Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 12:15 Jón Bjarnason og Stormur. Vísir/Pjetur Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun. Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Sjá meira
Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun.
Veður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Sjá meira