Brutu blað í flugsögunni: Íslensk áhöfn lenti Boeing-þotu á Suðurskautslandinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 23:51 Boeing 757 vél Loftfleidir Icelandic á Suðurskautinu. Ágúst Hákonarson Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson Fréttir af flugi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Loftleidir Icelandic braut fyrr í dag blað í flugsögunni þegar Boeing 757 farþegaþotu var í fyrsta sinn lent á Suðurskautslandinu. Áhöfnin var alíslensk en ekki þurfti að gera miklar breytingar á þotunni til að geta lent á ísbreiðunni. Einnig var áfanginn merkilegur fyrir íslenska flugsögu enda hefur íslenskt loftfar aldrei áður lent á Suðurskautslandinu. Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Loftleiða. Lenti á miðri ísbreiðunni Þotan lenti á Union Glacer á miðri ísbreiðunni þar sem búið var að útbúa flugbraut. Ferðin var farin fyrir ferðaskrifstofu sem rekur tjaldbúðir á svæðinu og vildi hún athuga hvort að fýsilegt væri að lenda svo stórum þotum á miðjum jöklinum. „Þeir vissu að við vorum sterkir á svellinu,“ segir Erlendur Svavarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða Icelandic sem er dótturfyrirtæki Icelandair Group. „Þeir vildu bæta þjónustuna og stækka við sig og vissu að við erum vanir menn.“ Að sögn Erlendar þurfti ekki að gera miklar breytingar á flugvélinni til þess að hún gæti lent en fulltrúar fyrirtækisins tóku sér þó sinn tíma í að meta aðstæður til þess að sjá hvort að hægt væri að lenda svo stórri þotu á miðri ísbreiðunni. „Okkar menn byrjuðu að rannsaka hvort að þetta væri hægt en ísinn er ekki vandamálið. Hann er mjög stamur í svona miklum kulda, þetta er ekki hafís eða neitt svoleiðis heldur ís sem hefur verið þarna í mörg þúsund ár.“ Mynd/Loftleidir Icelandic Aðstæður kortlagðar vel áður en að lagt var í hann Hingað til hafa svo stórar farþegaþotur ekki lent á Suðurskautslandinu og því var allur vari hafður á. Áhöfnin fór í undirbúningsferð til þess að kanna aðstæður. Einnig prófaði áhöfnin að lenda án farþega áður en að lagt var í hina raunverulega ferð. Vélin lentu svo heilu á höldnu fyrr í dag, nánast full af farþegum en pláss er fyrir 62 farþega. Hvort að það verði áframhald á flugi Loftleidir Icelandic til Suðurskautslandsins veltur á ferðaskrifstofunni sem selur ferðirnar. „Við erum með stuttan samning til þess að sjá hvort að þetta væri hægt, aðallega af hálfu skrifstofunanr sem vildi sjá hvort að væri hægt að selja svona mörg sæti en hingað til hafa þeir verið að notast við minni flugvélar.“ En Erlendur segir að flugið í dag gæti verið stökkpallurinn að áframhaldi samningi. „Við vonumst eftir áframhaldandi samstarfi um flug til Suðurskautsins á næstu árum, þar sem vel hefur tekist til í þetta sinn.“ Ágúst Hákonarson Águst Hákonarson Ágúst Hákonarson
Fréttir af flugi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur