Fjórar vinsælar rangfærslur Ívar Halldórsson og Raphael Schutz skrifar 9. nóvember 2015 22:52 Að styðja umdeildar aðgerðir and-ísraelskra afla í nafni mannréttinda, eins og sumir gera, er þó ekki ávísun á að skauta fram hjá sannleika og gefur ekki heimild til að fara með ósannindi. Slík misnotkun á staðreyndum stuðlar ekki að málefnalegri umræðu né friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þvert á móti. Rangfærslur sem rata í opinbera miðla ber því hiklaust að leiðrétta.Þjóðarmorðsrangfærslan Sumir leitast við að skilgreina þjóðarmorð og nefna Gaza í því samhengi. Ísraelar gripu ekki til vopna fyrr en árás var gerð á þá. Samkvæmt alþjóðalögum er það réttmæt sjálfsvörn. Einföld greining á tölu fórnarlamba á Gaza og hlutfall milli vígamanna og venjulegra borgara þeirra á meðal, sett í samhengi við sambærilega greiningu á aðgerðum NATO eða USA, í Afganistan, Írak eða á Balkanskaganum leiðir í ljós að tala fórnarlamba var mun lægri og sömuleiðis prósentuhlutfall saklausra borgara sem létust í átökunum. Þetta lága hlutfall þrátt fyrir þá staðreynd að Hamas notaði saklausa borgara sína sem mannlega skildi - herbragð sem ekki þekkist í hinum stríðunum. Það er engin tilviljun að sérfræðingar í hernaðarmálum eins og General Martin Dempsey, fyrrverandi yfirmaður í bandaríska hernum, sagði að ísraelski herinn (IDF) lögðu sig meira fram en þekkst hefur í átökum fyrr og síðar við að reyna að lágmarka fall saklausra borgara. Hann sagði að aðrir herir gætu lært af og tekið sér mannúðaraðgerðir IDF til fyrirmyndar.Aðskilnaðarstefnurangfærslan Gyðingar eru ekki kynþáttur, eins og sumir halda frammi, heldur þjóð. Réttindi þeirra til að stofna eigið ríki var samþykkt af League of Nations árið 1922 og af Sameinuðu þjóðunum árið 1947. Ísrael er eina þjóð veraldar þar sem Gyðingar eru í meirihluta, en sjötíu og sjö prósent íbúa eru Gyðingar. Hin tuttugu og þrjú prósentin eru að mestu múslimar og kristnir af palestínskum uppruna (þar þekktir sem ísraelskir Arabar) sem njóta jafnra borgaralegra réttinda. Þeir eru samofnir þjóðfélaginu á fjölbreyttan hátt; í Knesset (ísraelska þinginu) mynda þeir þriðja stærsta stjórnmálaflokkinn. Þeir eiga fulltrúa í hæstarétti, sigra í raunveruleikaþáttum í sjónvarpi og fegurðarsamkeppnir. Walid Badir, þjálfari Hapoel Tel-Aviv, sem er t.a.m. uppáhalds fótboltafélag ísraelska sendiherrans og fyrrum fyrirliði ísraelska landsliðsins er ísraelskur múslimi. Hægt væri að rekja óteljandi dæmi í sama dúr. Það er því auðvelt að sjá að í Ísrael ríkir ekki aðskilnaðarstefna af neinu tagi. Arabískir borgarar í Ísrael njóta mun meiri réttinda, frelsis og öryggis en aðrir hópar Araba í Mið-Austurlöndum. Palestínumenn á Vesturbakkanum eru ekki ísraelskir ríkisborgar og eiga því ekki hlut í máli, en fyrst sumir nefna aðskilda vegi á Vesturbakkanum, þá er vert að nefna að þessir þeir voru gerðir eftir að palestínskir hryðjuverkamenn réðust á Gyðinga á vegunum. Þetta hafði ekkert að gera með kynþáttafordóma eða aðskilnaðarstefnu.Þjóðernishreinsunarrangfærslan Árið 1947, eftir að SÞ samþykktu bæði Gyðingaríki og Arabaríki, féllust Gyðingar á þessa tveggja ríkja lausn en Palestínumenn höfnuðu henni og með hjálp arabískra nágrannaríkja lýstu þeir yfir stríði með þeim yfirlýsta ásetningi að hreinsa svæðið af Gyðingum. Ef ráðagerð þeirra hefði tekist hefði svo sannarlega verið um þjóðernishreinsun að ræða, ef við virðum að vettugi söguskekkju sumra er þeir nota hugtak sem skilgreint var árið 1993 yfir atburði sem áttu sér stað fjörutíu og fimm árum áður. Til allrar hamingju mistókst arabískum uppreisnarmönnum ætlun sín og Gyðingar héldu velli. Í kjölfar þessa gerðust 700.000 - 750.000 Palestínumenn flóttamenn. Margir flúðu heimili sín að áeggjan stjórnar þeirra og voru hvattir til að snúa aftur þegar búið væri að útrýma Gyðingum. Sumum var vísað brott af hersveitum Gyðinga, þá sér í lagi þar sem harðar baráttur voru háðar. Aldrei var einhver „aðal-áætlun“ til staðar um að vísa með skipulögðum hætti öllum Aröbum brott. Í fjölda tilvika bauð stjórn Gyðinga Arabana um að búa friðsamlegir meðal þeirra og í mörgum þessara tilvika brugðust Arabar vel við og gerðust þeir einmitt þessir ísraelsku borgarar sem ég minntist á fyrr í þessari grein. Að nota hugtakið þjóðernishreinsun í þessu samhengi er bæði söguskekkja og rangfærsla.Nýlendurangfærslan Þessi lygi er oftast notuð til að lýsa Ísrael innan 1967 landamæranna, neita Gyðingum um sjálfræði og hundsa djúp tengsl þeirra við landið. Sumir ganga ekki alveg svo langt heldur takmarka sig við að kalla "aðeins" landtökusvæðin nýlendur. Enn og aftur hafa þessir aðilar rangt fyrir sér - Vesturbakkinn og Gaza-svæðið (þar sem að í dag eru engin landtökusvæði) voru aldrei hluti annars lands eða landa, þar sem sjálfstætt ríki Palestínu hefur aldrei verið til. Sakhæfingar um vatnastuld halda heldur engu vatni því að Palestínumenn fá mun meira magn af vatni en samþykkt var í Oslóar-samkomulaginu. Í þessum sama sáttmála samþykktu Ísraelsmenn og Palestínumenn einnig að finna út úr stöðu þessara svæða sín á milli með beinum viðræðum, sem Palestínumenn hafa þó forðast eins og heitan eldinn undanfarin ár.Iðnaður lyganna Nú nýlega heimsótti ísraelski rannsóknarblaðamaðurinn Ben-Dror Yemini Ísland. Hann gaf fyrir stuttu út bókina "The Industry of Lies" (Iðnaður lyganna) þar sem hann opinberar á greinargóðan hátt og með gildum rökum þá markvissu herferð gegn Gyðingum og rétti þeirra til eigins ríkis. (Fyrirlestur hans á Grand hótel má finna á youtube). Það er búið að þýða bókina yfir á norsku og verður hún brátt gefin út á ensku. Bókin er tilvalin fyrir þá sem vilja sjá rannsaka málin frá hlutlausu sjónarhorni. Rangfærslur og götótt gagnrýni eins og t.d. sú sem birtist nýlega á netheimum í kjölfar skrifa ísraelska sendiherrans Raphael Schutz á dögunum, er þó aðeins lítið tannhjól í þessum iðnaði. Ívar Halldórsson og Raphael Schutz, sendiherra Ísraels í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Skoðun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Að styðja umdeildar aðgerðir and-ísraelskra afla í nafni mannréttinda, eins og sumir gera, er þó ekki ávísun á að skauta fram hjá sannleika og gefur ekki heimild til að fara með ósannindi. Slík misnotkun á staðreyndum stuðlar ekki að málefnalegri umræðu né friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þvert á móti. Rangfærslur sem rata í opinbera miðla ber því hiklaust að leiðrétta.Þjóðarmorðsrangfærslan Sumir leitast við að skilgreina þjóðarmorð og nefna Gaza í því samhengi. Ísraelar gripu ekki til vopna fyrr en árás var gerð á þá. Samkvæmt alþjóðalögum er það réttmæt sjálfsvörn. Einföld greining á tölu fórnarlamba á Gaza og hlutfall milli vígamanna og venjulegra borgara þeirra á meðal, sett í samhengi við sambærilega greiningu á aðgerðum NATO eða USA, í Afganistan, Írak eða á Balkanskaganum leiðir í ljós að tala fórnarlamba var mun lægri og sömuleiðis prósentuhlutfall saklausra borgara sem létust í átökunum. Þetta lága hlutfall þrátt fyrir þá staðreynd að Hamas notaði saklausa borgara sína sem mannlega skildi - herbragð sem ekki þekkist í hinum stríðunum. Það er engin tilviljun að sérfræðingar í hernaðarmálum eins og General Martin Dempsey, fyrrverandi yfirmaður í bandaríska hernum, sagði að ísraelski herinn (IDF) lögðu sig meira fram en þekkst hefur í átökum fyrr og síðar við að reyna að lágmarka fall saklausra borgara. Hann sagði að aðrir herir gætu lært af og tekið sér mannúðaraðgerðir IDF til fyrirmyndar.Aðskilnaðarstefnurangfærslan Gyðingar eru ekki kynþáttur, eins og sumir halda frammi, heldur þjóð. Réttindi þeirra til að stofna eigið ríki var samþykkt af League of Nations árið 1922 og af Sameinuðu þjóðunum árið 1947. Ísrael er eina þjóð veraldar þar sem Gyðingar eru í meirihluta, en sjötíu og sjö prósent íbúa eru Gyðingar. Hin tuttugu og þrjú prósentin eru að mestu múslimar og kristnir af palestínskum uppruna (þar þekktir sem ísraelskir Arabar) sem njóta jafnra borgaralegra réttinda. Þeir eru samofnir þjóðfélaginu á fjölbreyttan hátt; í Knesset (ísraelska þinginu) mynda þeir þriðja stærsta stjórnmálaflokkinn. Þeir eiga fulltrúa í hæstarétti, sigra í raunveruleikaþáttum í sjónvarpi og fegurðarsamkeppnir. Walid Badir, þjálfari Hapoel Tel-Aviv, sem er t.a.m. uppáhalds fótboltafélag ísraelska sendiherrans og fyrrum fyrirliði ísraelska landsliðsins er ísraelskur múslimi. Hægt væri að rekja óteljandi dæmi í sama dúr. Það er því auðvelt að sjá að í Ísrael ríkir ekki aðskilnaðarstefna af neinu tagi. Arabískir borgarar í Ísrael njóta mun meiri réttinda, frelsis og öryggis en aðrir hópar Araba í Mið-Austurlöndum. Palestínumenn á Vesturbakkanum eru ekki ísraelskir ríkisborgar og eiga því ekki hlut í máli, en fyrst sumir nefna aðskilda vegi á Vesturbakkanum, þá er vert að nefna að þessir þeir voru gerðir eftir að palestínskir hryðjuverkamenn réðust á Gyðinga á vegunum. Þetta hafði ekkert að gera með kynþáttafordóma eða aðskilnaðarstefnu.Þjóðernishreinsunarrangfærslan Árið 1947, eftir að SÞ samþykktu bæði Gyðingaríki og Arabaríki, féllust Gyðingar á þessa tveggja ríkja lausn en Palestínumenn höfnuðu henni og með hjálp arabískra nágrannaríkja lýstu þeir yfir stríði með þeim yfirlýsta ásetningi að hreinsa svæðið af Gyðingum. Ef ráðagerð þeirra hefði tekist hefði svo sannarlega verið um þjóðernishreinsun að ræða, ef við virðum að vettugi söguskekkju sumra er þeir nota hugtak sem skilgreint var árið 1993 yfir atburði sem áttu sér stað fjörutíu og fimm árum áður. Til allrar hamingju mistókst arabískum uppreisnarmönnum ætlun sín og Gyðingar héldu velli. Í kjölfar þessa gerðust 700.000 - 750.000 Palestínumenn flóttamenn. Margir flúðu heimili sín að áeggjan stjórnar þeirra og voru hvattir til að snúa aftur þegar búið væri að útrýma Gyðingum. Sumum var vísað brott af hersveitum Gyðinga, þá sér í lagi þar sem harðar baráttur voru háðar. Aldrei var einhver „aðal-áætlun“ til staðar um að vísa með skipulögðum hætti öllum Aröbum brott. Í fjölda tilvika bauð stjórn Gyðinga Arabana um að búa friðsamlegir meðal þeirra og í mörgum þessara tilvika brugðust Arabar vel við og gerðust þeir einmitt þessir ísraelsku borgarar sem ég minntist á fyrr í þessari grein. Að nota hugtakið þjóðernishreinsun í þessu samhengi er bæði söguskekkja og rangfærsla.Nýlendurangfærslan Þessi lygi er oftast notuð til að lýsa Ísrael innan 1967 landamæranna, neita Gyðingum um sjálfræði og hundsa djúp tengsl þeirra við landið. Sumir ganga ekki alveg svo langt heldur takmarka sig við að kalla "aðeins" landtökusvæðin nýlendur. Enn og aftur hafa þessir aðilar rangt fyrir sér - Vesturbakkinn og Gaza-svæðið (þar sem að í dag eru engin landtökusvæði) voru aldrei hluti annars lands eða landa, þar sem sjálfstætt ríki Palestínu hefur aldrei verið til. Sakhæfingar um vatnastuld halda heldur engu vatni því að Palestínumenn fá mun meira magn af vatni en samþykkt var í Oslóar-samkomulaginu. Í þessum sama sáttmála samþykktu Ísraelsmenn og Palestínumenn einnig að finna út úr stöðu þessara svæða sín á milli með beinum viðræðum, sem Palestínumenn hafa þó forðast eins og heitan eldinn undanfarin ár.Iðnaður lyganna Nú nýlega heimsótti ísraelski rannsóknarblaðamaðurinn Ben-Dror Yemini Ísland. Hann gaf fyrir stuttu út bókina "The Industry of Lies" (Iðnaður lyganna) þar sem hann opinberar á greinargóðan hátt og með gildum rökum þá markvissu herferð gegn Gyðingum og rétti þeirra til eigins ríkis. (Fyrirlestur hans á Grand hótel má finna á youtube). Það er búið að þýða bókina yfir á norsku og verður hún brátt gefin út á ensku. Bókin er tilvalin fyrir þá sem vilja sjá rannsaka málin frá hlutlausu sjónarhorni. Rangfærslur og götótt gagnrýni eins og t.d. sú sem birtist nýlega á netheimum í kjölfar skrifa ísraelska sendiherrans Raphael Schutz á dögunum, er þó aðeins lítið tannhjól í þessum iðnaði. Ívar Halldórsson og Raphael Schutz, sendiherra Ísraels í Noregi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun