Eyjólfur: Fengið að kíkja heim í mesta svartnættinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 11:00 Eyjólfur Héðinsson kemur heim um áramótin. vísir/getty Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Eyjólfur Héðinsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, gengur í raðir Stjörnunnar um áramótin, en átta ára atvinnumannaferli hans lýkur um áramótin. Hann sagði fyrst frá því í viðtali við Vísi í byrjun mánaðar að hann væri á heimleið eftir erfið síðustu ár í atvinnumennskunni. Eyjólfur, sem fór fyrst til GAIS í Svíþjóð frá Fylki 2006, hefur verið mikið meiddur undanfarin þrjú ár og spilaði sinn fyrsta leik á dögunum eftir að komast ekki inn á fótboltavöllinn í rúmt eitt og hálft ár.Sjá einnig:Gremjan kemur líklega bara fram seinna „Þetta hefur verið upp og niður,“ sagði Eyjólfur í viðtali í Akraborginni í gær, aðspurður hvernig það tæki á sálina að vera svona lengi frá. „Þeir hafa hjálpað mér mikið hjá Midtjylland og gert allt sem ég hef farið fram á. Þegar mesta svartnættið hefur verið hef ég fengið að fengið að fara heim í nokkra daga til að skipta um umhverfi. Þetta hefur tekið á og ég hef spurt mig hvers vegna ég er að þessu, en ég hef bara alltaf haldið áfram.“Eyjólfur ætlar ekki að enda sem varamaður hjá Midtjylland.vísir/gettyKom til greina að fara í Fylki Eyjólfur er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Stjörnunnar í vetur, en hvers vegna valdi hann Garðabæinn? „Stjarnan er búin að vera í sambandi við mig í þó nokkurn tíma og hefur fylgst vel með hvernig hefur gengið. Það voru önnur lið sem höfðu líka samband en Stjarnan sýndi mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur. „Mér líst vel á það sem þeir hafa fram að færa. Ég hef talað við menn þarna innan félagsins og það tala allir mjög vel um þetta. Ég get bara ekki beðið eftir að mæta á æfingu og kynnast liðinu og fólkinu í kringum félagið.“ En kom ekki til greina að fara aftur í Fylki? „Það kom vissulega til greina en ég ákvað að velja Stjörnuna þar sem hún sýndi smér mestan áhuga,“ sagði Eyjólfur.Sjá einnig:Lítur ekki á sig sem danskan meistara Miðjumaðurinn öflugi telur að forráðamenn Midtjylland verði ekki svekktir að missa hann frá félaginu þegar hann er loksins orðinn heill. „Það held ég nú ekki. Þetta er allt annað félag en þegar ég skrifaði undir. Það eru komnir nýir leikmenn, nýr eigandi og fullt af peningum inn í þetta. Ég á ekki séns lengur hérna eftir að hafa verið frá í svona langan tíma. Ég verð ekkert meira en einhver varamaður en nú vil ég bara fá að spila,“ sagði Eyjólfur Héðinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki