Telja að tæknibólan sem ríki í Kísildal gæti verið byrjuð að springa Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2015 13:00 Uber er metið á rúmlega 6.000 milljarða en á ekki einn einasta bíl. Fréttablaðið/EPA Nýlegar tilkynningar um hópuppsagnir gætu verið fyrstu viðvörunarmerkin um það að tæknibólan sé að byrja að springa að mati pistlahöfundar hjá Business Insider. Á undanförnum mánuðum hefur fjöldi tilkynninga um hópuppsagnir borist frá stærstu tæknifyrirtækjum heims. Meðal fyrirtækja sem hafa tilkynnt um þetta eru Twitter, Microsoft og Snapchat. Í síðustu viku bárust fregnir af því að Flipagram væri að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna, Zomato á Indlandi væri að segja upp 300 starfsmönnum, flestum í Bandaríkjunum, Snapchat hefði sagt upp tólf starfsmönnum og að Twitter væri að segja upp 336 starfsmönnum. Ástæður uppsagnanna undanfarna mánuði eru eins fjölbreyttar og fyrirtækin eru mörg. Hins vegar vekur það athygli að um er að ræða bæði ung fyrirtæki og reynslumikil, eldri fyrirtæki. Þessar fregnir berast eftir fjölda tilkynninga undanfarna mánuði um fjármögnun tæknifyrirtækja sem nema milljörðum króna. Pistlahöfundur Business Insider veltir upp spurningunni um það hvort uppsagnirnar séu heilbrigðismerki þar sem fyrirtæki eru að taka meðvitaða ákvörðun um að takmarka umsvif sín og skera niður kostnað, eða hvort þetta séu fyrstu varúðarmerki þess að markaðurinn sé að breytast. Sú staðreynd að tæknibóla ríki í Kísildalnum hefur verið höfð á orði í nokkurn tíma og telja margir að það sé einungis tímaspursmál hvenær hún springur. Tæknifyrirtæki hafa verulega sótt í sig veðrið eftir alheimskreppuna. Ef litið er á lista yfir verðmætustu vörumerki heims skipa tæknifyrirtæki sex af tíu toppsætunum, þeirra á meðal eru Apple, Google, og Microsoft. Tæknifyrirtækin eru mörg mjög verðmæt en eina raunverulega verðmæti þeirra er hugvitið. Airbnb, sem er stærsta hótelkeðja heims, á til að mynda engin hótel, og Uber er ein stærsta leigubílaþjónusta heims en á enga bílla. Airbnb er metið á 25 milljarða dollara, jafnvirði 3.100 milljarða íslenskra króna, og Uber er metið á tvöfalt meira. Verðmætið hefur rokið upp undanfarin ár og því er talið að einn daginn muni bólan springa. Tíminn verður að leiða í ljós hvort og þá hvenær. Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Nýlegar tilkynningar um hópuppsagnir gætu verið fyrstu viðvörunarmerkin um það að tæknibólan sé að byrja að springa að mati pistlahöfundar hjá Business Insider. Á undanförnum mánuðum hefur fjöldi tilkynninga um hópuppsagnir borist frá stærstu tæknifyrirtækjum heims. Meðal fyrirtækja sem hafa tilkynnt um þetta eru Twitter, Microsoft og Snapchat. Í síðustu viku bárust fregnir af því að Flipagram væri að segja upp fimmtungi starfsmanna sinna, Zomato á Indlandi væri að segja upp 300 starfsmönnum, flestum í Bandaríkjunum, Snapchat hefði sagt upp tólf starfsmönnum og að Twitter væri að segja upp 336 starfsmönnum. Ástæður uppsagnanna undanfarna mánuði eru eins fjölbreyttar og fyrirtækin eru mörg. Hins vegar vekur það athygli að um er að ræða bæði ung fyrirtæki og reynslumikil, eldri fyrirtæki. Þessar fregnir berast eftir fjölda tilkynninga undanfarna mánuði um fjármögnun tæknifyrirtækja sem nema milljörðum króna. Pistlahöfundur Business Insider veltir upp spurningunni um það hvort uppsagnirnar séu heilbrigðismerki þar sem fyrirtæki eru að taka meðvitaða ákvörðun um að takmarka umsvif sín og skera niður kostnað, eða hvort þetta séu fyrstu varúðarmerki þess að markaðurinn sé að breytast. Sú staðreynd að tæknibóla ríki í Kísildalnum hefur verið höfð á orði í nokkurn tíma og telja margir að það sé einungis tímaspursmál hvenær hún springur. Tæknifyrirtæki hafa verulega sótt í sig veðrið eftir alheimskreppuna. Ef litið er á lista yfir verðmætustu vörumerki heims skipa tæknifyrirtæki sex af tíu toppsætunum, þeirra á meðal eru Apple, Google, og Microsoft. Tæknifyrirtækin eru mörg mjög verðmæt en eina raunverulega verðmæti þeirra er hugvitið. Airbnb, sem er stærsta hótelkeðja heims, á til að mynda engin hótel, og Uber er ein stærsta leigubílaþjónusta heims en á enga bílla. Airbnb er metið á 25 milljarða dollara, jafnvirði 3.100 milljarða íslenskra króna, og Uber er metið á tvöfalt meira. Verðmætið hefur rokið upp undanfarin ár og því er talið að einn daginn muni bólan springa. Tíminn verður að leiða í ljós hvort og þá hvenær.
Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira