Prestum óheimilt að synja samkynja pörum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. október 2015 07:00 Guðrún Karls Helgudóttir er ein presta og meðlima í Prestaráði Þjóðkirkjunnar sem lagði fram tillögu um að meina prestum að synja samkynja pörum um vígslu. Kirkjuþing samþykkti mótatkvæðalaust að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar er óheimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar þeirra. Tillagan var flutt af Guðrúnu Karls Helgudóttur, Guðbjörgu Arnardóttur, Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Vigfúsi Bjarna Albertssyni og Höllu Halldórsdóttir sem eru öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Tillaga þeirra var að Kirkjuþing ályktaði að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar sé ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing líti á það sem mismunun og ekki í anda kærleika Krists að neita fólki um þjónustu á þeim forsendum. Í greinargerð með tillögunni segir að allir einstaklingar á Íslandi njóti stjórnarskrárvarins frelsis til að fylgja eigin samvisku. Þar hafi prestar þjóðkirkjunnar ekki ríkara frelsi en aðrir opinberir starfsmenn eða aðrir þegnar þessa lands. Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar síðustu ár. Samkynhneigðir hafa ekki haft sömu réttindi og gagnkynhneigðir innan kirkjunnar því prestar hafa hingað til getað neitað að gifta samkynhneigða ef trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim það ekki. Guðrún sagði gagnrýni á presta þjóðkirkjunnar réttmælta í ljósi þess að Íslendingar vilji vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. „Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu.“ Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Kirkjuþing samþykkti mótatkvæðalaust að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar er óheimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar þeirra. Tillagan var flutt af Guðrúnu Karls Helgudóttur, Guðbjörgu Arnardóttur, Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Vigfúsi Bjarna Albertssyni og Höllu Halldórsdóttir sem eru öll þjónandi prestar og stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Tillaga þeirra var að Kirkjuþing ályktaði að opinberum embættismönnum þjóðkirkjunnar sé ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing líti á það sem mismunun og ekki í anda kærleika Krists að neita fólki um þjónustu á þeim forsendum. Í greinargerð með tillögunni segir að allir einstaklingar á Íslandi njóti stjórnarskrárvarins frelsis til að fylgja eigin samvisku. Þar hafi prestar þjóðkirkjunnar ekki ríkara frelsi en aðrir opinberir starfsmenn eða aðrir þegnar þessa lands. Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar síðustu ár. Samkynhneigðir hafa ekki haft sömu réttindi og gagnkynhneigðir innan kirkjunnar því prestar hafa hingað til getað neitað að gifta samkynhneigða ef trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim það ekki. Guðrún sagði gagnrýni á presta þjóðkirkjunnar réttmælta í ljósi þess að Íslendingar vilji vera til fyrirmyndar í mannréttindabaráttu. „Það hefur líka verið réttmætt í ljósi þess að þjónusta prestanna krefst þess að þeir mæti hverjum einstaklingi á sama hátt og Jesús gerði, þ.e. í kærleika og virðingu fyrir manngildinu.“
Hinsegin Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira