Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þ. 76-86 | Fjórði sigur Þórsara í röð Tómas Þór Þórðarson í Ásgarði skrifar 12. nóvember 2015 21:30 Þór úr Þorlákshöfn er á miklum skriði í Dominos-deild karla í körfubolta, en lærisveinar Einars Árna Jóhannssonar unnu fjórða sigurinn í röð í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna eftir frábæran fjórða leikhluta, 86-76.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var afbragðs skemmtun; tvö virkilega góð lið að spila flottan körfubolta og hörku vörn. Staðan eftir þrjá leikhluta var jöfn, 57-57, en það var í þeim fjórða sem gestirnir stungu af og tryggðu sér sigurinn. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og voru þrjú skot varin í þremur sóknum. Þegar menn voru búnir að hlaupa af sér hornin sáust allskonar glæsileg tilþrif frá báðum liðum. Þorsteinn Ragnarsson sýndi snúningshreyfinguna sína, Vance Hall var að setja niður flotskot og Marvin Valdimarsson brenndi ekki af einu af sínum sex skotum í fyrri hálfleik. Marvin var einnig öflugur í vörninni og varði fjögur skot auk þess sem hann tók níu fráköst. Hann skoraði í heildina 15 stig, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Stjörnunnar fóru yfir tíu stig.Stjarnan-Þór Þ. 76-86 (17-22, 23-20, 17-15, 19-29)Stjarnan: Tómas Heiðar Tómasson 18, Al'lonzo Coleman 17/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/9 fráköst/4 varin skot, Justin Shouse 13/4 fráköst/8 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 5/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 4, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/7 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 27/5 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 16/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Ragnar Örn Bragason 5, Halldór Garðar Hermannsson 5/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 4/5 fráköst/4 varin skot. Risinn Ragnar Nathanaelsson hefur byrjað tímabilið frábærlega, en hann var eiginlega eini maðurinn í Þórsliðinu sem var ekki að skila sínu. Allavega ekki ef bara er rýnt í tölfræðina. Stóri maðurinn tók ekki nema fimm fráköst í dag, en fyrir leikinn var hann að taka 16 fráköst að meðaltali í leik. Hann hitti loks fyrir mann í Al'lonzo Coleman sem virðist ætla að vera kryptónítið hans. Ragnar sat á bekknum stærsta hluta lokafjórðungsins þar sem Einar Árni var með ansi lágvaxið lið inn á. Það skilaði heldur betur sínu því liðið skoraði tíu stig í röð þökk sé góðum varnarleik og flottum skotum og komst í lykilstöðu, 67-57. Davíð Arnar Ágústsson, sem fengið hefur viðurnefnið Davíð Konungur, skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu í kvöld en var þeim mun betri í vörninni. Honum tókst í raun betur upp með að stöðva stóra manninn Coleman og munaði um minna í fjórða leikhluta. Stjarnan brotnaði algjörlega í fjórða leikhlutanum. Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, fékk á sig tæknivillu fyrir tuð í dómurunum og um leið og Þórsarar skoruðu úr vítaskotinu fékk Shouse á sig tæknivillu. Þar með var þetta í raun búið. Stjarnan klóraði aðeins í bakkann í lokin en fjórði sigur Þórsarar í röð staðreynd á meðan Stjarnan var að tapa þriðja leiknum sínum og þeim fyrsta á heimavelli. Það er virkilega mikil stemning í Þórsliðinu og ef það kemst í sama ham og það gerði í fjórða leikhluta í kvöld verður erfitt að stöðva það. Með stuðningsmannasveitina Græna Drekan í sama stuði og hún var í kvöld og svona varnarleik getur Þór farið ansi langt í vetur. Það er í raun hálf ótrúlegt að Stjarnan hafi ekki unnið þennan leik og tapað honum jafn sannfærandi og raun ber vitni því liðið vann frákastabaráttuna, 55-36. Stjarnan tók 22 sóknarfráköst og fékk nóg af tækifærum í sóknarleiknum en allt kom fyrir ekki. Þetta er eitthvað sem Hrafn þarf að skoða fyrir næsta leik.Einar Árni: Emil og Kóngurinn að spila eins og kóngar "Þetta er mjög góð spurning," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, við Vísi léttur í bragði aðspurður um hvernig liðið hans fór að því að vinna þennan körfuboltaleik þrátt fyrir að tapa frákastabaráttunni jafn illa og raun bar vitni. "Við vorum að spila hörku fína vörn en vorum að halda þeim á lífi með fráköstunum og sérstaklega sóknarfráköstunum. Þetta lítur illa út eftir leik en mér fannst krafturinn í vörninni samt mikill. Það var tudda varnarleikurinn í gangi og það skilaði sigrinum." Þórsarar afgreiddu leikinn í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu fyrstu tíu stigin og læstu vörninni með Ragnar Nathanaelsson á bekknum. Davíð Arnar Ágústsson var settur á Coleman og gerði vel. "Við drippluðum boltanum of mikið í þriðja leikhluta. Það er ekki okkar stíll og gerir ekkert fyrir okkur. Við fórum að hreyfa boltann betur í fjórða leikhluta og þá fengum við góð skot. Ef við höldum okkur við þetta eru okkur helvíti margir vegir færir," sagði Einar og lofaði varnarleikinn. "Davíð gerði mjög vel en ég var alls ekki óánægður með Ragga. Þetta er bara lúxus vandamál. Ég kom Ragga bara ekki inn á aftur. Emil og Kóngurinn voru bara að spila eins og kóngar. Þegar þannig hlutir eru í gangi er óþarfi að vera að breyta." "Raggi er bara liðsmaður og ég er ánægður með hann. Hann skilaði kannski fátæklegri tölum en oft áður en gaf okkur samt helling á þeim 26 mínútum sem hann spilaði." "Davíð og Emil voru bara frábærir í dag. Ég er bara ánægður með það að vera í vandræðum með að koma byrjunarliðsmönnum aftur inn á völlinn," sagði Einar Árni Jóhannsson.Hrafn: Megum ekki brotna svona "Mér fannst þetta skemmtilegur á að horfa fyrstu þrjá leikhluta. Bæði lið voru vel undirbúin og að spila flottan varnarleik," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leik. Stjarnan var með jafna stöðu eftir þrjá leikhluta en í þeim fjórða stakk Þórsliðið af þökk sé góðum varnarleik. "Við erum að frákasta betur og gera fullt af hlutum ágætlega. En svo látum við þá "blasta" okkur og við brotnum mjög illilega í vörninni á hálfum velli í byrjun fjórða leikhluta. Þá fáum við á okkur þrjá þrista í röð og missum algjörlega fótana. Á móti svona góðu liði er ekki hægt að bjóða upp á svona," sagði Hrafn. Þjálfarinn fékk á sig tæknivillu á slæmum tíma í fjórða leikhluta og um leið og Þór var búið að skora úr vítinu sem það fékk fyrir tuðið í Hrafni nældi Justin Shouse sér einnig í tæknivillu. "Við töpuðum þessu saman. Nú þarf maður að líta á undirbúninginn og annað því mér fannst bæði lið mjög vel undirbúin varnarlega. Það sem við lögðum upp með gekk ekki alveg upp meðal annars vegna þess að Þór kom með eitthvað óvænt varnarleega sem gekk upp," sagði Hrafn. Hann talaði um að sínir leikmenn þyrftu allavega að prófa sína eggjaköku þegar honum fannst þeir ekki fylgja leikáætlun sinni í tapleik gegn ÍR. Stjarnan svaraði með flottum sigri á Grindavík en Hrafn virðist ekki hafa gert nóg af þessari eggjaköku. "Þessi eggjakaka má ekki verða einhver mantra. Þetta var eitthvað sem mér fannst skína í gegn þá en ekki núna," sagði hann. "Mér fannst við vera að spila góðan leik á móti góðu liði. Þór er bara með hörku körfuboltalið. Við megum bara ekki leyfa okkur að brotna svona svakalega í fjórða leikhluta. Það var nóg. Þeir gengu á lagið," sagði Hrafn Kristjánsson.Þorsteinn: Mér líst vel á spindoktorinn Þorsteinn Ragnarsson átti flottan leik fyrir Þór í kvöld. Hann skoraði 16 stig og tók sex fráköst og spilaði flotta vörn. Hann var eðlilega kátur með sigurinn í kvöld en hvernig útskýrir hann það sem gerðist í fjórða leikhlutanum? "Við vorum að spila góða vörn allan tímann en í fjórða leikhluta fórum við að spila boltanum. Við vorum að drippla allt of mikið sem við erum ekki vanir. Síðan fórum við að gefa auksendinguna og þá kom þetta bara," sagði Þorsteinn við Vísi eftir leik. Risinn Ragnar Nathanaelsson þurfti að sitja á bekknum næstum allan fjórða leikhluta því Davíð Arnar Ágústsson var að spila það góða vörn á Al'lonzo Coleman. Varnarleikurinn kveikti í Þórsliðinu sem stakk af í fjórða leikhlutanum þegar gestirnir fóru að setja niður þriggja stiga körfur. "Það er þægilegt fyrir Einar Árna þegar þetta er svona. Einar er bara í smá vanda þegar kemur að þessu. Þetta er fínt því ég er slæmur í hnénu og þá get ég hvílt mig í staðinn fyrir að spila 37 mínútur. Það er bara gott," sagði Þorsteinn kátur. Þór er búinn að vinna fjóra leiki í röð. Það sást í kvöld hversu mikil stemning er í liðinu og bæjarfélaginu því gestirnir fengu flottan stuðning í kvöld frá háværum kjarna Græna Drekans. "Það er bara góður andi í liðinu. Þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað lengi og allt í einu var bara gaman að spila vörn sem er svolítið skrítið. Við erum í fanta gír og ætlum að halda þessu áfram," sagði Þorsteinn. Þorsteinn hefur heillað marga með snúningshreyfingum sínum í teignum, en þær hafa hlotið mikla athygli í Dominos-Körfuboltakvöldi. Þar er hefð að finna góð viðurnefni á menn og var Þorsteinn spurður hvernig honum litist á viðurnefnið "Spindoktorinn". "Það er flott. Ég fíla þegar það er farið yfir "spin move-ið" mitt. Ég er búinn að æfa þetta lengi og loksins kemur þetta í fjölmiðlum. Mér líst vel á spindoktorinn," sagði Þorsteinn Ragnarsson hress og kátur.Tweets by @Visirkarfa3 Einar Árni Jóhannsson.Vísir/ErnirRagnar Örn Bragason gegn Justin Shouse í kvöld.Vísir/ErnirHrafn Kristjánsson.Vísir/ErnirÞorsteinn Már Ragnarsson.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Þór úr Þorlákshöfn er á miklum skriði í Dominos-deild karla í körfubolta, en lærisveinar Einars Árna Jóhannssonar unnu fjórða sigurinn í röð í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna eftir frábæran fjórða leikhluta, 86-76.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var afbragðs skemmtun; tvö virkilega góð lið að spila flottan körfubolta og hörku vörn. Staðan eftir þrjá leikhluta var jöfn, 57-57, en það var í þeim fjórða sem gestirnir stungu af og tryggðu sér sigurinn. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og voru þrjú skot varin í þremur sóknum. Þegar menn voru búnir að hlaupa af sér hornin sáust allskonar glæsileg tilþrif frá báðum liðum. Þorsteinn Ragnarsson sýndi snúningshreyfinguna sína, Vance Hall var að setja niður flotskot og Marvin Valdimarsson brenndi ekki af einu af sínum sex skotum í fyrri hálfleik. Marvin var einnig öflugur í vörninni og varði fjögur skot auk þess sem hann tók níu fráköst. Hann skoraði í heildina 15 stig, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Stjörnunnar fóru yfir tíu stig.Stjarnan-Þór Þ. 76-86 (17-22, 23-20, 17-15, 19-29)Stjarnan: Tómas Heiðar Tómasson 18, Al'lonzo Coleman 17/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/9 fráköst/4 varin skot, Justin Shouse 13/4 fráköst/8 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 5/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 4, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/7 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 27/5 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 16/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Ragnar Örn Bragason 5, Halldór Garðar Hermannsson 5/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 4/5 fráköst/4 varin skot. Risinn Ragnar Nathanaelsson hefur byrjað tímabilið frábærlega, en hann var eiginlega eini maðurinn í Þórsliðinu sem var ekki að skila sínu. Allavega ekki ef bara er rýnt í tölfræðina. Stóri maðurinn tók ekki nema fimm fráköst í dag, en fyrir leikinn var hann að taka 16 fráköst að meðaltali í leik. Hann hitti loks fyrir mann í Al'lonzo Coleman sem virðist ætla að vera kryptónítið hans. Ragnar sat á bekknum stærsta hluta lokafjórðungsins þar sem Einar Árni var með ansi lágvaxið lið inn á. Það skilaði heldur betur sínu því liðið skoraði tíu stig í röð þökk sé góðum varnarleik og flottum skotum og komst í lykilstöðu, 67-57. Davíð Arnar Ágústsson, sem fengið hefur viðurnefnið Davíð Konungur, skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu í kvöld en var þeim mun betri í vörninni. Honum tókst í raun betur upp með að stöðva stóra manninn Coleman og munaði um minna í fjórða leikhluta. Stjarnan brotnaði algjörlega í fjórða leikhlutanum. Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, fékk á sig tæknivillu fyrir tuð í dómurunum og um leið og Þórsarar skoruðu úr vítaskotinu fékk Shouse á sig tæknivillu. Þar með var þetta í raun búið. Stjarnan klóraði aðeins í bakkann í lokin en fjórði sigur Þórsarar í röð staðreynd á meðan Stjarnan var að tapa þriðja leiknum sínum og þeim fyrsta á heimavelli. Það er virkilega mikil stemning í Þórsliðinu og ef það kemst í sama ham og það gerði í fjórða leikhluta í kvöld verður erfitt að stöðva það. Með stuðningsmannasveitina Græna Drekan í sama stuði og hún var í kvöld og svona varnarleik getur Þór farið ansi langt í vetur. Það er í raun hálf ótrúlegt að Stjarnan hafi ekki unnið þennan leik og tapað honum jafn sannfærandi og raun ber vitni því liðið vann frákastabaráttuna, 55-36. Stjarnan tók 22 sóknarfráköst og fékk nóg af tækifærum í sóknarleiknum en allt kom fyrir ekki. Þetta er eitthvað sem Hrafn þarf að skoða fyrir næsta leik.Einar Árni: Emil og Kóngurinn að spila eins og kóngar "Þetta er mjög góð spurning," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, við Vísi léttur í bragði aðspurður um hvernig liðið hans fór að því að vinna þennan körfuboltaleik þrátt fyrir að tapa frákastabaráttunni jafn illa og raun bar vitni. "Við vorum að spila hörku fína vörn en vorum að halda þeim á lífi með fráköstunum og sérstaklega sóknarfráköstunum. Þetta lítur illa út eftir leik en mér fannst krafturinn í vörninni samt mikill. Það var tudda varnarleikurinn í gangi og það skilaði sigrinum." Þórsarar afgreiddu leikinn í fjórða leikhluta þar sem þeir skoruðu fyrstu tíu stigin og læstu vörninni með Ragnar Nathanaelsson á bekknum. Davíð Arnar Ágústsson var settur á Coleman og gerði vel. "Við drippluðum boltanum of mikið í þriðja leikhluta. Það er ekki okkar stíll og gerir ekkert fyrir okkur. Við fórum að hreyfa boltann betur í fjórða leikhluta og þá fengum við góð skot. Ef við höldum okkur við þetta eru okkur helvíti margir vegir færir," sagði Einar og lofaði varnarleikinn. "Davíð gerði mjög vel en ég var alls ekki óánægður með Ragga. Þetta er bara lúxus vandamál. Ég kom Ragga bara ekki inn á aftur. Emil og Kóngurinn voru bara að spila eins og kóngar. Þegar þannig hlutir eru í gangi er óþarfi að vera að breyta." "Raggi er bara liðsmaður og ég er ánægður með hann. Hann skilaði kannski fátæklegri tölum en oft áður en gaf okkur samt helling á þeim 26 mínútum sem hann spilaði." "Davíð og Emil voru bara frábærir í dag. Ég er bara ánægður með það að vera í vandræðum með að koma byrjunarliðsmönnum aftur inn á völlinn," sagði Einar Árni Jóhannsson.Hrafn: Megum ekki brotna svona "Mér fannst þetta skemmtilegur á að horfa fyrstu þrjá leikhluta. Bæði lið voru vel undirbúin og að spila flottan varnarleik," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir leik. Stjarnan var með jafna stöðu eftir þrjá leikhluta en í þeim fjórða stakk Þórsliðið af þökk sé góðum varnarleik. "Við erum að frákasta betur og gera fullt af hlutum ágætlega. En svo látum við þá "blasta" okkur og við brotnum mjög illilega í vörninni á hálfum velli í byrjun fjórða leikhluta. Þá fáum við á okkur þrjá þrista í röð og missum algjörlega fótana. Á móti svona góðu liði er ekki hægt að bjóða upp á svona," sagði Hrafn. Þjálfarinn fékk á sig tæknivillu á slæmum tíma í fjórða leikhluta og um leið og Þór var búið að skora úr vítinu sem það fékk fyrir tuðið í Hrafni nældi Justin Shouse sér einnig í tæknivillu. "Við töpuðum þessu saman. Nú þarf maður að líta á undirbúninginn og annað því mér fannst bæði lið mjög vel undirbúin varnarlega. Það sem við lögðum upp með gekk ekki alveg upp meðal annars vegna þess að Þór kom með eitthvað óvænt varnarleega sem gekk upp," sagði Hrafn. Hann talaði um að sínir leikmenn þyrftu allavega að prófa sína eggjaköku þegar honum fannst þeir ekki fylgja leikáætlun sinni í tapleik gegn ÍR. Stjarnan svaraði með flottum sigri á Grindavík en Hrafn virðist ekki hafa gert nóg af þessari eggjaköku. "Þessi eggjakaka má ekki verða einhver mantra. Þetta var eitthvað sem mér fannst skína í gegn þá en ekki núna," sagði hann. "Mér fannst við vera að spila góðan leik á móti góðu liði. Þór er bara með hörku körfuboltalið. Við megum bara ekki leyfa okkur að brotna svona svakalega í fjórða leikhluta. Það var nóg. Þeir gengu á lagið," sagði Hrafn Kristjánsson.Þorsteinn: Mér líst vel á spindoktorinn Þorsteinn Ragnarsson átti flottan leik fyrir Þór í kvöld. Hann skoraði 16 stig og tók sex fráköst og spilaði flotta vörn. Hann var eðlilega kátur með sigurinn í kvöld en hvernig útskýrir hann það sem gerðist í fjórða leikhlutanum? "Við vorum að spila góða vörn allan tímann en í fjórða leikhluta fórum við að spila boltanum. Við vorum að drippla allt of mikið sem við erum ekki vanir. Síðan fórum við að gefa auksendinguna og þá kom þetta bara," sagði Þorsteinn við Vísi eftir leik. Risinn Ragnar Nathanaelsson þurfti að sitja á bekknum næstum allan fjórða leikhluta því Davíð Arnar Ágústsson var að spila það góða vörn á Al'lonzo Coleman. Varnarleikurinn kveikti í Þórsliðinu sem stakk af í fjórða leikhlutanum þegar gestirnir fóru að setja niður þriggja stiga körfur. "Það er þægilegt fyrir Einar Árna þegar þetta er svona. Einar er bara í smá vanda þegar kemur að þessu. Þetta er fínt því ég er slæmur í hnénu og þá get ég hvílt mig í staðinn fyrir að spila 37 mínútur. Það er bara gott," sagði Þorsteinn kátur. Þór er búinn að vinna fjóra leiki í röð. Það sást í kvöld hversu mikil stemning er í liðinu og bæjarfélaginu því gestirnir fengu flottan stuðning í kvöld frá háværum kjarna Græna Drekans. "Það er bara góður andi í liðinu. Þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað lengi og allt í einu var bara gaman að spila vörn sem er svolítið skrítið. Við erum í fanta gír og ætlum að halda þessu áfram," sagði Þorsteinn. Þorsteinn hefur heillað marga með snúningshreyfingum sínum í teignum, en þær hafa hlotið mikla athygli í Dominos-Körfuboltakvöldi. Þar er hefð að finna góð viðurnefni á menn og var Þorsteinn spurður hvernig honum litist á viðurnefnið "Spindoktorinn". "Það er flott. Ég fíla þegar það er farið yfir "spin move-ið" mitt. Ég er búinn að æfa þetta lengi og loksins kemur þetta í fjölmiðlum. Mér líst vel á spindoktorinn," sagði Þorsteinn Ragnarsson hress og kátur.Tweets by @Visirkarfa3 Einar Árni Jóhannsson.Vísir/ErnirRagnar Örn Bragason gegn Justin Shouse í kvöld.Vísir/ErnirHrafn Kristjánsson.Vísir/ErnirÞorsteinn Már Ragnarsson.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira