Hvernig tökum við mikilvægar ákvarðanir? Hörður Arnarson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun