Hvað getur Ísland gert í París? Árni Páll Árnason skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun