Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2015 10:57 Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. Nýsköpunarfyrirtækjum stendur til boða mun meira fjármagn hérlendis en var fyrir fáeinum misserum. Fjárfestingarumhverfið fyrir sprotafyrirtæki hefur sjaldan verið betra, að sögn Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak Innovit. Þrír nýir vaxtarsjóðir voru stofnaðir í byrjun árs, Eyrir Sprotar, Frumtak 2 og Brunnur. Heildarfjárfestingargeta þeirra nemur 11 milljörðum. Nú þegar hefur Eyrir fjárfest í átta fyrirtækjum, Frumtak í einu, og Brunnur er byrjaður að fjárfesta en ekki fæst uppgefið hversu mörg fyrirtæki það eru. Til stendur að fjölga fjárfestingum sjóðanna. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að framlög til Tækniþróunarsjóðs hækki um tæplega milljarð og nemi 2,4 milljörðum króna árið 2016. Auk þess eru fjárfestingar bankanna í nýsköpun veigamiklar og nema milljörðum á síðustu árum, bæði í gegnum sjóði og sem stuðningsaðilar í viðskiptahröðlum. Sjóðirnir vilja gjarnan fjárfesta töluverðum fjárhæðum í hverju sprotafyrirtæki og eignast umtalsverðan hlut í hverju félagi. Það getur hins vegar reynst sprotafyrirtækjum vandasamt að fá aðgang að lægri fjárhæðum gegn litlum eignarhlut. Því verður að leita til einkafjárfesta (viðskiptaengla) fyrir smærri fjármögnun. Sölvi Melax, meðstofnandi Viking Cars segist standa frammi fyrir því vandamáli að reyna að sækja sér minna fjármagn eftir þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavik í sumar. Hann telur að lausnin sé ef til vill að skapa meiri hvata fyrir fjárfesta til að setja fé sitt í áhættusamar fjárfestingar.Örn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Eyris Sprota segir það hafa komið ánægjulega á óvert hve mikið framboð hafi verið á góðum og áhugaverðum verkefnum.Mynd/Úr safniFjárfestingagetan orðin 3,5 milljarðar krónaEyrir Sprotar er að mestu í eigu Eyris Invest og Arion. Hann er einn af þremur nýjum sjóðum sem stofnaðir voru í byrjun þessa árs. Sjóðurinn fjárfestir í sprotafyrirtækjum á öllum stigum og í öllum geirum. Örn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Eyris Sprota, segir það hafa komið ánægjulega á óvart hve mikið framboð hafi verið á góðum og áhugaverðum verkefnum frá stofnun. Eyrir hefur fjárfest í átta verkefnum á árinu, meðal annars í InfoMentor, ReMake og Saga Medica. Til stendur að fjölga fjárfestingum og vera með tíu til tólf verkefni. Ákveðið var að stækka sjóðinn til að sinna fleiri verkefnum. „Eyrir Sprotar fór af stað með 2.500 milljónir í fjárfestingagetu og síðan hefur verið tekin ákvörðun um að hækka það upp í 3.500 milljónir. Það var fyrst og fremst ákveðið að stækka vegna þess hvað var að koma inn mikið af góðum og áhugaverðum verkefnum. Við vildum ekki láta það draga úr okkur að við værum að verða búin með fjárfestingagetuna þegar væru að koma inn góð verkefni. Við höfðum heimild til hækkunar til að sinna því. Auk þess er mikilvægt að hafa ráðrúm til að styðja áfram við verkefni sem við höfum nú þegar fjárfest í,“ segir Örn. Örn segir jákvætt að hafa fleiri sjóði á markaðnum. „Við höfum góða reynslu af því. Við höfum unnið með fleiri fjárfestum í þessum geira, meðal annars þessum sjóðum, og það hefur gengið ljómandi vel. Það er mikill styrkur að því bæði fyrir fjárfestana, að geta notið stuðnings hver af öðrum, og ekki síður fyrir félögin, sem geta farið á fleiri staði og fengið mismunandi skoðanir, áherslur og stuðning.“Salóme Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Klak Innovit.Vísir/GVAFjárfestingarumhverfið fyrir sprota með því besta sem ríkt hefurSalóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, segist skynja það að fjárfestingarumhverfið hér á landi sé mjög gott og segir það klárlega vera með því besta sem ríkt hefur hér á landi fyrir sprota. „Það stendur til að bæta í Tækniþróunarsjóð og þrír nýir sjóðir voru stofnaðir á þessu ári. Við erum að sjá fyrstu stóru fjárfestingar þessara sjóða verða að veruleika,“ segir Salóme. Salóme telur að öflug sprotafyrirtæki, til að mynda Meniga, Plain Vanilla og CCP, séu góðar fyrirmyndir og hafi þannig rutt veginn fyrir ný fyrirtæki. „Árangur þessara fyrirtækja hefur vakið athygli fjölmiðla, sem fjalla nú meira um sprotasenuna. Með því verður almenningur líka nær því sem er að gerast og viðhorfið fer að breytast. Háskólanemar eru nú farnir að hugsa meira um að stofna eigið fyrirtæki sem raunverulegan valkost fyrir starfsframa, þetta helst allt í hendur. Það er sama hvar borið er niður, það eru allir meðvitaðir um mikilvægi þess að leggja áherslu á nýsköpun. Að hún sé ein af undirstöðum þess fyrir samfélagið okkar að við vöxum og þróumst í rétta átt,“ segir Salóme. Í byrjun þessa mánaðar var verkefnið Startup Tourism kynnt. Um er að ræða nýjan viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu. Klak Innovit fer með umsjón verkefnisins. Hraðallinn er að sögn Salóme frábrugðinn hinum tveimur hröðlunum sem starfandi eru hér á landi þar sem ekki er verið að fjárfesta í fyrirtækjunum sjálfum. „Það var tekin ákvörðun um að fjárfesta ekki í fyrirtækjunum í þessu verkefni, og þar af leiðandi taka ekki eignarhlut í þeim, heldur einbeita okkur að því að miðla áfram því sem felst í prógramminu sjálfu,“ segir Salóme. Tíu fyrirtæki verða valin til að taka þátt í hraðlinum sér að kostnaðarlausu. „Virðið í þessum hraðli er að miklu leyti fólgið í mjög dýrmætu tengslaneti, öflugum bakhjörlum, einkafundum með mentorum og fræðslu og þjálfun. Fyrirtæki geta svo leitað sérstaklega í sjóði sem fjárfesta í fyrirtækjum í ferðaþjónustu að hraðlinum loknum. „Við teljum þau verða skrefi framar en aðrir bæði af því að þau hafa fengið þessa umfangsmiklu aðstoð og þjálfun og líka vakið athygli í gegnum þátttökuna,“ segir Salóme. Hún segir að þegar farið verði yfir umsóknirnar verði sérstaklega horft á nýnæmi, möguleikann á því að skapa verðmæti og jafnframt á teymið sjálft.Sölvi Melax, t.h. telur að þörf sé á meiri hvata fyrir fjárfesta að leggja fé sitt í nýsköpun.Vísir/Valgarður Vandasamt að ná sér í lægri fjárhæðirVandasamt getur verið að sækja sér minna fjármagn að sögn Sölva Melax, meðstofnanda Viking Cars. Fyrirtæki hans, sem er eins konar Airbnb fyrir bíla, tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavik. Í kjölfar þess hefur það verið að sækjast eftir tiltölulega lítilli upphæð fyrir lítinn hlut í félaginu, en það getur reynst erfitt því fáir sjóðir bjóða upp á það. „Fyrir mörg af þessum fyrirtækjum þá stendur og fellur verkefnið með fjármagni, það gerir það í raun ekki hjá okkur, þar sem er búið að fjármagna fyrstu skref félagsins og við erum í rekstri sem er byrjaður að skapa tekjur,“ segir Sölvi. Sölvi segir fjárfestingaþörf Viking Cars vera langt frá lífeyrissjóðunum og að fjárfestingasjóðir séu að leita að stærri upphæðum. „Þannig að þetta eru aðallega einstaklingar, eða englafjárfestar sem eru til í að leggja fram minni upphæðir.“ Hann segir peninginn ekki vera aðalatriðið, heldur sé það að fá inn fjárfesta með þekkingu til að taka fyrirtækið á næsta skref. Það sé að mörgu leyti verðmætara en fjármagn. Aðspurður segist Sölvi vilja sjá sjóð sem væri að fjárfesta lægri upphæðir, en einnig vanti hvata frá ríkinu til að fá fjárfesta inn í nýsköpunarfyrirtæki. „Í Bretlandi er miklu meiri hvati til að leggja pening í áhættumeiri fjárfestingar, ef fjárfesting gengur ekki eftir þá fær fjárfestirinn endurgreitt að sumu leyti. Ef hvatinn væri meiri væru fleiri aðilar til í að leggja til pening í þetta hér á landi,“ segir Sölvi.Søren Rosenkilde, meðstofnandi Norður Salts, segist hafa farið fljótlega að hugsa um útflutning.Vísir/GVAVelgengni fyrirtækisins stendur eða fellur með útflutningiNorður Salt sem framleiðir íslenskt flögusalt var stofnað árið 2012, í lok árs 2013 var farið að selja framleiðsluna í íslenskum matvöruverslunum að sögn Søren Rosenkilde, meðstofnanda fyrirtækisins. Søren, sem stofnaði fyrirtækið ásamt Garðari Stefánssyni, segir frumkvöðlaumhverfið á Íslandi gott, en fyrirtækið komi hins vegar til með að standa eða falla með útflutningi. „Okkur fannst þetta mjög góð hugmynd að þróa flögusalt. Hugmyndin varð mjög fljótt að veruleika og var fyrsta afhendingin í matvöruverslanir í lok árs 2013,“ segir Søren. Søren segir hugann hins vegar fljótt hafa leiðst að útflutningi. „Í ferlinu vorum við að gera okkur grein fyrir að Ísland er takmarkaður markaður. Hvort fyrirtækið heppnast eða ekki veltur á útflutningni að mínu mati. Ísland er frábær test-markaður, það er tiltölulega auðvelt að fá vöruna sína á markað hér og sjá hvernig ólíkt fólks bregst við. Það fólk sem hefur keypt vöruna á Íslandi hefur hjálpað okkur gríðarlega við að komast í útflutning.“ Søren telur velgengni ekki endilega velta á því fjármagni sem maður hefur, heldur hvort maður eigi flotta vöru sem er tekið vel á móti. „Við byggðum verksmiðju í meðalstærð af því að við vorum búnir að láta okkur dreyma svolítið stórt. Við erum núna loksins komin á stað þar sem við erum komin með reynslu. Það tók ár til að fá nokkra hluti til að virka og finna út hvernig maður býr til þetta flögusalt sem við erum að gera, en þetta gekk mjög fljótt fyrir sig hjá okkur,“ segir Søren. Søren segir það lykilatriði í útflutningi að geta sett sig í hugarfar neytendans og átta sig á hvað er mikilvægt hjá erlenda kúnnanum. Þá getur maður undirbúið sig betur til að ná meiri árangri. „Við erum til dæmis að selja okkar vöru í súpermarkaði á Íslandi, en í sælkerabúðum í Þýskalandi,“ segir Søren Þeir selja svolítið breitt eins og er og gengur mjög vel að sögn Sørens. Fjárfesting bankanna í nýsköpun nemur milljörðum.Vísir/VilhelmBankarnir stórtækir á nýsköpunarmarkaðiStóru bankarnir þrír styðja allir á sinn hátt við nýsköpun. Mesta fjárfestingin er í gegnum eignarhlut þeirra í sjóðum, en hún nemur milljörðum. Íslandsbanki styður við nýsköpun með sérstökum frumkvöðlasjóði, sem miðar við 10 milljónir í úthlutun. Meðal fyrirtækja sem fengið hafa styrk úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka er Kerecis, Ankra, og IceWind. Einnig er bankinn einn af bakhjörlum Startup Tourism þar sem stutt er við nýsköpun í ferðaþjónustu. Fjárfesting Arion banka í nýsköpun er tvíþætt. Annars vegar hefur bankinn fjárfest í fjárfestingarsjóðnum Eyrir Sprotar fyrir um milljarð króna. Hins vegar er það fjárfesting í viðskiptahröðlunum Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík. Arion banki ber allan rekstrarkostnað af Startup Reykjavík og hluta af kostnaðnum við Startup Energy Reykjavík. Kostnaður vegna reksturs og fjárfestinga í félögunum í hröðlunum nemur um 250 milljónum króna á þessu tímabili. Alls nemur fjárfesting á þessu tímabili frá 2012 því um 1.250 milljónum króna. Að auki er bankinn með um eitt og hálft stöðugildi til að sinna og styðja við frumkvöðla og nýsköpunarmál. Landsbankinn styður meðal annars við nýsköpun í gegnum dótturfélag sitt Landsbréf. Landsbréf átti frumkvæðið að stofnun fjárfestingarfélagsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. Í sjóðnum eru um tveir milljarðar króna og stefnt er að stækkun. Landsbréf og SA Framtak GP reka einnig Brunn vaxtarsjóð, sem er 4 milljarða króna fagfjárfestasjóður. Landsbankinn stendur árlega að nýsköpunarviðburðinum Iceland Innovation UnConference, styður við bakið á Svanna og er einn af bakhjörlum Gulleggsins. Á þessu ári hefur Landsbankinn verið einn samstarfsaðila Íslandsstofu í verkefninu Ú/H (Útflutningar/Hagvöxtur) sem styður við bakið á fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref í starfsemi sem skapar gjaldeyristekjur. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtækjum stendur til boða mun meira fjármagn hérlendis en var fyrir fáeinum misserum. Fjárfestingarumhverfið fyrir sprotafyrirtæki hefur sjaldan verið betra, að sögn Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak Innovit. Þrír nýir vaxtarsjóðir voru stofnaðir í byrjun árs, Eyrir Sprotar, Frumtak 2 og Brunnur. Heildarfjárfestingargeta þeirra nemur 11 milljörðum. Nú þegar hefur Eyrir fjárfest í átta fyrirtækjum, Frumtak í einu, og Brunnur er byrjaður að fjárfesta en ekki fæst uppgefið hversu mörg fyrirtæki það eru. Til stendur að fjölga fjárfestingum sjóðanna. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að framlög til Tækniþróunarsjóðs hækki um tæplega milljarð og nemi 2,4 milljörðum króna árið 2016. Auk þess eru fjárfestingar bankanna í nýsköpun veigamiklar og nema milljörðum á síðustu árum, bæði í gegnum sjóði og sem stuðningsaðilar í viðskiptahröðlum. Sjóðirnir vilja gjarnan fjárfesta töluverðum fjárhæðum í hverju sprotafyrirtæki og eignast umtalsverðan hlut í hverju félagi. Það getur hins vegar reynst sprotafyrirtækjum vandasamt að fá aðgang að lægri fjárhæðum gegn litlum eignarhlut. Því verður að leita til einkafjárfesta (viðskiptaengla) fyrir smærri fjármögnun. Sölvi Melax, meðstofnandi Viking Cars segist standa frammi fyrir því vandamáli að reyna að sækja sér minna fjármagn eftir þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavik í sumar. Hann telur að lausnin sé ef til vill að skapa meiri hvata fyrir fjárfesta til að setja fé sitt í áhættusamar fjárfestingar.Örn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Eyris Sprota segir það hafa komið ánægjulega á óvert hve mikið framboð hafi verið á góðum og áhugaverðum verkefnum.Mynd/Úr safniFjárfestingagetan orðin 3,5 milljarðar krónaEyrir Sprotar er að mestu í eigu Eyris Invest og Arion. Hann er einn af þremur nýjum sjóðum sem stofnaðir voru í byrjun þessa árs. Sjóðurinn fjárfestir í sprotafyrirtækjum á öllum stigum og í öllum geirum. Örn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Eyris Sprota, segir það hafa komið ánægjulega á óvart hve mikið framboð hafi verið á góðum og áhugaverðum verkefnum frá stofnun. Eyrir hefur fjárfest í átta verkefnum á árinu, meðal annars í InfoMentor, ReMake og Saga Medica. Til stendur að fjölga fjárfestingum og vera með tíu til tólf verkefni. Ákveðið var að stækka sjóðinn til að sinna fleiri verkefnum. „Eyrir Sprotar fór af stað með 2.500 milljónir í fjárfestingagetu og síðan hefur verið tekin ákvörðun um að hækka það upp í 3.500 milljónir. Það var fyrst og fremst ákveðið að stækka vegna þess hvað var að koma inn mikið af góðum og áhugaverðum verkefnum. Við vildum ekki láta það draga úr okkur að við værum að verða búin með fjárfestingagetuna þegar væru að koma inn góð verkefni. Við höfðum heimild til hækkunar til að sinna því. Auk þess er mikilvægt að hafa ráðrúm til að styðja áfram við verkefni sem við höfum nú þegar fjárfest í,“ segir Örn. Örn segir jákvætt að hafa fleiri sjóði á markaðnum. „Við höfum góða reynslu af því. Við höfum unnið með fleiri fjárfestum í þessum geira, meðal annars þessum sjóðum, og það hefur gengið ljómandi vel. Það er mikill styrkur að því bæði fyrir fjárfestana, að geta notið stuðnings hver af öðrum, og ekki síður fyrir félögin, sem geta farið á fleiri staði og fengið mismunandi skoðanir, áherslur og stuðning.“Salóme Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Klak Innovit.Vísir/GVAFjárfestingarumhverfið fyrir sprota með því besta sem ríkt hefurSalóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, segist skynja það að fjárfestingarumhverfið hér á landi sé mjög gott og segir það klárlega vera með því besta sem ríkt hefur hér á landi fyrir sprota. „Það stendur til að bæta í Tækniþróunarsjóð og þrír nýir sjóðir voru stofnaðir á þessu ári. Við erum að sjá fyrstu stóru fjárfestingar þessara sjóða verða að veruleika,“ segir Salóme. Salóme telur að öflug sprotafyrirtæki, til að mynda Meniga, Plain Vanilla og CCP, séu góðar fyrirmyndir og hafi þannig rutt veginn fyrir ný fyrirtæki. „Árangur þessara fyrirtækja hefur vakið athygli fjölmiðla, sem fjalla nú meira um sprotasenuna. Með því verður almenningur líka nær því sem er að gerast og viðhorfið fer að breytast. Háskólanemar eru nú farnir að hugsa meira um að stofna eigið fyrirtæki sem raunverulegan valkost fyrir starfsframa, þetta helst allt í hendur. Það er sama hvar borið er niður, það eru allir meðvitaðir um mikilvægi þess að leggja áherslu á nýsköpun. Að hún sé ein af undirstöðum þess fyrir samfélagið okkar að við vöxum og þróumst í rétta átt,“ segir Salóme. Í byrjun þessa mánaðar var verkefnið Startup Tourism kynnt. Um er að ræða nýjan viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu. Klak Innovit fer með umsjón verkefnisins. Hraðallinn er að sögn Salóme frábrugðinn hinum tveimur hröðlunum sem starfandi eru hér á landi þar sem ekki er verið að fjárfesta í fyrirtækjunum sjálfum. „Það var tekin ákvörðun um að fjárfesta ekki í fyrirtækjunum í þessu verkefni, og þar af leiðandi taka ekki eignarhlut í þeim, heldur einbeita okkur að því að miðla áfram því sem felst í prógramminu sjálfu,“ segir Salóme. Tíu fyrirtæki verða valin til að taka þátt í hraðlinum sér að kostnaðarlausu. „Virðið í þessum hraðli er að miklu leyti fólgið í mjög dýrmætu tengslaneti, öflugum bakhjörlum, einkafundum með mentorum og fræðslu og þjálfun. Fyrirtæki geta svo leitað sérstaklega í sjóði sem fjárfesta í fyrirtækjum í ferðaþjónustu að hraðlinum loknum. „Við teljum þau verða skrefi framar en aðrir bæði af því að þau hafa fengið þessa umfangsmiklu aðstoð og þjálfun og líka vakið athygli í gegnum þátttökuna,“ segir Salóme. Hún segir að þegar farið verði yfir umsóknirnar verði sérstaklega horft á nýnæmi, möguleikann á því að skapa verðmæti og jafnframt á teymið sjálft.Sölvi Melax, t.h. telur að þörf sé á meiri hvata fyrir fjárfesta að leggja fé sitt í nýsköpun.Vísir/Valgarður Vandasamt að ná sér í lægri fjárhæðirVandasamt getur verið að sækja sér minna fjármagn að sögn Sölva Melax, meðstofnanda Viking Cars. Fyrirtæki hans, sem er eins konar Airbnb fyrir bíla, tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavik. Í kjölfar þess hefur það verið að sækjast eftir tiltölulega lítilli upphæð fyrir lítinn hlut í félaginu, en það getur reynst erfitt því fáir sjóðir bjóða upp á það. „Fyrir mörg af þessum fyrirtækjum þá stendur og fellur verkefnið með fjármagni, það gerir það í raun ekki hjá okkur, þar sem er búið að fjármagna fyrstu skref félagsins og við erum í rekstri sem er byrjaður að skapa tekjur,“ segir Sölvi. Sölvi segir fjárfestingaþörf Viking Cars vera langt frá lífeyrissjóðunum og að fjárfestingasjóðir séu að leita að stærri upphæðum. „Þannig að þetta eru aðallega einstaklingar, eða englafjárfestar sem eru til í að leggja fram minni upphæðir.“ Hann segir peninginn ekki vera aðalatriðið, heldur sé það að fá inn fjárfesta með þekkingu til að taka fyrirtækið á næsta skref. Það sé að mörgu leyti verðmætara en fjármagn. Aðspurður segist Sölvi vilja sjá sjóð sem væri að fjárfesta lægri upphæðir, en einnig vanti hvata frá ríkinu til að fá fjárfesta inn í nýsköpunarfyrirtæki. „Í Bretlandi er miklu meiri hvati til að leggja pening í áhættumeiri fjárfestingar, ef fjárfesting gengur ekki eftir þá fær fjárfestirinn endurgreitt að sumu leyti. Ef hvatinn væri meiri væru fleiri aðilar til í að leggja til pening í þetta hér á landi,“ segir Sölvi.Søren Rosenkilde, meðstofnandi Norður Salts, segist hafa farið fljótlega að hugsa um útflutning.Vísir/GVAVelgengni fyrirtækisins stendur eða fellur með útflutningiNorður Salt sem framleiðir íslenskt flögusalt var stofnað árið 2012, í lok árs 2013 var farið að selja framleiðsluna í íslenskum matvöruverslunum að sögn Søren Rosenkilde, meðstofnanda fyrirtækisins. Søren, sem stofnaði fyrirtækið ásamt Garðari Stefánssyni, segir frumkvöðlaumhverfið á Íslandi gott, en fyrirtækið komi hins vegar til með að standa eða falla með útflutningi. „Okkur fannst þetta mjög góð hugmynd að þróa flögusalt. Hugmyndin varð mjög fljótt að veruleika og var fyrsta afhendingin í matvöruverslanir í lok árs 2013,“ segir Søren. Søren segir hugann hins vegar fljótt hafa leiðst að útflutningi. „Í ferlinu vorum við að gera okkur grein fyrir að Ísland er takmarkaður markaður. Hvort fyrirtækið heppnast eða ekki veltur á útflutningni að mínu mati. Ísland er frábær test-markaður, það er tiltölulega auðvelt að fá vöruna sína á markað hér og sjá hvernig ólíkt fólks bregst við. Það fólk sem hefur keypt vöruna á Íslandi hefur hjálpað okkur gríðarlega við að komast í útflutning.“ Søren telur velgengni ekki endilega velta á því fjármagni sem maður hefur, heldur hvort maður eigi flotta vöru sem er tekið vel á móti. „Við byggðum verksmiðju í meðalstærð af því að við vorum búnir að láta okkur dreyma svolítið stórt. Við erum núna loksins komin á stað þar sem við erum komin með reynslu. Það tók ár til að fá nokkra hluti til að virka og finna út hvernig maður býr til þetta flögusalt sem við erum að gera, en þetta gekk mjög fljótt fyrir sig hjá okkur,“ segir Søren. Søren segir það lykilatriði í útflutningi að geta sett sig í hugarfar neytendans og átta sig á hvað er mikilvægt hjá erlenda kúnnanum. Þá getur maður undirbúið sig betur til að ná meiri árangri. „Við erum til dæmis að selja okkar vöru í súpermarkaði á Íslandi, en í sælkerabúðum í Þýskalandi,“ segir Søren Þeir selja svolítið breitt eins og er og gengur mjög vel að sögn Sørens. Fjárfesting bankanna í nýsköpun nemur milljörðum.Vísir/VilhelmBankarnir stórtækir á nýsköpunarmarkaðiStóru bankarnir þrír styðja allir á sinn hátt við nýsköpun. Mesta fjárfestingin er í gegnum eignarhlut þeirra í sjóðum, en hún nemur milljörðum. Íslandsbanki styður við nýsköpun með sérstökum frumkvöðlasjóði, sem miðar við 10 milljónir í úthlutun. Meðal fyrirtækja sem fengið hafa styrk úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka er Kerecis, Ankra, og IceWind. Einnig er bankinn einn af bakhjörlum Startup Tourism þar sem stutt er við nýsköpun í ferðaþjónustu. Fjárfesting Arion banka í nýsköpun er tvíþætt. Annars vegar hefur bankinn fjárfest í fjárfestingarsjóðnum Eyrir Sprotar fyrir um milljarð króna. Hins vegar er það fjárfesting í viðskiptahröðlunum Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík. Arion banki ber allan rekstrarkostnað af Startup Reykjavík og hluta af kostnaðnum við Startup Energy Reykjavík. Kostnaður vegna reksturs og fjárfestinga í félögunum í hröðlunum nemur um 250 milljónum króna á þessu tímabili. Alls nemur fjárfesting á þessu tímabili frá 2012 því um 1.250 milljónum króna. Að auki er bankinn með um eitt og hálft stöðugildi til að sinna og styðja við frumkvöðla og nýsköpunarmál. Landsbankinn styður meðal annars við nýsköpun í gegnum dótturfélag sitt Landsbréf. Landsbréf átti frumkvæðið að stofnun fjárfestingarfélagsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. Í sjóðnum eru um tveir milljarðar króna og stefnt er að stækkun. Landsbréf og SA Framtak GP reka einnig Brunn vaxtarsjóð, sem er 4 milljarða króna fagfjárfestasjóður. Landsbankinn stendur árlega að nýsköpunarviðburðinum Iceland Innovation UnConference, styður við bakið á Svanna og er einn af bakhjörlum Gulleggsins. Á þessu ári hefur Landsbankinn verið einn samstarfsaðila Íslandsstofu í verkefninu Ú/H (Útflutningar/Hagvöxtur) sem styður við bakið á fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref í starfsemi sem skapar gjaldeyristekjur.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira