Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 80-70 | Sterkur sigur Stjörnumanna Daníel Rúnarsson í Ásgarði skrifar 26. nóvember 2015 21:00 Justin Shouse og hans menn unnu flottan sigur i´kvöld. vísir/vilhelm Stjarnan úr Garðabæ sigraði Njarðvíkinga í baráttuleik í Ásgarðinum í kvöld. Hvítklæddir heimamenn voru fetinu á undan allan leikinn en tókst ekki að hrista Njarðvíkinga af sér fyrr en undir lok leiksins og höfðu að lokum 80 - 70 sigur. Með sigrinum fer Stjarnan upp að hlið Njarðvíkinga í deildinni með 10 stig. Þrátt fyrir að stinga aldrei af í kvöld voru Stjörnumenn alltaf skrefinu á undan. Frábært framlag frá Ágústi Angantýssyni og Kristni Ólafssyni skóp öðru fremur sigurinn en langt er síðan undirritaður sá leik í Ásgarði þar sem Marvin Valdimarsson og Justin Shouse voru samanlagt með 13 stig en unnu samt. Hvort Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnumanna, geti gengið að þessu framlagi vísu það sem eftir lifir tímabils er þó önnur og stærri spurning, en hann tekur því væntanlega fegins hendi í kvöld. Hjá Njarðvík voru Logi Gunnarsson og Haukur Helgi þeir einu með lífsmarki. Skotin gengu illa og var teigurinn algjör eign Garðbæinga. Marquise Simmons átti án vafa sinn versta leik á tímabilinu og þarf að gera betur ef hann vill koma í veg fyrir að Gunnar Örlygsson, formaður Njarðvíkinga, panti handa honum flugmiða heim í janúar.Stjarnan-Njarðvík 80-70 (21-19, 23-17, 19-24, 17-10)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 19/13 fráköst/9 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 18/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 16, Justin Shouse 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Ólafsson 8, Sæmundur Valdimarsson 6/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 2/5 fráköst.Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20/9 fráköst, Logi Gunnarsson 18/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 12/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9/8 fráköst, Marquise Simmons 9/9 fráköst, Hjalti Friðriksson 2. Leikurinn var jafn til að byrja með og einkenndist fyrsti leikhluti af töluverðri hörku og varnarbaráttu. Haukur Helgi og Marvin Valdimarsson skullu saman um miðjan leikhlutann sem hleypti illu blóði í baráttu liðanna. Stjörnumenn leiddu með tveimur stigum, 21-19 að leikhlutanum loknum. Annar leikhluti þróaðist á svipaða leið í upphafi. Leikurinn í járnum en Stjörnumenn þó alltaf hænuskrefi á undan, sérstaklega í baráttunni. Þegar líða tók á leikhlutann sigu þeir bláklæddu þó fram úr. Njarðvíkingar virtust hálf hræddir við körfuna og sóttu sín stig helst af vítalínunni. Hinum megin á vellinum voru Garðbæingar óhræddir við að keyra af krafti á körfuna og uppskáru oft villu að auki. Þegar flautað var til hálfleiks var forysta Garðbæinga komin í 8 stig, 44-36, og þjálfarar Njarðvíkur allt annað en sáttir við sína menn - og reyndar ekki dómarana heldur. Njarðvíkingar hafa líklega þurft að gangast undir hárblástursmeðferð í hálfleik frá þjálfurum sínum sem eru ekki þekktir fyrir að liggja á sínum skoðunum. Grænklæddir komu sprækir út í þriðja leikhlutann og umtalsvert ákveðnari. Hægt og rólega unnu þeir niður forskot Stjörnumanna. Um miðbik leikhlutans var dæmd umdeild ásetningsvilla á Marvin sem var jafnframt hans fimmta villa. Marvin því út úr leiknum með aðeins tvö stig. Njarðvíkingar gengu á lagið en þó ekki svo að þeir næðu algjörri stjórn á leiknum. Skotin duttu ekki niður fyrr en undir lok leikhlutans þegar Logi Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson tóku til sinna ráða. Staðan 63-60 að þriðja leikhluta loknum. Njarðvíkingar komust fljótlega í bullandi villuvandræði eftir að Logi og Simmons fengu sínar fjórðu villur strax í upphafi leikhlutans en fyrir voru Maciej Baginski og Haukur Helgi komnir með fjórar. Stjörnumenn héldu áfram að berjast undir körfunni sem skilaði sér í auðveldum körfum og fiskuðum villum. Að lokum var munurinn kominn í tíu stig og sterkur sigur heimamanna staðreynd, 80-70. Viðtöl væntanleg innan skamms. Friðrik: Þetta er enginn heimsendir Friðrik Ingi Rúnarsson var ósáttur með niðurstöðu leiksins en fór þó ekki á taugum. "Fyrst og fremst er ég óánægður með að tapa en þetta er enginn heimsendir. Heilt yfir vorum við að búa til töluvert af opnum skotum en þau fóru ekki niður í dag. Varnarleikurinn var í lagi á köflum en ekki nægjanlega samt. Við fengum síðan möguleika í leiknum, náðum að jafna og það var ákveðin sveifla með okkur en þegar skotin fara ekki niður þá er erfitt að nýta sér það." Erlendi leikmaður Njarðvíkur, Marquise Simmons, átti alls ekki góðan dag og áttu Stjörnumenn teiginn á báðum endum vallarins mest allan leikinn. "Simmons er búinn að spila býsna vel fyrir okkur í vetur, en hann er bara mannlegur og átti slakan leik í dag og það hafði sín áhrif. Þeir unnu klárlega baráttuna undir körfunni. Coleman hjá þeim er auðvitað frábær sóknarmaður, fyrst og síðast, boltinn leikur í höndunum á honum og þeir fengu meira út úr þessum svokallaða inn-út leik. En ég er viss um að hann komi sterkur til baka." sagði Friðrik að lokum. Haukur Helgi: Bekkurinn þeirra tilbúnari en byrjunarliðið okkar Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson var að vonum ósáttur með tapið í Ásgarði í kvöld. "Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við vorum ekki tilbúnir, bekkurinn hjá þeim var meira tilbúinn en byrjunarliðið okkar. Kristinn Ólafsson var x-factorinn hjá þeim og einfaldlega slátraði okkur. Þeir bara flengdu okkur undir körfunni. Ég hefði þurft að koma meira þarna inní og hjálpa, taka fleiri fráköst. Eins tek ég mikið á mig í skotunum, ég var ekki að setja þau niður heldur. Þeir voru bara miklu ákveðnari og börðust meira en við. Þetta var ekki fallegt en við verðum bara að skoða þetta og halda áfram." Hrafn: Afar stoltur af liðinu mínu Hrafn Kristjánsson var sigurreifur að leik loknum. "Ég er stoltur af liðinu mínu. Varnarleikurinn heilt yfir var frábær. Í fyrri hálfleik höldum við þeim í 30% skotnýtingu við körfuna. Mér fannst þeir fá ansi mörg vítaskot og munurinn hefði verið meiri ef það hefði verið meira jafnvægi í þeim þætti. Við erum búnir að vera að vinna í andlegum stöðugleika og hörku og ég er ánægður með hvernig menn brugðust við ýmsu mótlæti sem kom upp í leiknum." sagði Hrafn. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson voru samanlagt með 13 stig en Hrafn vill meina að stigaskorun sé ekki allt. "Shouse getur spilað frábæra körfuboltaleiki án þess að skora mikið og hann gerði það hérna í kvöld og hefur gert nokkrum sinnum áður í vetur. Ég var mjög stoltur af honum í dag. Það sem skóp sigurinn í þessum leik er síðan innkoma Kristins Ólafssonar af bekknum. Hann kom inn ótrúlega einbeittur. Setti niður opnu skotin sín, spilaði flotta vörn á Hauk Helga, sem fann klárlega fyrir honum, og fiskaði einhverja 3-4 ruðninga. Frábær. Ágúst var líka flottur. Það sem er að gerast hjá Gústa er að hann og Zo Coleman eru að vinna vel saman sem stórir menn og hann er að fá flott stig út úr þeirri samvinnu." Eftir erfiða byrjun á tímabilinu eru Stjörnumenn nú með tvo sigra í röð gegn sterkum liðum, Haukum og Njarðvík. Hvernig sér Hrafn framhaldið? "Mér finnst við vera búnir að koma upp varnarlegum stöðugleika. Höfum átt nokkra góða varnarleiki í röð núna, ég tel leikinn á móti Þórsurum með þrátt fyrir tap, og það er sú vinna sem mun skila okkur stöðugleika og árangri þegar líður að úrslitakeppninni." Justin: Eldræða Tómasar kveikti í okkur "Við þurftum á þessum sigri að halda. Fyrir leik þá hélt Tómas Heiðar algjöra eldræðu sem kveikti í okkur. Það er aðeins út úr hans karakter en við vitum samt að hann á þetta til. Það sást líka á því hvernig hann spilaði, hann var algjörlega tilbúinn. Síðan fengum við frábært framlag frá Kristni Ólafs og Ágústi og síðan átti Coleman frábæran leik, skapaði endalaust fyrir sjálfan sig og aðra." Innkoma Kristinns Ólafssonar af bekknum vakti athygli allra sem á horfðu og var Justin ánægður með sinn mann. "Það er frábært að sjá hann koma svona sterkan inn í þetta. Hann æfir aukalega eftir æfingar, tekur auka skot og leggur sig allan fram. Þjálfararnir eru sífellt að segja strákunum sem eru á bekknum að vera klárir þegar kallið kemur og þessvegna er svo ánægjulegt að sjá þá standa svona vel undir því." sagði þessi stórskemmtilegi leikmaður, stoltur af kjúklingunum sem eru að klekjast út á bekknum. Hann kvaddi síðan blaðamann með einlægri kveðju um gleðilega þakkargjörðarhátíð og óskaði öllum ánægjulegrar kalkúnamáltíðar. Orð sem auðvelt er að taka undir. Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Stjarnan úr Garðabæ sigraði Njarðvíkinga í baráttuleik í Ásgarðinum í kvöld. Hvítklæddir heimamenn voru fetinu á undan allan leikinn en tókst ekki að hrista Njarðvíkinga af sér fyrr en undir lok leiksins og höfðu að lokum 80 - 70 sigur. Með sigrinum fer Stjarnan upp að hlið Njarðvíkinga í deildinni með 10 stig. Þrátt fyrir að stinga aldrei af í kvöld voru Stjörnumenn alltaf skrefinu á undan. Frábært framlag frá Ágústi Angantýssyni og Kristni Ólafssyni skóp öðru fremur sigurinn en langt er síðan undirritaður sá leik í Ásgarði þar sem Marvin Valdimarsson og Justin Shouse voru samanlagt með 13 stig en unnu samt. Hvort Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnumanna, geti gengið að þessu framlagi vísu það sem eftir lifir tímabils er þó önnur og stærri spurning, en hann tekur því væntanlega fegins hendi í kvöld. Hjá Njarðvík voru Logi Gunnarsson og Haukur Helgi þeir einu með lífsmarki. Skotin gengu illa og var teigurinn algjör eign Garðbæinga. Marquise Simmons átti án vafa sinn versta leik á tímabilinu og þarf að gera betur ef hann vill koma í veg fyrir að Gunnar Örlygsson, formaður Njarðvíkinga, panti handa honum flugmiða heim í janúar.Stjarnan-Njarðvík 80-70 (21-19, 23-17, 19-24, 17-10)Stjarnan: Al'lonzo Coleman 19/13 fráköst/9 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 18/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 16, Justin Shouse 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristinn Ólafsson 8, Sæmundur Valdimarsson 6/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 2/5 fráköst.Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20/9 fráköst, Logi Gunnarsson 18/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 12/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9/8 fráköst, Marquise Simmons 9/9 fráköst, Hjalti Friðriksson 2. Leikurinn var jafn til að byrja með og einkenndist fyrsti leikhluti af töluverðri hörku og varnarbaráttu. Haukur Helgi og Marvin Valdimarsson skullu saman um miðjan leikhlutann sem hleypti illu blóði í baráttu liðanna. Stjörnumenn leiddu með tveimur stigum, 21-19 að leikhlutanum loknum. Annar leikhluti þróaðist á svipaða leið í upphafi. Leikurinn í járnum en Stjörnumenn þó alltaf hænuskrefi á undan, sérstaklega í baráttunni. Þegar líða tók á leikhlutann sigu þeir bláklæddu þó fram úr. Njarðvíkingar virtust hálf hræddir við körfuna og sóttu sín stig helst af vítalínunni. Hinum megin á vellinum voru Garðbæingar óhræddir við að keyra af krafti á körfuna og uppskáru oft villu að auki. Þegar flautað var til hálfleiks var forysta Garðbæinga komin í 8 stig, 44-36, og þjálfarar Njarðvíkur allt annað en sáttir við sína menn - og reyndar ekki dómarana heldur. Njarðvíkingar hafa líklega þurft að gangast undir hárblástursmeðferð í hálfleik frá þjálfurum sínum sem eru ekki þekktir fyrir að liggja á sínum skoðunum. Grænklæddir komu sprækir út í þriðja leikhlutann og umtalsvert ákveðnari. Hægt og rólega unnu þeir niður forskot Stjörnumanna. Um miðbik leikhlutans var dæmd umdeild ásetningsvilla á Marvin sem var jafnframt hans fimmta villa. Marvin því út úr leiknum með aðeins tvö stig. Njarðvíkingar gengu á lagið en þó ekki svo að þeir næðu algjörri stjórn á leiknum. Skotin duttu ekki niður fyrr en undir lok leikhlutans þegar Logi Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson tóku til sinna ráða. Staðan 63-60 að þriðja leikhluta loknum. Njarðvíkingar komust fljótlega í bullandi villuvandræði eftir að Logi og Simmons fengu sínar fjórðu villur strax í upphafi leikhlutans en fyrir voru Maciej Baginski og Haukur Helgi komnir með fjórar. Stjörnumenn héldu áfram að berjast undir körfunni sem skilaði sér í auðveldum körfum og fiskuðum villum. Að lokum var munurinn kominn í tíu stig og sterkur sigur heimamanna staðreynd, 80-70. Viðtöl væntanleg innan skamms. Friðrik: Þetta er enginn heimsendir Friðrik Ingi Rúnarsson var ósáttur með niðurstöðu leiksins en fór þó ekki á taugum. "Fyrst og fremst er ég óánægður með að tapa en þetta er enginn heimsendir. Heilt yfir vorum við að búa til töluvert af opnum skotum en þau fóru ekki niður í dag. Varnarleikurinn var í lagi á köflum en ekki nægjanlega samt. Við fengum síðan möguleika í leiknum, náðum að jafna og það var ákveðin sveifla með okkur en þegar skotin fara ekki niður þá er erfitt að nýta sér það." Erlendi leikmaður Njarðvíkur, Marquise Simmons, átti alls ekki góðan dag og áttu Stjörnumenn teiginn á báðum endum vallarins mest allan leikinn. "Simmons er búinn að spila býsna vel fyrir okkur í vetur, en hann er bara mannlegur og átti slakan leik í dag og það hafði sín áhrif. Þeir unnu klárlega baráttuna undir körfunni. Coleman hjá þeim er auðvitað frábær sóknarmaður, fyrst og síðast, boltinn leikur í höndunum á honum og þeir fengu meira út úr þessum svokallaða inn-út leik. En ég er viss um að hann komi sterkur til baka." sagði Friðrik að lokum. Haukur Helgi: Bekkurinn þeirra tilbúnari en byrjunarliðið okkar Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson var að vonum ósáttur með tapið í Ásgarði í kvöld. "Ég veit ekki hvað ég á að segja. Við vorum ekki tilbúnir, bekkurinn hjá þeim var meira tilbúinn en byrjunarliðið okkar. Kristinn Ólafsson var x-factorinn hjá þeim og einfaldlega slátraði okkur. Þeir bara flengdu okkur undir körfunni. Ég hefði þurft að koma meira þarna inní og hjálpa, taka fleiri fráköst. Eins tek ég mikið á mig í skotunum, ég var ekki að setja þau niður heldur. Þeir voru bara miklu ákveðnari og börðust meira en við. Þetta var ekki fallegt en við verðum bara að skoða þetta og halda áfram." Hrafn: Afar stoltur af liðinu mínu Hrafn Kristjánsson var sigurreifur að leik loknum. "Ég er stoltur af liðinu mínu. Varnarleikurinn heilt yfir var frábær. Í fyrri hálfleik höldum við þeim í 30% skotnýtingu við körfuna. Mér fannst þeir fá ansi mörg vítaskot og munurinn hefði verið meiri ef það hefði verið meira jafnvægi í þeim þætti. Við erum búnir að vera að vinna í andlegum stöðugleika og hörku og ég er ánægður með hvernig menn brugðust við ýmsu mótlæti sem kom upp í leiknum." sagði Hrafn. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson voru samanlagt með 13 stig en Hrafn vill meina að stigaskorun sé ekki allt. "Shouse getur spilað frábæra körfuboltaleiki án þess að skora mikið og hann gerði það hérna í kvöld og hefur gert nokkrum sinnum áður í vetur. Ég var mjög stoltur af honum í dag. Það sem skóp sigurinn í þessum leik er síðan innkoma Kristins Ólafssonar af bekknum. Hann kom inn ótrúlega einbeittur. Setti niður opnu skotin sín, spilaði flotta vörn á Hauk Helga, sem fann klárlega fyrir honum, og fiskaði einhverja 3-4 ruðninga. Frábær. Ágúst var líka flottur. Það sem er að gerast hjá Gústa er að hann og Zo Coleman eru að vinna vel saman sem stórir menn og hann er að fá flott stig út úr þeirri samvinnu." Eftir erfiða byrjun á tímabilinu eru Stjörnumenn nú með tvo sigra í röð gegn sterkum liðum, Haukum og Njarðvík. Hvernig sér Hrafn framhaldið? "Mér finnst við vera búnir að koma upp varnarlegum stöðugleika. Höfum átt nokkra góða varnarleiki í röð núna, ég tel leikinn á móti Þórsurum með þrátt fyrir tap, og það er sú vinna sem mun skila okkur stöðugleika og árangri þegar líður að úrslitakeppninni." Justin: Eldræða Tómasar kveikti í okkur "Við þurftum á þessum sigri að halda. Fyrir leik þá hélt Tómas Heiðar algjöra eldræðu sem kveikti í okkur. Það er aðeins út úr hans karakter en við vitum samt að hann á þetta til. Það sást líka á því hvernig hann spilaði, hann var algjörlega tilbúinn. Síðan fengum við frábært framlag frá Kristni Ólafs og Ágústi og síðan átti Coleman frábæran leik, skapaði endalaust fyrir sjálfan sig og aðra." Innkoma Kristinns Ólafssonar af bekknum vakti athygli allra sem á horfðu og var Justin ánægður með sinn mann. "Það er frábært að sjá hann koma svona sterkan inn í þetta. Hann æfir aukalega eftir æfingar, tekur auka skot og leggur sig allan fram. Þjálfararnir eru sífellt að segja strákunum sem eru á bekknum að vera klárir þegar kallið kemur og þessvegna er svo ánægjulegt að sjá þá standa svona vel undir því." sagði þessi stórskemmtilegi leikmaður, stoltur af kjúklingunum sem eru að klekjast út á bekknum. Hann kvaddi síðan blaðamann með einlægri kveðju um gleðilega þakkargjörðarhátíð og óskaði öllum ánægjulegrar kalkúnamáltíðar. Orð sem auðvelt er að taka undir. Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira