Þúsundir mótmæltu á götum Parísar Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Hundruðum skópara var raðað á Lýðræðistorgið í París í gær. Loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna ótryggs ástands. Lögregla í París þurfti að grípa til táragass gegn mótmælendum á Lýðræðistorginu þar í gær. Þeir sem söfnuðust þar saman mótmæltu því að skipulögð loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna óvissu í öryggismálum. Ganga átti um götur Parísar, líkt og annars staðar í heiminum, til að skora á þjóðarleiðtoga heimsins að samþykkja tillögur gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýst neyðarástand er enn í gildi í borginni eftir ódæðin þann 13. nóvember síðastliðinn. Þar létu 130 lífið og tugir særðust. Það var af þeim sökum að borgaryfirvöld í París ákváðu að banna loftslagsgönguna. Áður en gangan var bönnuð hópuðust þúsundir manna á Lýðræðistorgið en þar átti gangan að hefjast. Skildu margir þátttakendur eftir skópar á torginu til þess að sýna málstaðnum stuðning og sem tákn um ófarna kröfugöngu. Þó nokkur fjöldi einstaklinga lét sér það ekki nægja heldur ákvað að ganga og sló þá í brýnu milli lögreglunnar í borginni og mótmælenda. Um 2.000 skipulagðar göngur voru haldnar um allan heim í gær. Krafa var sett fram í göngunni um að íslensk stjórnvöld myndu skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent á næstu árum. 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í borginni í dag og stendur til 11. desember. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar og vonir bundnar við að hún festi í sessi baráttu gegn hlýnun jarðar. Þúsundir eru mættar til Parísar í þeim erindagjörðum að þrýsta á alþjóðasamfélagið að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum. Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Lögregla í París þurfti að grípa til táragass gegn mótmælendum á Lýðræðistorginu þar í gær. Þeir sem söfnuðust þar saman mótmæltu því að skipulögð loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna óvissu í öryggismálum. Ganga átti um götur Parísar, líkt og annars staðar í heiminum, til að skora á þjóðarleiðtoga heimsins að samþykkja tillögur gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýst neyðarástand er enn í gildi í borginni eftir ódæðin þann 13. nóvember síðastliðinn. Þar létu 130 lífið og tugir særðust. Það var af þeim sökum að borgaryfirvöld í París ákváðu að banna loftslagsgönguna. Áður en gangan var bönnuð hópuðust þúsundir manna á Lýðræðistorgið en þar átti gangan að hefjast. Skildu margir þátttakendur eftir skópar á torginu til þess að sýna málstaðnum stuðning og sem tákn um ófarna kröfugöngu. Þó nokkur fjöldi einstaklinga lét sér það ekki nægja heldur ákvað að ganga og sló þá í brýnu milli lögreglunnar í borginni og mótmælenda. Um 2.000 skipulagðar göngur voru haldnar um allan heim í gær. Krafa var sett fram í göngunni um að íslensk stjórnvöld myndu skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent á næstu árum. 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í borginni í dag og stendur til 11. desember. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar og vonir bundnar við að hún festi í sessi baráttu gegn hlýnun jarðar. Þúsundir eru mættar til Parísar í þeim erindagjörðum að þrýsta á alþjóðasamfélagið að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum.
Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira