Þarf nú að læra að taka því rólega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2015 08:00 Gunnhildur skorar úr vítaskoti á móti Slóvakíu. vísir/anton brink Íslandsmeistarar Snæfells eru búnir að vinna fimm leiki í röð í Domino’s-deildinni en þurfa að mæta toppliði Hauka á sunnudagskvöldið án fyrirliðans Gunnhildar Gunnarsdóttur þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Gunnhildur meiddist illa á öxl í fyrri hálfleik á fyrsta heimaleik íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017. „Ég má ekkert gera í nokkrar vikur. Liðböndin í kringum öxlina eru sködduð, eitthvað er slitið og eitthvað er rifið eða tognað. Sem betur fer er ekki allt slitið því það hefði þýtt aðgerð. Þetta mun taka tíma og ég get ekkert gert,“ sagði Gunnhildur en hvað gerðist í leiknum við Slóvakíu?Heyrði bara smell „Ég fór í sniðskot og lenti svona illa á öxlinni. Ég fann eitthvað aðeins fyrir þessu en pældi ekki mikið í því. Ég tók þessi víti sem ég fékk (og hitti úr þeim báðum) og hljóp tvisvar fram og til baka í sókn og vörn. Þá fékk ég smá högg og heyrði bara smell. Eftir það gat ég ekkert hreyft öxlina,“ lýsir Gunnhildur sem var búin að skora 5 stig og tók 5 fráköst á 13 mínútum. Gunnhildur hefur spilað þrátt fyrir bakmeiðsli í allan vetur en fer seint inn á völlinn til að gera eitthvað annað en hún er vön sem er að spila af fullum krafti. „Það þýðir ekkert að mæta í leiki og ætla að hlífa mér þó að ég sé búin að vera slæm í bakinu,“ segir Gunnhildur en hún og yngri systir hennar og liðsfélagi í bæði Snæfelli og landsliðinu hafa verið afar óheppnar með meiðsli á ferli sínum. „Mér finnst við alveg vera búnar með kvótann. Þetta er alveg komið gott. Þú kemst stundum ekkert frá því að lenda í svona þegar þú ert í þessum íþróttum. Hlutir gerast, því miður,“ segir Gunnhildur.Alveg óþolandi samt Fram undan eru rólegheit á meðan öxlin er að jafna sig. „Við eigum þrjá leiki eftir fram að jólum og ég mun líklega hvíla þá alla. Vonandi verð ég bara klár eftir jól og það er bara fínt að jólafríið komi þarna inn fyrst þetta þurfti að gerast. Þetta er samt alveg óþolandi fyrir því,“ segir Gunnhildur og takið eftir að hún segir líklega. Það verður ekki auðvelt fyrir þessa miklu keppnismanneskju að geta ekki hjálpað liði sínu. Hún reynir samt að vera jákvæð og sá björtu hliðarnar. „Þetta er kannski bara fínt upp á bakið og kannski eitthvað sem þurfti til að ég myndi stoppa,“ segir Gunnhildur í léttum tón. „Nú þarf ég bara að taka því rólega og reyna síðan að koma mér aftur í stand til að geta mætt ennþá tilbúnari eftir áramót," segir Gunnhildur en hvernig mun það ganga að taka því rólega? „Ég kann það ekki alveg en það hlýtur einhver að stoppa mig af,“ segir hún.Orðlaus þjálfari í beinni Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að lýsa leiknum í Sjónvarpinu þegar hann sá fyrirliða sinn meiðast. „Mér skilst að hann hafi orðið orðlaus í útsendingunni. Það vill enginn að einhver lendi í meiðslum í svona verkefni hvort sem þetta er leikmaður þinn eða einhvers annars liðs. Fyrst þetta gerðist þá þurfum við bara að tækla það,“ segir Gunnhildur. Fyrsta reynslan af því að sitja á bekknum var erfið en hún gat ekki spilað síðustu 23 mínúturnar á móti Slóvakíu. „Við í Snæfelli eigum rosalega mikilvægan leik á sunnudaginn en ég treysti alveg mínu liði til að spila og vinna þann leik án mín. Það verða bara einhverjar aðrar sem stíga fram og fá mínútur til að sýna sig og sanna. Þær nýta þær vonandi bara vel,“ segir Gunnhildur. „Ég held að það sé aðalatriði að halda geðheilsu núna og vera dugleg að styrkja og koma sér í almennilegt stand til að mæta bara ennþá betri og sterkari eftir áramót. Ég fæ bara nýtt hlutverk. Núna verð ég bara á bekknum og hvet mitt lið áfram þaðan,“ segir Gunnhildur sem ætlar að koma enn sterkari til baka. Leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 19.15 annað kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Vísi. ooj@fettabladid.is Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Íslandsmeistarar Snæfells eru búnir að vinna fimm leiki í röð í Domino’s-deildinni en þurfa að mæta toppliði Hauka á sunnudagskvöldið án fyrirliðans Gunnhildar Gunnarsdóttur þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Gunnhildur meiddist illa á öxl í fyrri hálfleik á fyrsta heimaleik íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017. „Ég má ekkert gera í nokkrar vikur. Liðböndin í kringum öxlina eru sködduð, eitthvað er slitið og eitthvað er rifið eða tognað. Sem betur fer er ekki allt slitið því það hefði þýtt aðgerð. Þetta mun taka tíma og ég get ekkert gert,“ sagði Gunnhildur en hvað gerðist í leiknum við Slóvakíu?Heyrði bara smell „Ég fór í sniðskot og lenti svona illa á öxlinni. Ég fann eitthvað aðeins fyrir þessu en pældi ekki mikið í því. Ég tók þessi víti sem ég fékk (og hitti úr þeim báðum) og hljóp tvisvar fram og til baka í sókn og vörn. Þá fékk ég smá högg og heyrði bara smell. Eftir það gat ég ekkert hreyft öxlina,“ lýsir Gunnhildur sem var búin að skora 5 stig og tók 5 fráköst á 13 mínútum. Gunnhildur hefur spilað þrátt fyrir bakmeiðsli í allan vetur en fer seint inn á völlinn til að gera eitthvað annað en hún er vön sem er að spila af fullum krafti. „Það þýðir ekkert að mæta í leiki og ætla að hlífa mér þó að ég sé búin að vera slæm í bakinu,“ segir Gunnhildur en hún og yngri systir hennar og liðsfélagi í bæði Snæfelli og landsliðinu hafa verið afar óheppnar með meiðsli á ferli sínum. „Mér finnst við alveg vera búnar með kvótann. Þetta er alveg komið gott. Þú kemst stundum ekkert frá því að lenda í svona þegar þú ert í þessum íþróttum. Hlutir gerast, því miður,“ segir Gunnhildur.Alveg óþolandi samt Fram undan eru rólegheit á meðan öxlin er að jafna sig. „Við eigum þrjá leiki eftir fram að jólum og ég mun líklega hvíla þá alla. Vonandi verð ég bara klár eftir jól og það er bara fínt að jólafríið komi þarna inn fyrst þetta þurfti að gerast. Þetta er samt alveg óþolandi fyrir því,“ segir Gunnhildur og takið eftir að hún segir líklega. Það verður ekki auðvelt fyrir þessa miklu keppnismanneskju að geta ekki hjálpað liði sínu. Hún reynir samt að vera jákvæð og sá björtu hliðarnar. „Þetta er kannski bara fínt upp á bakið og kannski eitthvað sem þurfti til að ég myndi stoppa,“ segir Gunnhildur í léttum tón. „Nú þarf ég bara að taka því rólega og reyna síðan að koma mér aftur í stand til að geta mætt ennþá tilbúnari eftir áramót," segir Gunnhildur en hvernig mun það ganga að taka því rólega? „Ég kann það ekki alveg en það hlýtur einhver að stoppa mig af,“ segir hún.Orðlaus þjálfari í beinni Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að lýsa leiknum í Sjónvarpinu þegar hann sá fyrirliða sinn meiðast. „Mér skilst að hann hafi orðið orðlaus í útsendingunni. Það vill enginn að einhver lendi í meiðslum í svona verkefni hvort sem þetta er leikmaður þinn eða einhvers annars liðs. Fyrst þetta gerðist þá þurfum við bara að tækla það,“ segir Gunnhildur. Fyrsta reynslan af því að sitja á bekknum var erfið en hún gat ekki spilað síðustu 23 mínúturnar á móti Slóvakíu. „Við í Snæfelli eigum rosalega mikilvægan leik á sunnudaginn en ég treysti alveg mínu liði til að spila og vinna þann leik án mín. Það verða bara einhverjar aðrar sem stíga fram og fá mínútur til að sýna sig og sanna. Þær nýta þær vonandi bara vel,“ segir Gunnhildur. „Ég held að það sé aðalatriði að halda geðheilsu núna og vera dugleg að styrkja og koma sér í almennilegt stand til að mæta bara ennþá betri og sterkari eftir áramót. Ég fæ bara nýtt hlutverk. Núna verð ég bara á bekknum og hvet mitt lið áfram þaðan,“ segir Gunnhildur sem ætlar að koma enn sterkari til baka. Leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 19.15 annað kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Vísi. ooj@fettabladid.is
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira