Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 66-63 | Haukur hetja Njarðvíkur Styrmir Gauti Fjeldsted í Ljónagryfjunni skrifar 2. nóvember 2015 21:00 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. vísir/anton Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Tindastól, 66-63, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Haukur Helgi Pálsson var að spila sinn fyrsta heimaleik með Njarðvíkurliðinu í kvöld og hann tryggði sínum mönnum sigur og sæti í næstu umferð með því að setja niður þriggja stiga körfu rétt áður en lokaflautan gall. Haukur Helgi var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 20 stig. Stólarnir voru að spila sinn fyrsta leik eftir að þeir ráku finnska þjálfarann og þeir misstu niður gott forskot í seinni hálfleiknum. Tindastóll komst átta stigum yfir í þriðja leikhlutanum en Njarðvíkingar komu sterkir til baka og náðu að tryggja sér sigur. Njarðvíkingar gerðu breytingu á byrjunarliði sínu í kvöld en hinn ungi Jón Arnór Sverrisson byrjaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeild í kvöld. Hann var hvergi banginn og opnaði leikinn með laglegum þrist. Njarðvík komst í 5-0 en eftir það tóku gestirnir öll völd og voru fljótir að komast yfir. Darrel Flake kom þeim í 5-11 þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar virkuðu ekki tilbúnir í upphafi leiks og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Tindastólsmenn gengu á lagið og þegar staðan var orðin 8-17 fékk Friðrik Ingi nóg af lélegum leik sinna manna og tók leikhlé. Lewis byrjaði leikinn af miklum krafti og var mjög skemmtilegt að sjá einvígi hans og Hauks Helga í kvöld. Lewis var tekinn af velli undir lok fyrsta leikhluta og við það komumst Njarðvíkingar inn í leikinn. Þeim tókst að jafna og stóðu leikar 19-19 að einum leikhluta loknum. Ekki var mikið skorað í öðrum leikhluta og einkenndist hann aðallega af mikilli baráttu og geiguðum skotum. Lewis hélt áfram að bera upp leik sinna manna og hjá heimamönnum var Haukur Helgi manna bestur. Annar leikhluti endaði 16-15 Njarðvíkingum í vil og leiddu þeir með einu stigi í hálfleik, 35-34. Njarðvík var með hvorki meira né minna en 14 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er afleit tölfræði. Bakverðir Tindastóls voru að gera mjög vel í að pressa þann sem bar upp boltann fyrir Njarðvík. Stigahæstir hjá Njarðvík í hálfleik voru Haukur Helgi með 11 stig og 5 fráköst, Simmons með 8 stig og 6 fráköst og Hjörtur kom sterkur af bekknum með 6 stig og 4 fráköst. Hjá gestunum voru stigahæstir Darrel Flake með 10 stig og 4 fráköst og Lewis með 8 stig, 5 stoðsendingar og 5 stolna. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og var Ingvi Rafn Ingvason að spila einkar vel en hann fékk lítið sem ekkert að spila hjá Pieti Poikola fyrrverandi þjálfara Tindastóls. Tindastóll voru að spila glæsilega vörn og gekk illa hjá heimamönnum að ná skoti á körfuna. Sauðkræklingar komust í 45-53 þegar Lewis skoraði tvö af fjórtán stigum sínum í kvöld. Logi Gunnarsson klikkaði úr lokaskoti leikhlutans og var staðan 47-53 Tindastól í vil fyrir loka leikhlutann. Lewis byrjaði lokaleikhlutann á bekknum og rétt eins og öðrum leikhluta riðlaðist leikur gestanna mikið við það og voru heimamenn ekki að lengi að jafna leikinn. Staðan 56-56 þegar sex mínútur lifðu leiks og allt í járnum. Í stöðunni 60-61 setur Logi Gunnarsson niður risa þriggja stiga skot og kemur heimamönnum yfir í fyrsta skipti í langan tíma. Liðin skiptust á að skora ekki næstu mínúturnar og þegar 22 sekúndur voru eftir af leiknum tekur Kári, nýskipaður þjálfari Tindastóls, leikhlé. Gestirnir útfærðu lokasóknina ekki vel og náðu ekki skoti á körfuna. Logi Gunnarsson keyrði upp völlinn og fann galopinn Hauk Helga sem setti niður þriggja stiga skot og kom Njarðvíkingum yfir 66-63 þegar 3 sekúndur voru eftir. Þetta reyndist vera lokakarfa leiksins og fögnuðu heimamenn innilega í leiks lok. Hjá heimamönnum var Haukur Helgi Pálsson manna bestur. Skoraði 20 stig og var með 10 fráköst auk þess að tryggja sigurinn undir lok leiks. Marquise Simmons skilaði 14 stigum og 12 fráköstum. Í liði gestanna var Darrel Lewis stigahæstur með 14 stig, 8 stoðsendingar og 5 stolna. Darrell Flake skoraði 13 stig og Ingvi Rafn kom öflugur af bekknum með 10 stig. Athygli vakti að Jerome Hill, Bandaríkjamaður Tindastóls byrjaði á bekknum í kvöld en hann skoraði einungis 5 stig í kvöld og leit ekki vel út. Sætur sigur heimamanna staðreynd og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-lið úrslit. Þessi lið mætast síðan aftur í Ljónagryfjunni næsta fimmtudag og má búast við öðrum hörkuleik þá.Teitur: Við reyndum að taka smá pressu af Loga Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga var að vonum sáttur í leikslok eftir að Njarðvíkingar höfðu slegið Stólanna út úr bikarnum. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að komast í næstu umferð. Út á það gengur bikarkeppnin. Það er bara ,,win or go home’’ eins og Kaninn segir. Varnarleikur okkar í kvöld var miklu betri en í síðasta leik. Við gerðum nokkrar taktískar breytingar á varnaleik okkar og mér fannst það skila sér í kvöld, hann var algjörlega til fyrirmyndar," sagði Teitur. Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik í kvöld, athygli vakti að Haukur bar oft á tíðum boltann upp í kvöld og var Teitur ánægður með sinn mann. „Hann er svo fjölhæfur leikmaður, hann getur þetta allt saman Við reyndum að taka smá pressu af Loga með því að láta Hauk bera hann upp," sagði Teitur. Njarðvík á leik strax næsta fimmtudag og er sá leikur einmitt gegn Tindstól. „Við viljum reyna gera mikið betur í okkar sóknarleik og við munum halda áfram með sama varnarleik. Þessi leikur var skref í rétta átt og nú reynum við bara að halda þessu áfram," sagði Teitur Örlygsson sáttur.Kári: Við breyttum bara öllu, frá A til Ö Kári Marísson nýskipaður þjálfari Tindastóls sagðist skiljanlega vera svekktur með að tapa þessum leik. „Já ég er frekar svekktur með að tapa þessum leik. Þetta var bikarleikur og við viljum alltaf vinna stóru leikina. En þetta var hörku skemmtilegur leikur og góðar varnir hjá báðum liðum. Það er greinilegt að bæði lið eru á svipuðum stað, þetta var svolítið stirt hjá báðum liðum," sagði Kári. Mikið hefur verið rætt um leikskipulag fyrrverandi þjálfara Tindastóls, honum Pieti Poikola. En Tindastóll hefur gjörbreytt öllu eftir brotthvarf hans. „Við breyttum bara öllu, frá A til Ö. Leikskipulagið, leikstílinn og kerfin. Við fórum bara í sama pakka og í fyrra og rúlluðum yfir það seinustu tvo daga og reyndum að fá það sem við gátum út úr því," sagði Kári. Gefið var út að Kári myndi taka við liðinu tímabundið en ekki hefur verið rætt hversu lengi hann verður við stjórn. „Það er algjörlega óvíst og ég pæli ekkert í því. Það bara kemur það sem kemur og við mætum bara aftur frískír hingað fimmtudaginn og reynum að gera betur," sagði Kári að lokum. Hér fyrir neðan er textalýsingin frá leik Njarðvíkur og Tindastóls í kvöld.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Tindastól, 66-63, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Haukur Helgi Pálsson var að spila sinn fyrsta heimaleik með Njarðvíkurliðinu í kvöld og hann tryggði sínum mönnum sigur og sæti í næstu umferð með því að setja niður þriggja stiga körfu rétt áður en lokaflautan gall. Haukur Helgi var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 20 stig. Stólarnir voru að spila sinn fyrsta leik eftir að þeir ráku finnska þjálfarann og þeir misstu niður gott forskot í seinni hálfleiknum. Tindastóll komst átta stigum yfir í þriðja leikhlutanum en Njarðvíkingar komu sterkir til baka og náðu að tryggja sér sigur. Njarðvíkingar gerðu breytingu á byrjunarliði sínu í kvöld en hinn ungi Jón Arnór Sverrisson byrjaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeild í kvöld. Hann var hvergi banginn og opnaði leikinn með laglegum þrist. Njarðvík komst í 5-0 en eftir það tóku gestirnir öll völd og voru fljótir að komast yfir. Darrel Flake kom þeim í 5-11 þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar virkuðu ekki tilbúnir í upphafi leiks og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Tindastólsmenn gengu á lagið og þegar staðan var orðin 8-17 fékk Friðrik Ingi nóg af lélegum leik sinna manna og tók leikhlé. Lewis byrjaði leikinn af miklum krafti og var mjög skemmtilegt að sjá einvígi hans og Hauks Helga í kvöld. Lewis var tekinn af velli undir lok fyrsta leikhluta og við það komumst Njarðvíkingar inn í leikinn. Þeim tókst að jafna og stóðu leikar 19-19 að einum leikhluta loknum. Ekki var mikið skorað í öðrum leikhluta og einkenndist hann aðallega af mikilli baráttu og geiguðum skotum. Lewis hélt áfram að bera upp leik sinna manna og hjá heimamönnum var Haukur Helgi manna bestur. Annar leikhluti endaði 16-15 Njarðvíkingum í vil og leiddu þeir með einu stigi í hálfleik, 35-34. Njarðvík var með hvorki meira né minna en 14 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er afleit tölfræði. Bakverðir Tindastóls voru að gera mjög vel í að pressa þann sem bar upp boltann fyrir Njarðvík. Stigahæstir hjá Njarðvík í hálfleik voru Haukur Helgi með 11 stig og 5 fráköst, Simmons með 8 stig og 6 fráköst og Hjörtur kom sterkur af bekknum með 6 stig og 4 fráköst. Hjá gestunum voru stigahæstir Darrel Flake með 10 stig og 4 fráköst og Lewis með 8 stig, 5 stoðsendingar og 5 stolna. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og var Ingvi Rafn Ingvason að spila einkar vel en hann fékk lítið sem ekkert að spila hjá Pieti Poikola fyrrverandi þjálfara Tindastóls. Tindastóll voru að spila glæsilega vörn og gekk illa hjá heimamönnum að ná skoti á körfuna. Sauðkræklingar komust í 45-53 þegar Lewis skoraði tvö af fjórtán stigum sínum í kvöld. Logi Gunnarsson klikkaði úr lokaskoti leikhlutans og var staðan 47-53 Tindastól í vil fyrir loka leikhlutann. Lewis byrjaði lokaleikhlutann á bekknum og rétt eins og öðrum leikhluta riðlaðist leikur gestanna mikið við það og voru heimamenn ekki að lengi að jafna leikinn. Staðan 56-56 þegar sex mínútur lifðu leiks og allt í járnum. Í stöðunni 60-61 setur Logi Gunnarsson niður risa þriggja stiga skot og kemur heimamönnum yfir í fyrsta skipti í langan tíma. Liðin skiptust á að skora ekki næstu mínúturnar og þegar 22 sekúndur voru eftir af leiknum tekur Kári, nýskipaður þjálfari Tindastóls, leikhlé. Gestirnir útfærðu lokasóknina ekki vel og náðu ekki skoti á körfuna. Logi Gunnarsson keyrði upp völlinn og fann galopinn Hauk Helga sem setti niður þriggja stiga skot og kom Njarðvíkingum yfir 66-63 þegar 3 sekúndur voru eftir. Þetta reyndist vera lokakarfa leiksins og fögnuðu heimamenn innilega í leiks lok. Hjá heimamönnum var Haukur Helgi Pálsson manna bestur. Skoraði 20 stig og var með 10 fráköst auk þess að tryggja sigurinn undir lok leiks. Marquise Simmons skilaði 14 stigum og 12 fráköstum. Í liði gestanna var Darrel Lewis stigahæstur með 14 stig, 8 stoðsendingar og 5 stolna. Darrell Flake skoraði 13 stig og Ingvi Rafn kom öflugur af bekknum með 10 stig. Athygli vakti að Jerome Hill, Bandaríkjamaður Tindastóls byrjaði á bekknum í kvöld en hann skoraði einungis 5 stig í kvöld og leit ekki vel út. Sætur sigur heimamanna staðreynd og verða þeir í pottinum þegar dregið verður í 16-lið úrslit. Þessi lið mætast síðan aftur í Ljónagryfjunni næsta fimmtudag og má búast við öðrum hörkuleik þá.Teitur: Við reyndum að taka smá pressu af Loga Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga var að vonum sáttur í leikslok eftir að Njarðvíkingar höfðu slegið Stólanna út úr bikarnum. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að komast í næstu umferð. Út á það gengur bikarkeppnin. Það er bara ,,win or go home’’ eins og Kaninn segir. Varnarleikur okkar í kvöld var miklu betri en í síðasta leik. Við gerðum nokkrar taktískar breytingar á varnaleik okkar og mér fannst það skila sér í kvöld, hann var algjörlega til fyrirmyndar," sagði Teitur. Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik í kvöld, athygli vakti að Haukur bar oft á tíðum boltann upp í kvöld og var Teitur ánægður með sinn mann. „Hann er svo fjölhæfur leikmaður, hann getur þetta allt saman Við reyndum að taka smá pressu af Loga með því að láta Hauk bera hann upp," sagði Teitur. Njarðvík á leik strax næsta fimmtudag og er sá leikur einmitt gegn Tindstól. „Við viljum reyna gera mikið betur í okkar sóknarleik og við munum halda áfram með sama varnarleik. Þessi leikur var skref í rétta átt og nú reynum við bara að halda þessu áfram," sagði Teitur Örlygsson sáttur.Kári: Við breyttum bara öllu, frá A til Ö Kári Marísson nýskipaður þjálfari Tindastóls sagðist skiljanlega vera svekktur með að tapa þessum leik. „Já ég er frekar svekktur með að tapa þessum leik. Þetta var bikarleikur og við viljum alltaf vinna stóru leikina. En þetta var hörku skemmtilegur leikur og góðar varnir hjá báðum liðum. Það er greinilegt að bæði lið eru á svipuðum stað, þetta var svolítið stirt hjá báðum liðum," sagði Kári. Mikið hefur verið rætt um leikskipulag fyrrverandi þjálfara Tindastóls, honum Pieti Poikola. En Tindastóll hefur gjörbreytt öllu eftir brotthvarf hans. „Við breyttum bara öllu, frá A til Ö. Leikskipulagið, leikstílinn og kerfin. Við fórum bara í sama pakka og í fyrra og rúlluðum yfir það seinustu tvo daga og reyndum að fá það sem við gátum út úr því," sagði Kári. Gefið var út að Kári myndi taka við liðinu tímabundið en ekki hefur verið rætt hversu lengi hann verður við stjórn. „Það er algjörlega óvíst og ég pæli ekkert í því. Það bara kemur það sem kemur og við mætum bara aftur frískír hingað fimmtudaginn og reynum að gera betur," sagði Kári að lokum. Hér fyrir neðan er textalýsingin frá leik Njarðvíkur og Tindastóls í kvöld.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira