Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 87-96 | Fimmti sigur Keflvíkinga í röð Símon B. Hjaltalín skrifar 5. nóvember 2015 22:15 Reggie Dupree og félagar hafa ekki tapað leik. Vísir/Valli Keflvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu níu stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi, 96-87. Keflavíkurliðið er því áfram eitt á toppnum með fullt hús stiga en liðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki tímabilsins. Keflvíkingar skoruðu 56 stig í fyrri hálfleiknum og voru með átta stiga forskot í hálfleik, 56-48. Snæfellingar hertu vörnina í seinni hálfleiknum og unnu sig inn í leikinn ekki sist þökk sé frábærum leik Sherrod Nigel Wright. Keflvíkingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum og lönduðu sínum fimmta sigri í röð í Domino´s deild karla. Wright skoraði 39 stig en það var ekki nóg fyrir heimamenn. Earl Brown Jr. skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Keflavík og Guðmundur Jónsson skoraði 21 stig. Ósigrað topplið Keflavíkur mætti í Stykkishólm og mætti Snæfelli sem sat í tíunda sæti deildarinnar. Oft hafa leikir þessara liða verið skemmtilegir og á alla vegu og því ekki við öðru að búast þennan leikinn. Sigurður Þorvaldsson kom inn í lið Snæfells að nýju eftir að hafa hvílt í bikarleik þeirra á mánudag. Keflavík vann leikinn 97-86 sem gefur ekki heildarmyndina af spennunni sem ríkti í fjórða leikhluta en þeir halda fast í toppsætið á meðan Snæfell er áfram í 10. sæti og ef eitthvað er ættu að hafa náð upp meira sjálftrausti úr þessum leik því að af nægum ljósum punktum var að taka. Snæfellingar fengu það hlutskipti í leiknum að elta og elta, taka spretti og komast nær en Keflavík hafði í raun alltaf svör. Þolinmæðisvinna Snæfells borgaði sig sumpart, þrátt fyrir tap, því þeir jöfnuðu strax í upphafi fjórða hluta 73-73 og komust svo yfir 82-81 eftir þrist frá Sherrod Wright sem skoraði 39 stig í leiknum. Leikurinn var þarna í járnum fram að síðustu mínútu leiksins að Keflavík herti tökin og tryggði sér sigur. Mikil batamerki með hverjum leik og ef Snæfellsliðið ætlar að spila svona áfram þá tikka stigin í hús en þeir hafa eingöngu náð stigum á útivelli enn sem komið er. Sigurður Þorvaldsson fór útaf með fimm villur í lokin og endaði með 15 stig. Stefán Torfason var gera góða hluti með 7 stig 11 fráköst og 3 varin skot. Vert er þó að minnast á Viktor Alexandersson sem skoraði 10 stig og virðist ætla að næla sér í fleiri mínútur ef fram sem horfir. Keflvíkingar spiluðu af yfirvegun og létu ekki spretti Snæfells stuða sig áttu fínan dag varnarlega og unnu frákastabaráttuna í þessum leik einnig. 46 gegn 38. Guðmundur Jónsson, sem skoraði 21 stig í leiknum og hvert þeirra á mikilvægum augnablikum, fór þar fremstur í flokki ásamt Earl Brown sem var grimmur í fráköstunum en kappinn sá skoraði 29 stig og tók 19 fráköst. Keflavík er spila vel um þessar mundir og ekkert í þeirra leik sem ætti ekki bara að verða betri og svo spurt að leikslokum en liðið virðist ætla sér að blása á allar spár svona í upphafi. Körfur frá Magnúsi Gunnarsyni og Traustasyni voru mikilvægar þegar á reyndi en sá fyrrnefndi var með 12 stig og síðarnefndi 10 stig. Valur orri Valsson stjórnaði leiknum af festu, var með 6 stig 5 fráköst og 9 stoðsendingar.Sigurður: Mjög feginn að við höfum unnið leikinn Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, stýrði sínum mönnum til sigurs í fimmta leiknum í röð og hann var sáttur eftir sigur á Snæfelli í kvöld. „Þetta byrjar vel. Þetta var hörkuleikur. Snæfell spilaði vel í kvöld og við áttum í tómu basli með þá og þá sérstaklega erlenda leikmanninn þeirra. Ég er því bara mjög feginn að við höfum unnið leikinn, bæði hæstánægður og þakklátur," sagði Sigurður. „Við erum á toppnum núna en mótið nýbyrjað og við erum ekkert ennþá að horfa á það. Það er alltaf gaman að vinna hér [í Stykkishólmi] og mjög gott því að eru ekki alltof mörg lið sem fara með sigur hér í Hólminum," sagði Sigurður. „Þeir náðu okkur nú og komust yfir seint í fjórða fjórðung en þá breyttum við vörninni pínulítið og það gekk upp sem betur fer. Þetta hefði getað farið á annan veg. Ég var sáttur við góðan varnarleik síðustu mínútuna. Við eigum núna Grindavík eftir viku og setjum allt í botn fyrir þann leik og það er það eina sem við skoðum núna," sagði Sigurður að lokum.Ingi Þór: Ég held ég að hann sé marinn á partýkolunum Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells, var ekki mikið að pæla í tapi Snæfells í bikarleik á móti Haukum á mánudaginn en liðið sýndi þó talsverð batamerki í kvöld. „Þessi bikarleikur var núll og nix fyrir okkur og er ég búinn að kveikja í upptökunni. Við ætluðum hérna að halda áfram með það sem við gerðum í Grindavík og mér fannst við gera það á löngum köflum. Þetta Keflavíkurlið er feikigott og spilar gríðarlega vel, sagði Ingi Þór. „Þeir náðu að opna sig vel í fyrri hálfleik og voru með skotsýningu. Ég er stoltur af mínum mönnum. Við náðum að laga það, héldum Keflvíkingum í 40 stigum í seinni hálfleik og náðum að koma til baka í lokin," sagði Ingi Þór. „Við vorum að klára gríðarlega illa í kringum körfuna og það er dýrt. Ég hefði viljað fá villu í jöfnum leik þegar Sigurður fór inní í lokin og líka þegar Sherrod fór í þriggja stiga skot og varnarmaðurinn fór frá hné og upp í stellið á honum. Ég held ég að hann sé marinn á partýkolunum. Ég skil ekki af hverju menn sjá þetta ekki og maður verður svolítið gramur þess vegna en heilt yfir var dómgæslan jöfn. Það var bara sárt að tapa þessum þar sem við unnum fyrir því að vinna leikinn," sagði Ingi Þór. „Við fengum gott framlag frá mönnum. Viktor kom frábær inn af bekknum sem og Þorbergur og Kristófer komu flottir inná. Á móti var slæmt að missa Sigurð út af með fimm villur þegar var svo lítið eftir. Það er bara svo stutt á milli. Þetta var stöngin inn stöngin út leikur og ég er bara stoltur af liðinu og hvernig menn lögðu sig fram. Það er það eina sem ég bið um og ég fer alls ekki heim eins argur og ég ætti að vera," sagði Ingi Þór að lokum.Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá leik Snæfells og Keflavíkur:Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Keflvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir unnu níu stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi, 96-87. Keflavíkurliðið er því áfram eitt á toppnum með fullt hús stiga en liðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki tímabilsins. Keflvíkingar skoruðu 56 stig í fyrri hálfleiknum og voru með átta stiga forskot í hálfleik, 56-48. Snæfellingar hertu vörnina í seinni hálfleiknum og unnu sig inn í leikinn ekki sist þökk sé frábærum leik Sherrod Nigel Wright. Keflvíkingar voru hinsvegar sterkari á lokakaflanum og lönduðu sínum fimmta sigri í röð í Domino´s deild karla. Wright skoraði 39 stig en það var ekki nóg fyrir heimamenn. Earl Brown Jr. skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Keflavík og Guðmundur Jónsson skoraði 21 stig. Ósigrað topplið Keflavíkur mætti í Stykkishólm og mætti Snæfelli sem sat í tíunda sæti deildarinnar. Oft hafa leikir þessara liða verið skemmtilegir og á alla vegu og því ekki við öðru að búast þennan leikinn. Sigurður Þorvaldsson kom inn í lið Snæfells að nýju eftir að hafa hvílt í bikarleik þeirra á mánudag. Keflavík vann leikinn 97-86 sem gefur ekki heildarmyndina af spennunni sem ríkti í fjórða leikhluta en þeir halda fast í toppsætið á meðan Snæfell er áfram í 10. sæti og ef eitthvað er ættu að hafa náð upp meira sjálftrausti úr þessum leik því að af nægum ljósum punktum var að taka. Snæfellingar fengu það hlutskipti í leiknum að elta og elta, taka spretti og komast nær en Keflavík hafði í raun alltaf svör. Þolinmæðisvinna Snæfells borgaði sig sumpart, þrátt fyrir tap, því þeir jöfnuðu strax í upphafi fjórða hluta 73-73 og komust svo yfir 82-81 eftir þrist frá Sherrod Wright sem skoraði 39 stig í leiknum. Leikurinn var þarna í járnum fram að síðustu mínútu leiksins að Keflavík herti tökin og tryggði sér sigur. Mikil batamerki með hverjum leik og ef Snæfellsliðið ætlar að spila svona áfram þá tikka stigin í hús en þeir hafa eingöngu náð stigum á útivelli enn sem komið er. Sigurður Þorvaldsson fór útaf með fimm villur í lokin og endaði með 15 stig. Stefán Torfason var gera góða hluti með 7 stig 11 fráköst og 3 varin skot. Vert er þó að minnast á Viktor Alexandersson sem skoraði 10 stig og virðist ætla að næla sér í fleiri mínútur ef fram sem horfir. Keflvíkingar spiluðu af yfirvegun og létu ekki spretti Snæfells stuða sig áttu fínan dag varnarlega og unnu frákastabaráttuna í þessum leik einnig. 46 gegn 38. Guðmundur Jónsson, sem skoraði 21 stig í leiknum og hvert þeirra á mikilvægum augnablikum, fór þar fremstur í flokki ásamt Earl Brown sem var grimmur í fráköstunum en kappinn sá skoraði 29 stig og tók 19 fráköst. Keflavík er spila vel um þessar mundir og ekkert í þeirra leik sem ætti ekki bara að verða betri og svo spurt að leikslokum en liðið virðist ætla sér að blása á allar spár svona í upphafi. Körfur frá Magnúsi Gunnarsyni og Traustasyni voru mikilvægar þegar á reyndi en sá fyrrnefndi var með 12 stig og síðarnefndi 10 stig. Valur orri Valsson stjórnaði leiknum af festu, var með 6 stig 5 fráköst og 9 stoðsendingar.Sigurður: Mjög feginn að við höfum unnið leikinn Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, stýrði sínum mönnum til sigurs í fimmta leiknum í röð og hann var sáttur eftir sigur á Snæfelli í kvöld. „Þetta byrjar vel. Þetta var hörkuleikur. Snæfell spilaði vel í kvöld og við áttum í tómu basli með þá og þá sérstaklega erlenda leikmanninn þeirra. Ég er því bara mjög feginn að við höfum unnið leikinn, bæði hæstánægður og þakklátur," sagði Sigurður. „Við erum á toppnum núna en mótið nýbyrjað og við erum ekkert ennþá að horfa á það. Það er alltaf gaman að vinna hér [í Stykkishólmi] og mjög gott því að eru ekki alltof mörg lið sem fara með sigur hér í Hólminum," sagði Sigurður. „Þeir náðu okkur nú og komust yfir seint í fjórða fjórðung en þá breyttum við vörninni pínulítið og það gekk upp sem betur fer. Þetta hefði getað farið á annan veg. Ég var sáttur við góðan varnarleik síðustu mínútuna. Við eigum núna Grindavík eftir viku og setjum allt í botn fyrir þann leik og það er það eina sem við skoðum núna," sagði Sigurður að lokum.Ingi Þór: Ég held ég að hann sé marinn á partýkolunum Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells, var ekki mikið að pæla í tapi Snæfells í bikarleik á móti Haukum á mánudaginn en liðið sýndi þó talsverð batamerki í kvöld. „Þessi bikarleikur var núll og nix fyrir okkur og er ég búinn að kveikja í upptökunni. Við ætluðum hérna að halda áfram með það sem við gerðum í Grindavík og mér fannst við gera það á löngum köflum. Þetta Keflavíkurlið er feikigott og spilar gríðarlega vel, sagði Ingi Þór. „Þeir náðu að opna sig vel í fyrri hálfleik og voru með skotsýningu. Ég er stoltur af mínum mönnum. Við náðum að laga það, héldum Keflvíkingum í 40 stigum í seinni hálfleik og náðum að koma til baka í lokin," sagði Ingi Þór. „Við vorum að klára gríðarlega illa í kringum körfuna og það er dýrt. Ég hefði viljað fá villu í jöfnum leik þegar Sigurður fór inní í lokin og líka þegar Sherrod fór í þriggja stiga skot og varnarmaðurinn fór frá hné og upp í stellið á honum. Ég held ég að hann sé marinn á partýkolunum. Ég skil ekki af hverju menn sjá þetta ekki og maður verður svolítið gramur þess vegna en heilt yfir var dómgæslan jöfn. Það var bara sárt að tapa þessum þar sem við unnum fyrir því að vinna leikinn," sagði Ingi Þór. „Við fengum gott framlag frá mönnum. Viktor kom frábær inn af bekknum sem og Þorbergur og Kristófer komu flottir inná. Á móti var slæmt að missa Sigurð út af með fimm villur þegar var svo lítið eftir. Það er bara svo stutt á milli. Þetta var stöngin inn stöngin út leikur og ég er bara stoltur af liðinu og hvernig menn lögðu sig fram. Það er það eina sem ég bið um og ég fer alls ekki heim eins argur og ég ætti að vera," sagði Ingi Þór að lokum.Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá leik Snæfells og Keflavíkur:Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira