Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 12:15 Jón Bjarnason og Stormur. Vísir/Pjetur Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun. Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun.
Veður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira