Hverja óttumst við? Geir Finnsson skrifar 14. nóvember 2015 21:24 Á augnabliki hættu tístin okkar og stöðuuppfærslur að snúast um prófin og djammið og fjölluðu þess í stað um reiði, sorg, samúð og ótta. Voðaverkin sem ISIS framdi í París á föstudagskvöldið fóru ekki framhjá neinum.„Það er enn hægt að stöðva þessa þróun á Íslandi !!!! Fyrsta skrefið er að tala opinskátt og láta ekki íslenska Political Correct fasismann hræða sig frá því að kalla hlutum réttum nöfnum !!!!“Skiljanlega hófust margir handa við hreingerningar á sínum samfélagsmiðlum og eyddu út nýbirtum og vafasömum djammtístum, enda almennt skynsamlegt að segja aðeins það sem er við hæfi á slíkum skelfingartímum. Þrátt fyrir það birtist okkur fjöldi færslna sem voru umtalsvert meira óviðeigandi en léttvæg djammtíst, sem fjölmiðlar þurftu beinlínis að ritskoða. Ég man og fann það sjálfur að hörmungum loknum, þegar ég lagðist loks á koddann minn, að ég óttaðist ekki fleiri hryðjuverk komandi daga, heldur röng viðbrögð þeirra sem ala á fordómum og einangrun. Þó stærstur hluti þjóðarinnar hafi fundið til með fórnarlömbum miskunnarlausra árása var, því miður, allt of stór hópur fólks sem vildi ekkert annað sjá en hörmulegar lausnir við röngum vanda.„hvenar á að fara útrýma þessum islam viðbjóði? já það er þannig að þettar rusl sem stóð af þessu helvítis ógeðis múslimar“Sökudólgarnir, að þeirra mati, voru fórnarlömbin. Þessi pistill er ætlaður þeim sem sjá stöðuna svona. Til þeirra sem hringja reglulega inn á Útvarp Sögu í leit að samþykki fyrir sínum vanhugsuðu skoðunum. Sem sjá ástæðu til að loka dyrunum á þá sem síst skyldi. Einmitt þá sem flýja hörmungar hryðjuverkamanna.„er þetta ekki málið fyri þig og þinn miðbæ?rotta?“Það er mér algjör skelfing að margir Íslendingar hugsi svona. Að það sé þeim svo óskiljanlegt að flóttafólk séu þau sem flýja það fólk sem framkvæmir þessar skelfilegu árásir. Það er ekkert samasem merki að finna, en þó er auðvelt fyrir marga í kringum okkur að búa það til úr engu. Viðvörunarbjöllunum hefur verið hringt og við sjáum ljósið smám saman dofna sem leiddi hina upplýstu Evrópu. Það eru ekki innflytjendur sem breiða yfir birtuna og leiða okkur á myrkar brautir, heldur þeir sem úthýsa þeim. Evrópa finnur sig á sömu braut og áður leiddi okkur til heimsstyrjalda.„Hvað sem þessi skrímsli gera munu því miður margir vitgrannir Íslendingar halda uppi vörnum fyrir þau og kalla okkur sem höfum eitthvað við þetta að athuga “rasista”“Flóðbylgja fordóma og einangrunasinna skellur á okkur öllum. Því er rík ástæða til að opna augun og binda enda á þetta ástand áður en það færir okkur aftur á þann upphafspunkt sem tók okkur nærri öld að vinna okkur frá. Við eigum ekki að þurfa að eyða kröftum okkar í að hneykslast út í hvort annað. Því það er einmitt sú gildra sem hryðjuverkamenn leggja fyrir okkur. Þeir vilja sjá okkur sundruð frekar en sameinuð í því að taka á móti flóttamönnum, sem eru jafn andsnúnir hryðjuverkamönnunum og við.„Já hvað stendur aftur til að taka á móti mörgum frá Sýrlandi? 55 eða 555? Verður frábært hér eftir svona 5 ár. Komin moska og nóg af liði til að hlusta á boðskapinn þaðan. Boðskap um dauða yfir samkynhneigðum, konum, kristnum ofl ofl.“Samfélagið okkar er á slæmum stað þegar við förum að sofa og óttumst ekki fyrst og fremst árásir á fleiri fórnarlömb, heldur einnig viðbrögð samborgara okkar, sem ala aðeins á því hatri sem knýr hryðjuverkaógnina áfram. Satt að segja veit líklega enginn um eina rétta lausn við þessum vanda okkar. Ég leyfi mér þó að fullyrða að það eina sem fær fáfræði, fordóma og tilheyrandi voðaverk stöðvuð sé upplýstari, opnari og frjálsari heimur. Hann byrjar hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á augnabliki hættu tístin okkar og stöðuuppfærslur að snúast um prófin og djammið og fjölluðu þess í stað um reiði, sorg, samúð og ótta. Voðaverkin sem ISIS framdi í París á föstudagskvöldið fóru ekki framhjá neinum.„Það er enn hægt að stöðva þessa þróun á Íslandi !!!! Fyrsta skrefið er að tala opinskátt og láta ekki íslenska Political Correct fasismann hræða sig frá því að kalla hlutum réttum nöfnum !!!!“Skiljanlega hófust margir handa við hreingerningar á sínum samfélagsmiðlum og eyddu út nýbirtum og vafasömum djammtístum, enda almennt skynsamlegt að segja aðeins það sem er við hæfi á slíkum skelfingartímum. Þrátt fyrir það birtist okkur fjöldi færslna sem voru umtalsvert meira óviðeigandi en léttvæg djammtíst, sem fjölmiðlar þurftu beinlínis að ritskoða. Ég man og fann það sjálfur að hörmungum loknum, þegar ég lagðist loks á koddann minn, að ég óttaðist ekki fleiri hryðjuverk komandi daga, heldur röng viðbrögð þeirra sem ala á fordómum og einangrun. Þó stærstur hluti þjóðarinnar hafi fundið til með fórnarlömbum miskunnarlausra árása var, því miður, allt of stór hópur fólks sem vildi ekkert annað sjá en hörmulegar lausnir við röngum vanda.„hvenar á að fara útrýma þessum islam viðbjóði? já það er þannig að þettar rusl sem stóð af þessu helvítis ógeðis múslimar“Sökudólgarnir, að þeirra mati, voru fórnarlömbin. Þessi pistill er ætlaður þeim sem sjá stöðuna svona. Til þeirra sem hringja reglulega inn á Útvarp Sögu í leit að samþykki fyrir sínum vanhugsuðu skoðunum. Sem sjá ástæðu til að loka dyrunum á þá sem síst skyldi. Einmitt þá sem flýja hörmungar hryðjuverkamanna.„er þetta ekki málið fyri þig og þinn miðbæ?rotta?“Það er mér algjör skelfing að margir Íslendingar hugsi svona. Að það sé þeim svo óskiljanlegt að flóttafólk séu þau sem flýja það fólk sem framkvæmir þessar skelfilegu árásir. Það er ekkert samasem merki að finna, en þó er auðvelt fyrir marga í kringum okkur að búa það til úr engu. Viðvörunarbjöllunum hefur verið hringt og við sjáum ljósið smám saman dofna sem leiddi hina upplýstu Evrópu. Það eru ekki innflytjendur sem breiða yfir birtuna og leiða okkur á myrkar brautir, heldur þeir sem úthýsa þeim. Evrópa finnur sig á sömu braut og áður leiddi okkur til heimsstyrjalda.„Hvað sem þessi skrímsli gera munu því miður margir vitgrannir Íslendingar halda uppi vörnum fyrir þau og kalla okkur sem höfum eitthvað við þetta að athuga “rasista”“Flóðbylgja fordóma og einangrunasinna skellur á okkur öllum. Því er rík ástæða til að opna augun og binda enda á þetta ástand áður en það færir okkur aftur á þann upphafspunkt sem tók okkur nærri öld að vinna okkur frá. Við eigum ekki að þurfa að eyða kröftum okkar í að hneykslast út í hvort annað. Því það er einmitt sú gildra sem hryðjuverkamenn leggja fyrir okkur. Þeir vilja sjá okkur sundruð frekar en sameinuð í því að taka á móti flóttamönnum, sem eru jafn andsnúnir hryðjuverkamönnunum og við.„Já hvað stendur aftur til að taka á móti mörgum frá Sýrlandi? 55 eða 555? Verður frábært hér eftir svona 5 ár. Komin moska og nóg af liði til að hlusta á boðskapinn þaðan. Boðskap um dauða yfir samkynhneigðum, konum, kristnum ofl ofl.“Samfélagið okkar er á slæmum stað þegar við förum að sofa og óttumst ekki fyrst og fremst árásir á fleiri fórnarlömb, heldur einnig viðbrögð samborgara okkar, sem ala aðeins á því hatri sem knýr hryðjuverkaógnina áfram. Satt að segja veit líklega enginn um eina rétta lausn við þessum vanda okkar. Ég leyfi mér þó að fullyrða að það eina sem fær fáfræði, fordóma og tilheyrandi voðaverk stöðvuð sé upplýstari, opnari og frjálsari heimur. Hann byrjar hér.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun