Handbolti

Stelpurnar töpuðu með þrettán gegn Noregi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hrafnhildur Hanna skoraði sex mörk.
Hrafnhildur Hanna skoraði sex mörk. vísir/ernir

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í handbolta fengu annan skellinn á tveimur dögum gegn B-liði Noregs þegar liðin mættust aftur í dag.

Íslenska liðið, sem tapaði með tíu mörkum í gær, 31-21, tapaði með þrettán mörkum í dag, 36-23, eftir að vera fimm mörkum undir í hálfleik, 17-12.

Norska kvennalandsliðið er firnasterkt eins og sést á gæðum B-liðsins. Þórir Hergeirsson er þjálfari A-landsliðsins en annar Íslendingur, Axel Stefánsson, stýrir B-liðinu.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markavélin frá Selfossi, var markahæst íslenska liðsins í dag með sex mörk en Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, skoraði fimm mörk og leikstjórnandinn Karen Knútsdóttir fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×