Bjarni: Liðið getur betur og því varð ég að líta í eigin barm og stíga til hliðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2015 14:30 Bjarni Magnússon er hættur hjá ÍR. vísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta sagði upp störfum í gær eftir dapra byrjun liðsins. ÍR er með fjögur stig eftir tvo sigra í sex leikjum. Makedóníumaðurinn Borce Ilievski, aðstoðarþjálfari Bjarna, var ráðinn í hans stað og verður hans fyrsta verkefni að stýra liðinu í Ljónagryfjunni gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta var algjörlega mín ákvörðun. Það var enginn þrýstingur frá neinum og engir krísufundir með stjórn eða formanni. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók eftir að hugsa þetta um helgina,“ sagði Bjarni í viðtali í Akraborginni í gær. ÍR hefur ekki bara verið að tapa leikjum heldur tapa sumum þeirra ansi stórt. Liðið er nýlega búið að fá væna skelli gegn Grindavík og nú síðast Haukum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.ÍR-ingar fengu vænan skell gegn Grindavík.vísir/stefánMjög erfið ákvörðun „Við höfum tapað nokkrum leikjum mjög illa þar sem mér fannst holningin á liðinu mjög slæm. Þá verð ég sem þjálfari aðeins að líta í eigin barm, sjá hvað er í gangi og í framhaldi af því var það ákvörðun mín að stíga til hliðar,“ sagði Bjarni. „Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn. Ég fann bara á mér að þetta væri réttur tímapunktur fyrir annan mann að stíga inn því eitthvað var ekki að klikka.“ „Þó liðið sé með góða leikmenn var eitthvað ekki að tikka og ég fann ekki neinn spotta til að kippa í sem gat lagað þetta,“ sagði Bjarni. Bjarni tók við starfinu í fyrra og hélt ÍR-ingum uppi eftir fallbaráttu á síðustu leiktíð. Hann segir liðið eiga að gera betri hluti en raun ber vitni. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þetta er góður hópur og í Breiðholtinu er vel haldið utan um liðið. Mér fannst við eiga gera betur en við vorum að gera því hópurinn er góður og þess vegna er ég að hætta,“ sagði Bjarni Magnússon. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta sagði upp störfum í gær eftir dapra byrjun liðsins. ÍR er með fjögur stig eftir tvo sigra í sex leikjum. Makedóníumaðurinn Borce Ilievski, aðstoðarþjálfari Bjarna, var ráðinn í hans stað og verður hans fyrsta verkefni að stýra liðinu í Ljónagryfjunni gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta var algjörlega mín ákvörðun. Það var enginn þrýstingur frá neinum og engir krísufundir með stjórn eða formanni. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók eftir að hugsa þetta um helgina,“ sagði Bjarni í viðtali í Akraborginni í gær. ÍR hefur ekki bara verið að tapa leikjum heldur tapa sumum þeirra ansi stórt. Liðið er nýlega búið að fá væna skelli gegn Grindavík og nú síðast Haukum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.ÍR-ingar fengu vænan skell gegn Grindavík.vísir/stefánMjög erfið ákvörðun „Við höfum tapað nokkrum leikjum mjög illa þar sem mér fannst holningin á liðinu mjög slæm. Þá verð ég sem þjálfari aðeins að líta í eigin barm, sjá hvað er í gangi og í framhaldi af því var það ákvörðun mín að stíga til hliðar,“ sagði Bjarni. „Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn. Ég fann bara á mér að þetta væri réttur tímapunktur fyrir annan mann að stíga inn því eitthvað var ekki að klikka.“ „Þó liðið sé með góða leikmenn var eitthvað ekki að tikka og ég fann ekki neinn spotta til að kippa í sem gat lagað þetta,“ sagði Bjarni. Bjarni tók við starfinu í fyrra og hélt ÍR-ingum uppi eftir fallbaráttu á síðustu leiktíð. Hann segir liðið eiga að gera betri hluti en raun ber vitni. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þetta er góður hópur og í Breiðholtinu er vel haldið utan um liðið. Mér fannst við eiga gera betur en við vorum að gera því hópurinn er góður og þess vegna er ég að hætta,“ sagði Bjarni Magnússon. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira