Hver á að græða á heilsugæslunni? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Sjálfstæðismenn hafa komið því þannig fyrir að ráðherra getur gert samninga um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu án aðkomu Alþingis. Þegar ráðherra talar um „fjölbreyttari valkosti“ er hann í raun að tala um það sem heitir á mannamáli aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslan er aðeins fyrsta skrefið. Ráðherra skipaði starfshóp sem ætlað er að skoða „fleiri“ rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Þeir sem vilja selja ríkinu slíka þjónustu til að græða á henni hafa í gegnum starfshópinn beina aðkomu að því að skilgreina hverjir þurfa þjónustu og hvernig hún skal veitt. Einkavæðing heilsugæslunnar gekk hratt fyrir sig í Svíþjóð á sínum tíma, umsvif einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu tvöfölduðust undir hægristjórn Fredriks Reinfeldt. Sýnt hefur verið fram á að jafngildi rúmlega 500 milljarða íslenskra króna var tekið úr vasa sænskra skattgreiðenda til að standa undir arðgreiðslum til eigenda gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu þar í landi á árunum 2008-2012. Þetta var gert þrátt fyrir að fjölmargar skoðanakannanir sýni fram á að sjö af hverjum tíu Svíum séu mótfallnir því að arður sé tekinn út úr slíkri þjónustu.Horfið af braut einkavæðingar Nú hefur í auknum mæli þurft að hverfa af braut einkavæðingar í Svíþjóð og hið opinbera hefur þurft að taka aftur yfir rekstur heilsugæslustöðva með ærnum tilkostnaði. Úttekt sænsku ríkisendurskoðunarinnar leiddi í ljós að þjónustan varð brotakenndari og að eftirspurn réð framboði á heilbrigðisþjónustu frekar en raunveruleg þörf. Þetta leiddi til þess að hinir efnameiri og hraustari fengu betri þjónustu, hinir fátæku og veikari fengu verri þjónustu. Það sama á við um rekstur hjúkrunarheimila í Danmörku. Einkaframtakið brást og aukakostnaður við að taka aftur yfir reksturinn leggst á hið opinbera. Langflestir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að greiða skuli fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu úr sameiginlegum sjóðum. Í einhverjum tilfellum má velferðarþjónusta vera á hendi styrktar- og eða góðgerðarfélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Þeir sem fá opinbert fé til að veita slíka þjónustu eiga eðlilega að gera grein fyrir hverri krónu og tryggja þarf að opinbert fé fari ekki í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja. Rekstur heilsugæslustöðva á að vera á hendi hins opinbera. Það á að vera metnaður okkar allra að greiða fyrir slíkt úr sameiginlegum sjóðum og tryggja öllum aðgang, óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Framtíðarsýn sem byggist á því að sumir geti borgað aukalega fyrir betri þjónustu, á meðan aðrir hagnast á heilbrigðiskerfinu, er sýn sem ég deili einfaldlega ekki. Það er skrítið að líta á það sem forgangsverkefni að nota skattfé til að tryggja eigendum gróðadrifinna fyrirtækja arð, í stað þess að forgangsraða sama fjármagni í þjónustuna sjálfa. Það nýtist nefnilega öllum, líka þeim fátæku. Um þessi áform hef ég aðeins eitt að segja: Heilsugæslan er ekki til sölu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Sjálfstæðismenn hafa komið því þannig fyrir að ráðherra getur gert samninga um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu án aðkomu Alþingis. Þegar ráðherra talar um „fjölbreyttari valkosti“ er hann í raun að tala um það sem heitir á mannamáli aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslan er aðeins fyrsta skrefið. Ráðherra skipaði starfshóp sem ætlað er að skoða „fleiri“ rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Þeir sem vilja selja ríkinu slíka þjónustu til að græða á henni hafa í gegnum starfshópinn beina aðkomu að því að skilgreina hverjir þurfa þjónustu og hvernig hún skal veitt. Einkavæðing heilsugæslunnar gekk hratt fyrir sig í Svíþjóð á sínum tíma, umsvif einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu tvöfölduðust undir hægristjórn Fredriks Reinfeldt. Sýnt hefur verið fram á að jafngildi rúmlega 500 milljarða íslenskra króna var tekið úr vasa sænskra skattgreiðenda til að standa undir arðgreiðslum til eigenda gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu þar í landi á árunum 2008-2012. Þetta var gert þrátt fyrir að fjölmargar skoðanakannanir sýni fram á að sjö af hverjum tíu Svíum séu mótfallnir því að arður sé tekinn út úr slíkri þjónustu.Horfið af braut einkavæðingar Nú hefur í auknum mæli þurft að hverfa af braut einkavæðingar í Svíþjóð og hið opinbera hefur þurft að taka aftur yfir rekstur heilsugæslustöðva með ærnum tilkostnaði. Úttekt sænsku ríkisendurskoðunarinnar leiddi í ljós að þjónustan varð brotakenndari og að eftirspurn réð framboði á heilbrigðisþjónustu frekar en raunveruleg þörf. Þetta leiddi til þess að hinir efnameiri og hraustari fengu betri þjónustu, hinir fátæku og veikari fengu verri þjónustu. Það sama á við um rekstur hjúkrunarheimila í Danmörku. Einkaframtakið brást og aukakostnaður við að taka aftur yfir reksturinn leggst á hið opinbera. Langflestir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að greiða skuli fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu úr sameiginlegum sjóðum. Í einhverjum tilfellum má velferðarþjónusta vera á hendi styrktar- og eða góðgerðarfélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Þeir sem fá opinbert fé til að veita slíka þjónustu eiga eðlilega að gera grein fyrir hverri krónu og tryggja þarf að opinbert fé fari ekki í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja. Rekstur heilsugæslustöðva á að vera á hendi hins opinbera. Það á að vera metnaður okkar allra að greiða fyrir slíkt úr sameiginlegum sjóðum og tryggja öllum aðgang, óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Framtíðarsýn sem byggist á því að sumir geti borgað aukalega fyrir betri þjónustu, á meðan aðrir hagnast á heilbrigðiskerfinu, er sýn sem ég deili einfaldlega ekki. Það er skrítið að líta á það sem forgangsverkefni að nota skattfé til að tryggja eigendum gróðadrifinna fyrirtækja arð, í stað þess að forgangsraða sama fjármagni í þjónustuna sjálfa. Það nýtist nefnilega öllum, líka þeim fátæku. Um þessi áform hef ég aðeins eitt að segja: Heilsugæslan er ekki til sölu!
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun