Loftslagsgangan þrýstir á um róttækar aðgerðir í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 20:15 Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru. Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Fjölmörg samtök sem stóðu fyrir loftlagsgöngu í Reykjavík í dag þrýsta á að íslensk stjórnvöld gangi lengra í loftslagsmálum en gert er ráð fyrir í því umboði sem samninganefnd Íslands fer með á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fólk kom saman í fimmtán hundruð borgum heimsins í dag til að brýna þjóðarleiðtoga heimsins sem hittast í París á morgun til aðgerða í loftslagsmálum og Reykjavík var þar engin undantekning. Það var táknrænt að fólk safnaðist saman við söluturninn Drekann í Þingholtunum, eða á drekasvæðinu eins og skipuleggjendur göngunnar kölluðu það. þaðan var gengið upp Kárastíg og niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. Hópurinn vill að íslenska sendinefndin gangi lengra en gert er ráð fyrir í markmiðum íslensku sendinefndarinnar, að sögn Hildar Knútsdóttur verkefnisstjóra hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands. „Það eru þrjár megin kröfur. Að Ísland dragi úr losun um 40 prósent fyrir 2030 og að Ísland stefni að kolefnisleysi fyrir 2050. Síðan að ekki verði leitað að olíu á Drekasvæðinuog við höldum á svörtum dreka til að minna á það. Vegna þess að það samræmist ekki að draga úr losun og ætla svo að leita að meiri olíu til að brenna,“ segir Hildur. Meiri vonir séu bundnar við Parísar ráðstefnuna en Kaupmannahafnarráðstefnunnar fyrir sex árum. „Já, það má náttúrlega ekki tapa voninni vegna þess að þá fyrst er baráttan töpuð. Það er rosalega margt búið að gerast. Það voru allir mjög svektir eftir ráðstefnuna í Kaupmannahöfn og héldu að þetta væri bara búið. En núna virðist alla vega vera kominn vilji til að ná samningum,“ segir Hildur. Ein afdrifaríkustu áhrif hlýnunar jarðar hér á landi er súrnun sjávar sem getur haft gríðarlega skaðleg áhrif á allt lífríkið. Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi er sérfræðingur í þeim málum. Þegar hún ávarpaði fundinn á Lækjartorgi sagði hún litla sögu sem hófst með jarðeldsneytisveislu sem byrjaði í heiminum upp úr 1950. „Á endanum sammæltust flestir í veilsunni um að jarðeldsneytis partýið hefði verið fínt framan afen væri orðið ömurlegt. Það var nefninlega verið að tala um nýtt partý. Partý þar sem hollari orkugjafar væru á boðstólnum. Sólarepli, vindorkustangir, vatnsorkustyrkir. Þetta hljómaði æðislega,“ sagði Hrönn Egilsdóttir.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór í gönguna og tók þessar myndir af þeim sem þar voru.
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira