Notaðir eru drónar til að leita úr lofti meðfram ströndum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Hörður Björnsson Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira