Hernáms Palestínu minnst 29. nóvember Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming. Sú samþykkt var gerð á þessum degi, 29. nóvember 1947 og SÞ gerðu þennan dag að alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni í réttmætri baráttu hennar fyrir sínum þjóðarréttindum. Hernám Palestínu verður æ grimmilegra um leið og stöðugt verður ljósara að ráðandi öfl í Ísrael, zíonoisminn, sem er annars vegar rasismi, aðskilnaðarstefna og hins vegar nýlendustefna, ætla sér ekki að eftirláta Palestínumönnum neitt af landi sínu til að reisa sjálfstætt, lífvænlegt og fullvalda ríki. Umheimurinn horfir upp á þjóðarmorð í Palestínu með bæði augu lokuð og heldur fyrir eyru. Stríðsglæpir Ísraels í árásarstríði gegn íbúum Gaza í fyrrasumar virðast gleymdir, þótt yfir 2.200 hafi verið drepin og þar af 551 barn. Drápin sem nú eiga sér stað, einkum í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum, eru grimmilegri en um langt skeið. Vestrænir fjölmiðlar, þar á meðal RÚV og BBC, tala einkum um hnífastunguárásir, en 16 Ísraelsmenn hafa fallið síðan 1. október. Á sama tíma hafa 94 Palestínumenn verið drepnir, flest ungt fólk og börn, og margir teknir af lífi með köldu blóði af her og lögreglu, þótt auðvelt væri að afvopna og handtaka viðkomandi og færa fyrir dómstól. Nei, stefna Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, er að drepa fólk á staðnum, án dóms og laga.Landtökuliðið ræður ferðinni Palestínumenn berjast fyrir sjálfstæði og mannréttindum, friði og fyrst og fremst frelsi. Frá því að sjálfstæði Palestínu var lýst yfir 1988 hafa leiðtogar allra stjórnmálasamtaka, þar á meðal Hamas, lýst yfir vilja til að semja um frið við Ísrael svo fremi að árásum á Palestínu verði hætt og Ísrael viðurkenni og haldi sér innan við landamærin frá 1967. Palestínumenn hafa sumsé fyrir löngu viðurkennt Ísrael og tilvist þessara nágranna á 78% upphaflegrar Palestínu. Það dugir zíonistunum hins vegar ekki, þótt margir Ísraelsmenn vilji binda enda á hernámið og semja um frið. En það er landtökuliðið sem ræður ferðinni í Ísraelsstjórn og Netanyahu hefur alltaf verið í þeim flokki. Aðrir í ríkisstjórninni eins og dómsmálaráðherrann Ayelet Shakir, heimta nú víðtækt stríð og að herinn ráðist inn í borgir, bæi og þorp á Vesturbakkanum, líkt og gert var árið 2002. Það horfir því ekki friðvænlega í Palestínu um þessar mundir, en því mikilvægara er að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu. Hún er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið reiðubúin að semja um réttlátan frið á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Það er engin önnur leið ef stefna á að lífvænlegri framtíð í Palestínu og Ísrael. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming. Sú samþykkt var gerð á þessum degi, 29. nóvember 1947 og SÞ gerðu þennan dag að alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni í réttmætri baráttu hennar fyrir sínum þjóðarréttindum. Hernám Palestínu verður æ grimmilegra um leið og stöðugt verður ljósara að ráðandi öfl í Ísrael, zíonoisminn, sem er annars vegar rasismi, aðskilnaðarstefna og hins vegar nýlendustefna, ætla sér ekki að eftirláta Palestínumönnum neitt af landi sínu til að reisa sjálfstætt, lífvænlegt og fullvalda ríki. Umheimurinn horfir upp á þjóðarmorð í Palestínu með bæði augu lokuð og heldur fyrir eyru. Stríðsglæpir Ísraels í árásarstríði gegn íbúum Gaza í fyrrasumar virðast gleymdir, þótt yfir 2.200 hafi verið drepin og þar af 551 barn. Drápin sem nú eiga sér stað, einkum í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum, eru grimmilegri en um langt skeið. Vestrænir fjölmiðlar, þar á meðal RÚV og BBC, tala einkum um hnífastunguárásir, en 16 Ísraelsmenn hafa fallið síðan 1. október. Á sama tíma hafa 94 Palestínumenn verið drepnir, flest ungt fólk og börn, og margir teknir af lífi með köldu blóði af her og lögreglu, þótt auðvelt væri að afvopna og handtaka viðkomandi og færa fyrir dómstól. Nei, stefna Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, er að drepa fólk á staðnum, án dóms og laga.Landtökuliðið ræður ferðinni Palestínumenn berjast fyrir sjálfstæði og mannréttindum, friði og fyrst og fremst frelsi. Frá því að sjálfstæði Palestínu var lýst yfir 1988 hafa leiðtogar allra stjórnmálasamtaka, þar á meðal Hamas, lýst yfir vilja til að semja um frið við Ísrael svo fremi að árásum á Palestínu verði hætt og Ísrael viðurkenni og haldi sér innan við landamærin frá 1967. Palestínumenn hafa sumsé fyrir löngu viðurkennt Ísrael og tilvist þessara nágranna á 78% upphaflegrar Palestínu. Það dugir zíonistunum hins vegar ekki, þótt margir Ísraelsmenn vilji binda enda á hernámið og semja um frið. En það er landtökuliðið sem ræður ferðinni í Ísraelsstjórn og Netanyahu hefur alltaf verið í þeim flokki. Aðrir í ríkisstjórninni eins og dómsmálaráðherrann Ayelet Shakir, heimta nú víðtækt stríð og að herinn ráðist inn í borgir, bæi og þorp á Vesturbakkanum, líkt og gert var árið 2002. Það horfir því ekki friðvænlega í Palestínu um þessar mundir, en því mikilvægara er að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu. Hún er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið reiðubúin að semja um réttlátan frið á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Það er engin önnur leið ef stefna á að lífvænlegri framtíð í Palestínu og Ísrael.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun