Skilvirkt, fjölbreytt og einstaklingsmiðað menntakerfi. Atvinnu og menningarstarf ungs fólks. Styrka samhjálp handa öllum til heilbrigðs lífs án tillits til kyns, kynhneigðar eða húðlitar. Sérþekkingu vísindanna og nýsköpun. Jafnrétti og mannréttindi á grunni Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og fleiri samþykkta. Aukið viðnám gegn náttúruvá og áhrifum hlýnunar andrúmsloftsins. Blómlega landsbyggð og styrk bæjarfélög. Sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Kynningu heima og heiman á stöðu og eðli íslenskrar náttúru. Kynningu heima og heiman á íslenskri og alþjóðlegri menningu. Samræður sem flestra um framtíð veraldarinnar, frið, frelsi og lýðræði. Öflugt samstarf Norðurlanda. Jafnræði þjóða og allra trúarbragða og lífsskoðana. Aukin samskipti við þróunarlönd. Sérstöðu Íslands í málefnum heimskautasvæða. Lýðræðislegar ákvarðanir um helstu samskipti við aðrar þjóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í framhaldi af grein Stefáns Jóns Hafstein sl. helgi blanda ég mér í umræðuna. Sem frambjóðandi 2012 bý ég yfir margs konar reynslu og stefnumótun sem á erindi til lesenda Fbl. Hlutverk forsetans skilgreindi ég svona – og tel orðin í góðu gildi: Við viljum aukna bjartsýni og jafnrétti. Við viljum að mannúð og heiðarleiki sé í fyrirrúmi. Við viljum sjá sanngirni og ábyrgð í verki. Forseti Íslands er þjóðkjörinn embættismaður sem heldur trúnað við kjósendur sína, óháð stjórnmálaskoðunum þeirra, og leitast við að vinna traust sem flestra landsmanna. Forsetinn getur stuðlað að því sem við viljum með orðum og þeim gerðum er ákvæði stjórnarskrár lýsa í heild sinni. Viðfangsefni forsetans eru mörg og misflókin. Hann stuðlar að lýðræðislegum lausnum með sem mestum stuðningi í samfélaginu. Hann sameinar í störfum sínum almenn stjórnmál í víðum skilningi, önnur samfélagsmál, siðræna umræðu og sendistörf sem þjóðarfulltrúi í útlöndum. Hann eflir samstarf við aðrar þjóðir.Ég legg áherslu meðal annars á eftirfarandi atriði: Samræður milli þjóðfélagshópa um hag og framtíð samfélags okkar. Skilvirkt, fjölbreytt og einstaklingsmiðað menntakerfi. Atvinnu og menningarstarf ungs fólks. Styrka samhjálp handa öllum til heilbrigðs lífs án tillits til kyns, kynhneigðar eða húðlitar. Sérþekkingu vísindanna og nýsköpun. Jafnrétti og mannréttindi á grunni Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og fleiri samþykkta. Aukið viðnám gegn náttúruvá og áhrifum hlýnunar andrúmsloftsins. Blómlega landsbyggð og styrk bæjarfélög. Sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Kynningu heima og heiman á stöðu og eðli íslenskrar náttúru. Kynningu heima og heiman á íslenskri og alþjóðlegri menningu. Samræður sem flestra um framtíð veraldarinnar, frið, frelsi og lýðræði. Öflugt samstarf Norðurlanda. Jafnræði þjóða og allra trúarbragða og lífsskoðana. Aukin samskipti við þróunarlönd. Sérstöðu Íslands í málefnum heimskautasvæða. Lýðræðislegar ákvarðanir um helstu samskipti við aðrar þjóðir.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar