Losun í París, lokun í Genf Ögmundur Jónasson skrifar 9. desember 2015 07:00 Á sama tíma og fulltrúar heimsbyggðarinnar ræða hvernig hamla megi gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koma fulltrúar TiSA-ríkjanna saman í Genf til að ræða hið gagnstæða; hvernig koma megi í veg fyrir að félagsleg sjónarmið standi í vegi fyrir markaðsvæðingu þess sem á TiSA-máli kallast „Environmental services“ eða umhverfistengd þjónustuviðskipti.Klippt á lýðræðislegar rætur TiSA er skammstöfun fyrir Trade in Services Agreement. Þessar fríverslunarviðræður spruttu upp úr GATS – General Agreement of Trade in Services – viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um þjónustuviðskipti og hófust þær formlega árið 2013 eftir að hlé hafði verið gert á GATS-viðræðunum vegna vaxandi andstöðu almennings og fátækustu ríkja heims. GATS og TiSA eru af sama toga og ganga út á lýðræðisvana markaðsvæðingu. Annars vegar er hún óafturkræf. Ekki er hægt fyrir nýjar ríkisstjórnir að vinda ofan af skuldbindingum um markaðsvæðingu, sem forverarnir gáfu, nema eiga málssókn á hættu. Í annan stað byggja þessar málsóknir á gerðardómsréttarfari, það þýðir að ágreiningsmálum er ekki skotið til dómstóla í viðkomandi ríkjum heldur til gerðardóma með aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta þýðir að klippt er á dómsvald sem á sér lýðræðislegar rætur.Aðild Íslands að siðleysinu Þessar TiSA-samningaviðræður eru siðlausar af tveimur ástæðum fyrir utan það sem hér var nefnt. Annars vegar eru TiSA-viðræðurnar tilraun ríkari hluta heimsins til að komast að samkomulagi sem síðan verði þröngvað upp á hinn snauðari hluta. Þetta takmark hefur ekki verið farið í grafgötur með. Í skýrslu utanríkisráðherra Íslands í mars 2014 segir að vonast sé til að aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar „gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar viðræðum er lokið“! Hér er vísað til allra 123 ríkjanna sem stóðu að GATS-viðræðunum. Hins vegar eru TiSA-viðræðurnar ósiðlegar vegna leyndarinnar. Í TiSA-viðræðunum er meiningin að komast að samkomulagi undir leyndarhjúp um mál sem varða samfélagið allt.Leikbrúður fjármagnsins Fréttir af TiSA-viðræðunum nú eigum við enn og aftur Wikileaks að þakka. Í síðustu viku kom Wikileaks fréttum af leynimakkinu í Genf á framfæri. Athyglisvert er að lekinn hefur vakið miklu meiri athygli í þriðja heiminum en í okkar heimshluta þótt rökrétt væri að öll heimsbyggðin risi upp þegar alþjóðafjármagnið gerir lýðræðislega fulltrúa okkar að leikbrúðum sínum. Samningsríkin í TiSA-viðræðunum eru ýmist talin 50 eða 23 eftir því hvort Evrópusambandsríkin eru talin öll sér eða litið á þau sem eina heild en þannig koma þau að þessum viðræðum. Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem tillöguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi!Varnaðarorð alþjóðasamtaka launafólks Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, hafa fylgst með þessum viðræðum eins og þau hafa getað og sagði Rosa Pavanelli, framkvæmdastjóri PSI, eftir að upplýsingarnar komu fram í síðustu viku, að með ólíkindum væri að heimurinn þurfi að reiða sig á Wikileaks um aðgang að upplýsingum um hvað ríkisstjórnir okkar eru að semja um á bak við tjöldin fyrir okkar hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ögmundur Jónasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fulltrúar heimsbyggðarinnar ræða hvernig hamla megi gegn losun gróðurhúsalofttegunda, koma fulltrúar TiSA-ríkjanna saman í Genf til að ræða hið gagnstæða; hvernig koma megi í veg fyrir að félagsleg sjónarmið standi í vegi fyrir markaðsvæðingu þess sem á TiSA-máli kallast „Environmental services“ eða umhverfistengd þjónustuviðskipti.Klippt á lýðræðislegar rætur TiSA er skammstöfun fyrir Trade in Services Agreement. Þessar fríverslunarviðræður spruttu upp úr GATS – General Agreement of Trade in Services – viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um þjónustuviðskipti og hófust þær formlega árið 2013 eftir að hlé hafði verið gert á GATS-viðræðunum vegna vaxandi andstöðu almennings og fátækustu ríkja heims. GATS og TiSA eru af sama toga og ganga út á lýðræðisvana markaðsvæðingu. Annars vegar er hún óafturkræf. Ekki er hægt fyrir nýjar ríkisstjórnir að vinda ofan af skuldbindingum um markaðsvæðingu, sem forverarnir gáfu, nema eiga málssókn á hættu. Í annan stað byggja þessar málsóknir á gerðardómsréttarfari, það þýðir að ágreiningsmálum er ekki skotið til dómstóla í viðkomandi ríkjum heldur til gerðardóma með aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta þýðir að klippt er á dómsvald sem á sér lýðræðislegar rætur.Aðild Íslands að siðleysinu Þessar TiSA-samningaviðræður eru siðlausar af tveimur ástæðum fyrir utan það sem hér var nefnt. Annars vegar eru TiSA-viðræðurnar tilraun ríkari hluta heimsins til að komast að samkomulagi sem síðan verði þröngvað upp á hinn snauðari hluta. Þetta takmark hefur ekki verið farið í grafgötur með. Í skýrslu utanríkisráðherra Íslands í mars 2014 segir að vonast sé til að aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar „gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar viðræðum er lokið“! Hér er vísað til allra 123 ríkjanna sem stóðu að GATS-viðræðunum. Hins vegar eru TiSA-viðræðurnar ósiðlegar vegna leyndarinnar. Í TiSA-viðræðunum er meiningin að komast að samkomulagi undir leyndarhjúp um mál sem varða samfélagið allt.Leikbrúður fjármagnsins Fréttir af TiSA-viðræðunum nú eigum við enn og aftur Wikileaks að þakka. Í síðustu viku kom Wikileaks fréttum af leynimakkinu í Genf á framfæri. Athyglisvert er að lekinn hefur vakið miklu meiri athygli í þriðja heiminum en í okkar heimshluta þótt rökrétt væri að öll heimsbyggðin risi upp þegar alþjóðafjármagnið gerir lýðræðislega fulltrúa okkar að leikbrúðum sínum. Samningsríkin í TiSA-viðræðunum eru ýmist talin 50 eða 23 eftir því hvort Evrópusambandsríkin eru talin öll sér eða litið á þau sem eina heild en þannig koma þau að þessum viðræðum. Ísland er þarna með á báti, sem áður segir, og var í fréttum í síðustu viku vísað í Noreg og Ísland sem tillöguríki um tiltekna þætti í þessum viðræðum án þess að nokkur opin umræða hafi farið fram um það hér á landi!Varnaðarorð alþjóðasamtaka launafólks Alþjóðasamtök starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International, PSI, hafa fylgst með þessum viðræðum eins og þau hafa getað og sagði Rosa Pavanelli, framkvæmdastjóri PSI, eftir að upplýsingarnar komu fram í síðustu viku, að með ólíkindum væri að heimurinn þurfi að reiða sig á Wikileaks um aðgang að upplýsingum um hvað ríkisstjórnir okkar eru að semja um á bak við tjöldin fyrir okkar hönd.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun