Heilsueflandi Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 9. desember 2015 07:00 Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar