Evrópa var vöruð við Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2015 21:43 Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun