Evrópa var vöruð við Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2015 21:43 Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Árásin í París kom mér ekki á óvart. Það kom mér hins vegar á óvart hversu fréttin kom mörgum á óvart. Það var búið að vara Evrópu við. Það kemur mér á óvart að stjórnvöld í Evrópu hafi ekki enn áttað sig á hver óvinur þeirra er í raun og veru og hvað drífur hann áfram. Islamic State var búið að lýsa yfir árásum á Bretland fyrir nokkru síðan samkvæmt Andrew Parker yfirmanni MI5. Þessar hótanir hafa nú í dag verið ítrekaðar. Síðastliðinn 15. september greinir Washington Post frá ákvörðun Francois Hollande Frakklandsforseta um að reyna að koma í veg fyrir yfirlýstar hryðjuverkárásir Islamic State, með því að gera loftárásir á búðir þeirra. En auðvitað reynir ISIS að skella skuldinni á Frakka - fá vinaþjóðir í Evrópu til að benda fingri á Frakklandsforseta og fordæma ákvörðun hans um að svara hryðjuverkum ISIS-manna með herafli. Í febrúar á þessu ári fékk forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi myndbandshótun frá Islamic State um árás á Ítalíu – „þjóðar krossins“, eins og þeir kölluðu þjóðina í skilaboðum sínum. Þeir voru ekki að grínast þá frekar en núna og því er nauðsynlegt fyrir Evrópu að kíkja undir húddið hjá óvini sínum. Með því að beita rökhugsun og sagnfræðilegum staðreyndum ættum við öll að geta áttað okkur á hvaða olía drífur þessa morðvél áfram. Það eru banvæn mistök að aðskilja Islamic State frá öðrum íslömskum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, Hezbollah, Boko Haram eða al-Shabaab. Það er sama öfga-olían sem drífur vígavélar þeirra áfram; að drepa eins marga „trúleysingja“ og mögulegt er og koma á íslamskri stjórn með valdi. Eina ástæðan fyrir því að Hamas hefur ekki tekist ætlunarverk sín er að Ísrael hefur tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð af hendi Hamas-manna. Nígeríu hefur hins vegar ekki tekist að stöðva framgöngu hryðjuverkahópsins Boko Haram sem hefur tekist að slátra hundruðum Nígeríubúa, bara núna á síðasta ári. Leiðtogar Hamas hafa reyndar einnig lýst opinberlega yfir áformum um að hertaka Rómarborg, höfuðborg kristinnar trúar, til hlýðnis við öfga- Íslam. Það var því alveg ótrúlegt að hlusta á íslenskt útvarp á sunnudagsmorgni þar sem ónefndur virtur pólitíkus leggur að jafna hryðjuverkaárásina í París og „fjöldamorð Ísraels í Palestínu“ og tekur þar með upp hanskann fyrir Hamas sem beitir sama Allahu-Akbar-ofbeldi í Ísrael eins og Islamic State gerði einmitt nú í París. Ein ástæðan fyrir seinum viðbrögðum Vesturheims við hryðjuverkum er sú að meirihlutinn virðist ekki átta sig á, eða þorir ekki að horfast í augu við, að þetta stríð er ekki háð með það að marki að ná yfirráðum á tilteknu landsvæði – heldur er þetta stríð háð af öfgatrúarhópum sem myrða miskunnarlaust í nafni guðs síns. Við verðum að átta okkur á því að þótt við hér í Vesturheimi séum stigin upp úr miðaldarhugsunarhætti þá eru þessir öfgatrúar-hryðjuverkahópar enn með hausinn í sandinum þegar kemur að manngæsku, mannréttindum og virðingu fyrir lífi. Það er ekki hægt að semja við svona „Global jihad“ öfgasamtök, þótt margir þrjóskist enn við í þeim efnum, þegar kemur að trúarsannfæringu þeirra. Nú getum við, ef við viljum styrkja stöðu okkar, dregið lærdóm af reynslu Ísraels sem hefur glímt við spilltan hugsunarhátt öfgaíslamskra afla í Mið-Austurlöndum í áraraðir. Við þurfum nefnilega að átta okkur betur á hverjir eru í raun með okkur í liði í baráttu okkar við öfgaöfl í heiminum í dag. Þá er gríðarlega mikilvægt að átta sig á að Islamic State, Hamas, Hezbollah o.fl. eru með aðgerðum sínum ekki aðeins að ráðast gegn kristnu fólki, því að með glæpum sínum ráðast þessi samtök gegn friðelskandi múslimum um allan heim – siðmenntuðu fólki sem fordæmir ofbeldi í hvaða mynd sem er. Öfgasamtökin vilja að við berjumst innbyrðis og leyfum enn einu sinni fordómum okkar að kasta olíu á þann öfgaeld sem þau hafa kveikt í bakgarði okkar. Við megum ekki leyfa hatri og blekkingu að slökkva þann friðareld sem logar í kærleiksríkum hjörtum okkar landsmanna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun