Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 19:00 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson. Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson.
Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira