Orðusvipting óháð mögulegu framboði Ólafs Ragnars til endurkjörs Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2015 12:55 Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira