Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 74-84 | Langþráður Grindavíkursigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2015 21:30 Grindvíkingar gátu fagnað í kvöld. Vísir/Ernir Grindavík bar sigurorð af Þór, 74-84, í lokaleik 7. umferðar Domino's deildar karla í körfubolta. Grindvíkingar bundu þar með enda á fjögurra leikja sigurgöngu Þórsara og unnu um leið sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum. Liðin eru nú með jafnmörg stig (fjögur) þegar sjö umferðum er lokið. Leikurinn var kaflaskiptur en góður kaflarnir hjá Grindavík voru fleiri og betri og þeir unnu sanngjarnan sigur sem gefur þeim væntanlega byr undir báða vængi fyrir framhaldið. Stigunum var ójafnt skipt hjá Þór í fyrri hálfleik. Ragnar Nathanaelsson var frábær með 16 stig og níu fráköst og Halldór Garðar Hermannsson skoraði níu stig af bekknum en aðrir voru talsvert frá sínu besta. Vance Hall, sá öflugi leikmaður, var í villuvandræðum og komst í lítinn takt við leikinn og þeir Emil Karel Einarsson, Davíð Arnar Ágústsson, Þorsteinn Már Ragnarsson og Ragnar Örn Bragason skiluðu aðeins samtals sex stigum í fyrri hálfleik. Grindvíkingar byrjaði leikinn miklu betur, hittu vel og eftir rúmar fimm mínútur var staðan orðin 4-16, gestunum í vil. Það var lítið að frétta í sóknarleik heimamanna ef frá er talið framlag Ragnars sem skoraði fyrstu sjö stig Þórs. En Þórsarar náðu áttum um miðjan 1. leikhluta, ekki síst fyrir tilstilli Halldórs Garðars sem skilaði sjö stigum af bekknum. Á sama tíma hrundi sóknarleikur gestanna sem skoruðu ekki körfu síðustu fimm mínútur leikhlutans. Þórsarar luku fyrri hálfleiknum á 15-1 spretti og leiddu með tveimur stigum, 19-17, eftir 1. leikhluta. Þeir héldu áfram að spila vel í 2. leikhluta og náðu mest 11 stiga forskoti, 36-25. Grindvíkingar voru í vandræðum í sókninni á þessum kafla og þurftu að sætta sig við miserfið stökkskot enda enginn hægðarleikur að sækja inn í teiginn þar sem Ragnar réði ríkjum. En þrátt fyrir erfiðleikana héldu Grindvíkingar haus og þeir koma með sterkt áhlaup undir lok fyrri hálfleiks þegar Hall var utan vallar vegna villuvandræða. Gestirnir settu niður þrjá þrista í röð og náðu svo forystunni, 38-39, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og hreinlega áttu 3. leikhlutann með húð og hári. Gestirnir spiluðu ljómandi vel á báðum endum vallarins og fengu framlag úr öllum áttum. Þórsarar voru hins vegar í tómu tjóni en sá eini sem var með lífsmarki í 3. leikhluta var Þorsteinn Már sem skoraði þá 10 af 12 stigum sínum í leiknum. Eins góður og Ragnar var í fyrri hálfleik, þá náði hann sér ekki á strik í seinni hálfleik þar sem hann skoraði aðeins tvö stig sem komu bæði af vítalínunni. Reyndar var vítanýting Þórsara í leiknum skelfileg, eða 53%, sem reyndist þeim dýrt. En þrátt fyrir erfiðan 3. leikhluta voru heimamenn ekki tilbúnir að gefast upp og þeir komu með áhlaup í 4. leikhluta. Þórsarar komust snemma í bónus í lokaleikhlutanum en náðu ekki að nýta sér það sem skildi sökum slakrar vítanýtingar. Heimamenn sóttu hart að gestunum sem áttu þó alltaf svar. Miklu munaði um framlag Eric Wise sem skoraði mikilvægar körfur undir lok leiks þegar Þórsarar voru farnir að nálgast Grindvíkinga ískyggilega mikið. Þór náði að minnka muninn í tvö stig en nær komust þeir ekki. Grindvíkingar sýndu styrk, kláruðu vítin sín og fögnuðu að lokum 10 stiga sigri, 74-84. Wise var atkvæðamestur í liði Grindavíkur með 30 stig og átta fráköst. Jón Axel Guðmundsson skoraði 18 stig og gaf átta stoðsendingar og Jóhann Árni Ólafsson átti sömuleiðis flottan leik með 14 stig og sjö fráköst. Hjá Þór var Hall stigahæstur með 23 stig en Ragnar kom næstur með 18 stig og 14 fráköst.Bein lýsing: Þór Þ. - GrindavíkEinar Árni: Vorum alltof oft litlir kallar Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var langt frá því að vera sáttur með sína menn eftir tapleikinn gegn Grindavík í kvöld. "Ég ætla nú ekki að tefja þig lengi í kvöld, það var svo margt sem fór úrskeiðis," sagði Einar aðspurður hvað hefði gerst hjá Þórsurum sem voru búnir að vinna fjóra leiki í röð fyrir leikinn í kvöld. "Það vantaði einbeitingu, við vorum að tapa óþarflega mörgum boltum illa og svo lentum við í alls konar vandræðum. "Ég verð að hrósa Grindvíkingum, þeir voru mjög ákveðnir í vörninni og við vorum alltof oft litlir kallar í staðinn fyrir að taka fast á móti þeim. Við áttum í vandræðum með að stoppa Kanann þeirra (Eric Wise) og það var af mörgu að taka. "Ég held að þetta sé það daprasta sem við höfum sýnt í vetur," sagði Einar. Þórsarar áttu ágætis kafla í fyrri hálfleik en misstu tökin undir lok hans. Einar sagði að fjarvera Vance Hall hafi skipt sköpum en hann sat á bekknum á þessum kafla sökum villuvandræða. "Vance er lykilmaður í þessu liði og hann fær þrjár villur snemma í leiknum. Þessar mínútur sem hann er utan vallar voru einfaldlega mjög daprar. "Við vorum að ég held 10 stigum yfir þegar hann fær þriðju villuna og við köstuðum þeirri forystu frá okkur með lélegri spilamennsku. Við vorum óagaðir og skotvalið lélegt," sagði Einar sem vill sjá betri leik hjá sínum mönnum gegn Haukum í næstu umferð. "Það þýðir ekkert að dvelja við þetta, það er bara næsti leikur og áfram gakk."Jóhann: Héldum haus þegar þeir komu með áhlaup Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með stigin tvö sem hans menn sóttu til Þorlákshafnar í kvöld. "Heildin, held ég," sagði Jóhann þegar hann var spurður hvað hefði skilað sigrinum í kvöld sem var sá fyrsti hjá Grindavík síðan í 3. umferð. "Við spiluðum vel saman í sókn þegar á reyndi og varnarleikurinn hélt ágætlega. Þetta var svolítið skrítinn leikur, hátt spennustig og ekki fallegur körfubolti en við unnum og ég er sáttur með það." Grindvíkingar fengu framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld sem hafði mikið að segja um úrslit leiksins. "Við leggjum upp úr því að liðsheildin virki vel og þegar hún er til staðar erum við miklu betri. Og sú var raunin í dag," sagði Jóhann og bætti við: "Við höfum einblínt á hlutina sem við getum stjórnað og halda okkur í núinu og pæla ekki of mikið í því sem er búið. Mér fannst við gera það vel í dag. "Þeir komu með áhlaup en við héldum haus í staðinn fyrir að tvístrast eins og í síðustu leikjum," sagði Jóhann að lokum.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Grindavík bar sigurorð af Þór, 74-84, í lokaleik 7. umferðar Domino's deildar karla í körfubolta. Grindvíkingar bundu þar með enda á fjögurra leikja sigurgöngu Þórsara og unnu um leið sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum. Liðin eru nú með jafnmörg stig (fjögur) þegar sjö umferðum er lokið. Leikurinn var kaflaskiptur en góður kaflarnir hjá Grindavík voru fleiri og betri og þeir unnu sanngjarnan sigur sem gefur þeim væntanlega byr undir báða vængi fyrir framhaldið. Stigunum var ójafnt skipt hjá Þór í fyrri hálfleik. Ragnar Nathanaelsson var frábær með 16 stig og níu fráköst og Halldór Garðar Hermannsson skoraði níu stig af bekknum en aðrir voru talsvert frá sínu besta. Vance Hall, sá öflugi leikmaður, var í villuvandræðum og komst í lítinn takt við leikinn og þeir Emil Karel Einarsson, Davíð Arnar Ágústsson, Þorsteinn Már Ragnarsson og Ragnar Örn Bragason skiluðu aðeins samtals sex stigum í fyrri hálfleik. Grindvíkingar byrjaði leikinn miklu betur, hittu vel og eftir rúmar fimm mínútur var staðan orðin 4-16, gestunum í vil. Það var lítið að frétta í sóknarleik heimamanna ef frá er talið framlag Ragnars sem skoraði fyrstu sjö stig Þórs. En Þórsarar náðu áttum um miðjan 1. leikhluta, ekki síst fyrir tilstilli Halldórs Garðars sem skilaði sjö stigum af bekknum. Á sama tíma hrundi sóknarleikur gestanna sem skoruðu ekki körfu síðustu fimm mínútur leikhlutans. Þórsarar luku fyrri hálfleiknum á 15-1 spretti og leiddu með tveimur stigum, 19-17, eftir 1. leikhluta. Þeir héldu áfram að spila vel í 2. leikhluta og náðu mest 11 stiga forskoti, 36-25. Grindvíkingar voru í vandræðum í sókninni á þessum kafla og þurftu að sætta sig við miserfið stökkskot enda enginn hægðarleikur að sækja inn í teiginn þar sem Ragnar réði ríkjum. En þrátt fyrir erfiðleikana héldu Grindvíkingar haus og þeir koma með sterkt áhlaup undir lok fyrri hálfleiks þegar Hall var utan vallar vegna villuvandræða. Gestirnir settu niður þrjá þrista í röð og náðu svo forystunni, 38-39, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og hreinlega áttu 3. leikhlutann með húð og hári. Gestirnir spiluðu ljómandi vel á báðum endum vallarins og fengu framlag úr öllum áttum. Þórsarar voru hins vegar í tómu tjóni en sá eini sem var með lífsmarki í 3. leikhluta var Þorsteinn Már sem skoraði þá 10 af 12 stigum sínum í leiknum. Eins góður og Ragnar var í fyrri hálfleik, þá náði hann sér ekki á strik í seinni hálfleik þar sem hann skoraði aðeins tvö stig sem komu bæði af vítalínunni. Reyndar var vítanýting Þórsara í leiknum skelfileg, eða 53%, sem reyndist þeim dýrt. En þrátt fyrir erfiðan 3. leikhluta voru heimamenn ekki tilbúnir að gefast upp og þeir komu með áhlaup í 4. leikhluta. Þórsarar komust snemma í bónus í lokaleikhlutanum en náðu ekki að nýta sér það sem skildi sökum slakrar vítanýtingar. Heimamenn sóttu hart að gestunum sem áttu þó alltaf svar. Miklu munaði um framlag Eric Wise sem skoraði mikilvægar körfur undir lok leiks þegar Þórsarar voru farnir að nálgast Grindvíkinga ískyggilega mikið. Þór náði að minnka muninn í tvö stig en nær komust þeir ekki. Grindvíkingar sýndu styrk, kláruðu vítin sín og fögnuðu að lokum 10 stiga sigri, 74-84. Wise var atkvæðamestur í liði Grindavíkur með 30 stig og átta fráköst. Jón Axel Guðmundsson skoraði 18 stig og gaf átta stoðsendingar og Jóhann Árni Ólafsson átti sömuleiðis flottan leik með 14 stig og sjö fráköst. Hjá Þór var Hall stigahæstur með 23 stig en Ragnar kom næstur með 18 stig og 14 fráköst.Bein lýsing: Þór Þ. - GrindavíkEinar Árni: Vorum alltof oft litlir kallar Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var langt frá því að vera sáttur með sína menn eftir tapleikinn gegn Grindavík í kvöld. "Ég ætla nú ekki að tefja þig lengi í kvöld, það var svo margt sem fór úrskeiðis," sagði Einar aðspurður hvað hefði gerst hjá Þórsurum sem voru búnir að vinna fjóra leiki í röð fyrir leikinn í kvöld. "Það vantaði einbeitingu, við vorum að tapa óþarflega mörgum boltum illa og svo lentum við í alls konar vandræðum. "Ég verð að hrósa Grindvíkingum, þeir voru mjög ákveðnir í vörninni og við vorum alltof oft litlir kallar í staðinn fyrir að taka fast á móti þeim. Við áttum í vandræðum með að stoppa Kanann þeirra (Eric Wise) og það var af mörgu að taka. "Ég held að þetta sé það daprasta sem við höfum sýnt í vetur," sagði Einar. Þórsarar áttu ágætis kafla í fyrri hálfleik en misstu tökin undir lok hans. Einar sagði að fjarvera Vance Hall hafi skipt sköpum en hann sat á bekknum á þessum kafla sökum villuvandræða. "Vance er lykilmaður í þessu liði og hann fær þrjár villur snemma í leiknum. Þessar mínútur sem hann er utan vallar voru einfaldlega mjög daprar. "Við vorum að ég held 10 stigum yfir þegar hann fær þriðju villuna og við köstuðum þeirri forystu frá okkur með lélegri spilamennsku. Við vorum óagaðir og skotvalið lélegt," sagði Einar sem vill sjá betri leik hjá sínum mönnum gegn Haukum í næstu umferð. "Það þýðir ekkert að dvelja við þetta, það er bara næsti leikur og áfram gakk."Jóhann: Héldum haus þegar þeir komu með áhlaup Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með stigin tvö sem hans menn sóttu til Þorlákshafnar í kvöld. "Heildin, held ég," sagði Jóhann þegar hann var spurður hvað hefði skilað sigrinum í kvöld sem var sá fyrsti hjá Grindavík síðan í 3. umferð. "Við spiluðum vel saman í sókn þegar á reyndi og varnarleikurinn hélt ágætlega. Þetta var svolítið skrítinn leikur, hátt spennustig og ekki fallegur körfubolti en við unnum og ég er sáttur með það." Grindvíkingar fengu framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld sem hafði mikið að segja um úrslit leiksins. "Við leggjum upp úr því að liðsheildin virki vel og þegar hún er til staðar erum við miklu betri. Og sú var raunin í dag," sagði Jóhann og bætti við: "Við höfum einblínt á hlutina sem við getum stjórnað og halda okkur í núinu og pæla ekki of mikið í því sem er búið. Mér fannst við gera það vel í dag. "Þeir komu með áhlaup en við héldum haus í staðinn fyrir að tvístrast eins og í síðustu leikjum," sagði Jóhann að lokum.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira