Heimili eða hákarlskjaftur? Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson og Margrét Örnólfsdóttir skrifa 10. nóvember 2015 07:00 Kæra Ólöf Nordal – og aðrir embættismenn sem hafa örlög tveggja barna í hendi sér. Í kvöld mun lítil fjölskylda elda sér kvöldmat. Foreldrarnir vaska upp og hátta síðan tvær litlar stelpur, þriggja og fjögurra ára, kyssa þær góða nótt og óska þeim góðra drauma svo þær sofni öruggar með bangsann sinn við rabbið í foreldrum sínum – sem vita þó ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hvort þeim og stelpunum verði vísað úr landi nánast fyrirvaralaust, til að halda aftur í neyðarástandið sem nú ríkir í Grikklandi þar sem öldurnar fleyta þúsundum umkomulausra kvenna, barna og karla upp á hvítar strendurnar á degi hverjum. Ellefu milljónir flóttamanna frá Sýrlandi eru á vergangi í Líbanon, Sýrlandi og Evrópu nú yfir fyrstu vetrarmánuðina, stór hluti þeirra eru börn. Vatnið öruggara en landið Fjölskyldan var svo óheppin að búa í landi þar sem einræðisherra og ISIS-liðar takast nú á af slíku alefli að ofbeldinu eru engin takmörk sett. Faðir stúlknanna neitaði að ganga í stjórnarher al-Assad til að berjast í vitskertum átökum sem geta einungis endað með einu móti: að deyða eða vera drepinn. „Það yfirgefur enginn heimilið sitt nema heimilið sé hákarlskjaftur, þú hleypur aðeins að landamærunum þegar þú sérð að öll borgin hleypur líka,“ segir í ljóði bresk-sómalska ljóðskáldsins Warsan Shire, Heima. Og: „Þú hlýtur að skilja að enginn setur börn um borð í bát nema vatnið sé öruggara en landið.“ Nokkur íslensk skólabörn leituðust á dögunum við að skoða myndir af borginni Aleppó, stærstu borg Sýrlands, þar sem þau þekktu stúlku þaðan. En vafrinn kom í veg fyrir að þau sæju óhugnaðinn sem birtist við að skrifa nafnið eitt inn í leitarvélina, óhugnað á borð við myndir af sundurbútuðum barnslíkum – því gamla heimili vinkonu þeirra er nú hárkarlskjaftur. Til Íslands og aftur út Íslenskir ráðamenn hafa nýlega lofað landsmönnum sínum að gera átak í að taka á móti fólki í neyð frá Sýrlandi og birt af því tilefni yfirlýsingu á vef utanríkisráðuneytisins sem ber með sér mótþróa kerfisins og innbyggða útsjónarsemi þess til að láta ekki hanka sig á fögrum fyrirheitum. Á sama tíma er stödd hér á landi raunveruleg sýrlensk fjölskylda á flótta sem biður um að fá að dvelja áfram í öryggi með dætur sínar tvær sem nú þegar eru komnar á leikskóla. Útlendingastofnun sem er sannkölluð Ómöguleikastofnun – og þeir ráðherrar sem hafa með málið að gera – virðast samt kjósa að þjóna smásmugulegri skriffinnsku kerfisins sem aldrei sér möguleikana heldur bara ómöguleikana. Málið snýst um örlög tveggja lítilla stúlkna og það blasir við flestum að hér þarf að bregðast strax við af manndómi og veita litlu fjölskyldunni dvalarleyfi af mannúðarástæðum eins og heimildir eru til: börnin eiga ekkert annað heimili, ekkert annað land. Og það er ekkert sem bannar æðstu ráðamönnum í sjálfstæðu ríki að veita þetta dvalarleyfi. Ekkert annað en innbyggð tregða kerfisins. Að halda öðru fram er einfaldlega fyrirsláttur af sama tagi og íslenskir ráðamenn sýndu á sínum tíma þegar Katrín Thoroddsen læknir reyndi að ættleiða gyðingabörn frá Þýskalandi nasismans en fékk ekki að bjarga lífum þeirra. Enginn veit hver urðu örlög þeirra. Ætlum við að endurtaka leikinn á nýrri öld? Finnum aðra lausn Beiðni fjölskyldunnar um öruggt skjól strandar að sögn á því að tekin voru fingraför af þeim í Grikklandi. Þá geta íslensk stjórnvöld beitt Dyflinnarreglugerðinni, og túlkað hana þannig að okkur beri að senda fólkið aftur til Grikklands þar sem Grikkland var fyrsti viðkomustaður þeirra innan Evrópu. Angela Merkel segir reglugerðina úrelta og hún og Francois Hollande Frakklandsforseti kölluðu bæði eftir nýjum aðferðum til að skipta flóttafólki á sanngjarnan hátt milli Evrópusambandsríkja í ræðum sem þau fluttu á Evrópuþinginu í október. Gunnar Bragi segir reglugerðina hins vegar í góðu lagi, „gagnvart Íslandi í það minnsta“. En málið snýst ekki um það hversu auðvelt er fyrir Ísland að reka fólk burt – það hlýtur að snúast um sanngirni og mannúð gagnvart öðrum, samstarf þjóða á milli og réttlátari skiptingu flóttafólks. Í staðinn fyrir að taka þátt í að leysa vandann er leitast við að firra sig ábyrgð og senda fólk aftur í aðstæður sem eru ekki boðlegar. Viljum við vera þannig samfélag? Ef litlu sýrlensku fjölskyldunni verður vísað aftur til Grikklands eru þau heimilislaus og réttindalaus. Finnst okkur í lagi að vísa þeim út á guð og gaddinn? Barnamótmælin Það finnst börnunum ekki. Um daginn fóru börn um Laugarneshverfið í mótmælagöngu út af tveimur albönskum krökkum sem stóð til að reka úr landi með foreldrum sínum. Svipuð vakning hefur átt sér stað kringum sýrlensku stúlkurnar. Börn skilja ekki hvernig fullorðið fólk getur gert eitthvað svo innilega rangt, en samt vita þau ekki allan sannleikann: þau vita ekki að stúlknanna bíður jafnvel að verða nauðgað, þær sveltar og sviknar um heilbrigðisþjónustu. Að börn geti örkumlast vegna kulda eins og mörg önnur flóttabörn sem nú eru á vergangi. Í Þýskalandi var barni nýlega rænt af barnaníðingi meðan mamma þess var í miðju öngþveitinu að fylla pappíra vegna dvalarleyfis. Víða er setið fyrir börnum og stúlkum sem eru dregin inn í skóga. Engar björgunarsveitir sjást – óreiða ríkir. Í þessu sambandi hljótum við að minna á að hagsmunir barns skulu alltaf vera í fyrirrúmi þegar teknar eru ákvarðanir sem þessar, samkvæmt íslenskum barnalögum, og Íslendingar hafa undirritað barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og fullgilt. Það væri margfalt mannréttindabrot ef sýrlensku stúlkunum yrði vísað úr leikskólanum og til Grikklands – þar sem þær verða heimilislausar og fá ekki viðeigandi menntun. Þegar mannúð má ekki vera fordæmi Ef við ákveðum að senda stúlkurnar út í óvissuna sannast það að Íslendingar vilja umfram allt að mannúð verði ekki fordæmi í mannlegri sambúð, líkt og þegar gyðingabörnunum var haldið frá landinu. En þessi sama þjóð státar einnig af því að hafa björgunarsveit í sjálfboðavinnu við að hjálpa fólki. Við veltum því fyrir okkur hvort þessi þjóð – sem er tilbúin til að hjálpa og gera betur en þetta – vilji gera meira en stjórnvöld? Ef svo er, er þá ekki komið rof á milli vilja stjórnvalda og fólksins? Og af hverju vilja stjórnvöld ekki gera betur? Hvað er að græða á þessum útilokunum á fólki – mannauði og þekkingu? Það er vel hægt að finna lausn á málum litlu stúlknanna og foreldra þeirra: Stúlkurnar mega vera á Íslandi. Þær mega fara í Húsdýragarðinn, í boltaland eða á leikskólann Drafnarborg. Og þær mega eiga heimili. Eigum við ekki að búa þannig að þeim að þau geti kvatt heimilið sem hákarlskjaft – og farið loksins áhyggjulausar í háttinn? Eigum við ekki að búa þannig um, að börnin geti farið að sofa á meðan við vökum yfir þeim? Í von um að það finnist farsæl lausn, Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Margrét Örnólfsdóttir rithöfundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Jónsdóttir Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Ólöf Nordal – og aðrir embættismenn sem hafa örlög tveggja barna í hendi sér. Í kvöld mun lítil fjölskylda elda sér kvöldmat. Foreldrarnir vaska upp og hátta síðan tvær litlar stelpur, þriggja og fjögurra ára, kyssa þær góða nótt og óska þeim góðra drauma svo þær sofni öruggar með bangsann sinn við rabbið í foreldrum sínum – sem vita þó ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hvort þeim og stelpunum verði vísað úr landi nánast fyrirvaralaust, til að halda aftur í neyðarástandið sem nú ríkir í Grikklandi þar sem öldurnar fleyta þúsundum umkomulausra kvenna, barna og karla upp á hvítar strendurnar á degi hverjum. Ellefu milljónir flóttamanna frá Sýrlandi eru á vergangi í Líbanon, Sýrlandi og Evrópu nú yfir fyrstu vetrarmánuðina, stór hluti þeirra eru börn. Vatnið öruggara en landið Fjölskyldan var svo óheppin að búa í landi þar sem einræðisherra og ISIS-liðar takast nú á af slíku alefli að ofbeldinu eru engin takmörk sett. Faðir stúlknanna neitaði að ganga í stjórnarher al-Assad til að berjast í vitskertum átökum sem geta einungis endað með einu móti: að deyða eða vera drepinn. „Það yfirgefur enginn heimilið sitt nema heimilið sé hákarlskjaftur, þú hleypur aðeins að landamærunum þegar þú sérð að öll borgin hleypur líka,“ segir í ljóði bresk-sómalska ljóðskáldsins Warsan Shire, Heima. Og: „Þú hlýtur að skilja að enginn setur börn um borð í bát nema vatnið sé öruggara en landið.“ Nokkur íslensk skólabörn leituðust á dögunum við að skoða myndir af borginni Aleppó, stærstu borg Sýrlands, þar sem þau þekktu stúlku þaðan. En vafrinn kom í veg fyrir að þau sæju óhugnaðinn sem birtist við að skrifa nafnið eitt inn í leitarvélina, óhugnað á borð við myndir af sundurbútuðum barnslíkum – því gamla heimili vinkonu þeirra er nú hárkarlskjaftur. Til Íslands og aftur út Íslenskir ráðamenn hafa nýlega lofað landsmönnum sínum að gera átak í að taka á móti fólki í neyð frá Sýrlandi og birt af því tilefni yfirlýsingu á vef utanríkisráðuneytisins sem ber með sér mótþróa kerfisins og innbyggða útsjónarsemi þess til að láta ekki hanka sig á fögrum fyrirheitum. Á sama tíma er stödd hér á landi raunveruleg sýrlensk fjölskylda á flótta sem biður um að fá að dvelja áfram í öryggi með dætur sínar tvær sem nú þegar eru komnar á leikskóla. Útlendingastofnun sem er sannkölluð Ómöguleikastofnun – og þeir ráðherrar sem hafa með málið að gera – virðast samt kjósa að þjóna smásmugulegri skriffinnsku kerfisins sem aldrei sér möguleikana heldur bara ómöguleikana. Málið snýst um örlög tveggja lítilla stúlkna og það blasir við flestum að hér þarf að bregðast strax við af manndómi og veita litlu fjölskyldunni dvalarleyfi af mannúðarástæðum eins og heimildir eru til: börnin eiga ekkert annað heimili, ekkert annað land. Og það er ekkert sem bannar æðstu ráðamönnum í sjálfstæðu ríki að veita þetta dvalarleyfi. Ekkert annað en innbyggð tregða kerfisins. Að halda öðru fram er einfaldlega fyrirsláttur af sama tagi og íslenskir ráðamenn sýndu á sínum tíma þegar Katrín Thoroddsen læknir reyndi að ættleiða gyðingabörn frá Þýskalandi nasismans en fékk ekki að bjarga lífum þeirra. Enginn veit hver urðu örlög þeirra. Ætlum við að endurtaka leikinn á nýrri öld? Finnum aðra lausn Beiðni fjölskyldunnar um öruggt skjól strandar að sögn á því að tekin voru fingraför af þeim í Grikklandi. Þá geta íslensk stjórnvöld beitt Dyflinnarreglugerðinni, og túlkað hana þannig að okkur beri að senda fólkið aftur til Grikklands þar sem Grikkland var fyrsti viðkomustaður þeirra innan Evrópu. Angela Merkel segir reglugerðina úrelta og hún og Francois Hollande Frakklandsforseti kölluðu bæði eftir nýjum aðferðum til að skipta flóttafólki á sanngjarnan hátt milli Evrópusambandsríkja í ræðum sem þau fluttu á Evrópuþinginu í október. Gunnar Bragi segir reglugerðina hins vegar í góðu lagi, „gagnvart Íslandi í það minnsta“. En málið snýst ekki um það hversu auðvelt er fyrir Ísland að reka fólk burt – það hlýtur að snúast um sanngirni og mannúð gagnvart öðrum, samstarf þjóða á milli og réttlátari skiptingu flóttafólks. Í staðinn fyrir að taka þátt í að leysa vandann er leitast við að firra sig ábyrgð og senda fólk aftur í aðstæður sem eru ekki boðlegar. Viljum við vera þannig samfélag? Ef litlu sýrlensku fjölskyldunni verður vísað aftur til Grikklands eru þau heimilislaus og réttindalaus. Finnst okkur í lagi að vísa þeim út á guð og gaddinn? Barnamótmælin Það finnst börnunum ekki. Um daginn fóru börn um Laugarneshverfið í mótmælagöngu út af tveimur albönskum krökkum sem stóð til að reka úr landi með foreldrum sínum. Svipuð vakning hefur átt sér stað kringum sýrlensku stúlkurnar. Börn skilja ekki hvernig fullorðið fólk getur gert eitthvað svo innilega rangt, en samt vita þau ekki allan sannleikann: þau vita ekki að stúlknanna bíður jafnvel að verða nauðgað, þær sveltar og sviknar um heilbrigðisþjónustu. Að börn geti örkumlast vegna kulda eins og mörg önnur flóttabörn sem nú eru á vergangi. Í Þýskalandi var barni nýlega rænt af barnaníðingi meðan mamma þess var í miðju öngþveitinu að fylla pappíra vegna dvalarleyfis. Víða er setið fyrir börnum og stúlkum sem eru dregin inn í skóga. Engar björgunarsveitir sjást – óreiða ríkir. Í þessu sambandi hljótum við að minna á að hagsmunir barns skulu alltaf vera í fyrirrúmi þegar teknar eru ákvarðanir sem þessar, samkvæmt íslenskum barnalögum, og Íslendingar hafa undirritað barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og fullgilt. Það væri margfalt mannréttindabrot ef sýrlensku stúlkunum yrði vísað úr leikskólanum og til Grikklands – þar sem þær verða heimilislausar og fá ekki viðeigandi menntun. Þegar mannúð má ekki vera fordæmi Ef við ákveðum að senda stúlkurnar út í óvissuna sannast það að Íslendingar vilja umfram allt að mannúð verði ekki fordæmi í mannlegri sambúð, líkt og þegar gyðingabörnunum var haldið frá landinu. En þessi sama þjóð státar einnig af því að hafa björgunarsveit í sjálfboðavinnu við að hjálpa fólki. Við veltum því fyrir okkur hvort þessi þjóð – sem er tilbúin til að hjálpa og gera betur en þetta – vilji gera meira en stjórnvöld? Ef svo er, er þá ekki komið rof á milli vilja stjórnvalda og fólksins? Og af hverju vilja stjórnvöld ekki gera betur? Hvað er að græða á þessum útilokunum á fólki – mannauði og þekkingu? Það er vel hægt að finna lausn á málum litlu stúlknanna og foreldra þeirra: Stúlkurnar mega vera á Íslandi. Þær mega fara í Húsdýragarðinn, í boltaland eða á leikskólann Drafnarborg. Og þær mega eiga heimili. Eigum við ekki að búa þannig að þeim að þau geti kvatt heimilið sem hákarlskjaft – og farið loksins áhyggjulausar í háttinn? Eigum við ekki að búa þannig um, að börnin geti farið að sofa á meðan við vökum yfir þeim? Í von um að það finnist farsæl lausn, Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Margrét Örnólfsdóttir rithöfundar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun