Hlýnun jarðar sést hvað best á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Ferskvatnsvistkerfi verða fyrir hvað mestu álagi vegna hlýnunar. fréttablaðið/gva Rannsóknir á íslensku ferskvatnsauðlindinni eru hvað mikilvægastar í ljósi áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Hvergi eru merki hlýnunar eins greinileg hérlendis. „Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. „Þetta sést kannski fljótar og gleggra en víða annars staðar, kannski vegna þess að við erum á mörkum ákveðinna loftslagssvæða. Hér eru tiltölulega fáar tegundir dýra, frekar einfalt vistkerfi sem bregst mjög hratt við.“ Hér eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska og því er auðvelt að merkja þegar ein gefur eftir eða annarri vex ásmegin. Víða annars staðar eru tegundirnar taldar í tugum og mun erfiðara að greina breytingar og að sjá hlutina gerast. „Þegar við fáum inn nýjar tegundir þá verða þær fyrirferðarmiklar, eins og með flundruna í ferskvatni og það sama er að gerast í sjó eins og makríll hefur sýnt og sannað,“ segir Sigurður og bætir við að bleikja í ferskvatni sé nær horfin úr grunnum láglendisvötnum á Suður- og Vesturlandi þar sem hún þolir ekki við þegar þau hitna, en bleikjan er hánorræn tegund með útbreiðslu víða á norðurhveli. Sjúkdómar hafa t.d. komið upp í bleikjustofnum vegna hlýnunar.Sigurður Guðjónsson forstjóri VeiðimálastofnunarJónína Herdís Ólafsdóttir, líffræðingur á Veiðimálastofnun, bendir á að ferskvatnsvistkerfi eru samkvæmt rannsóknum mest röskuðu vistkerfi heimsins, einkum vegna tilhneigingar manna til að flykkjast um þau og raska vatnasviðum. Þar að auki eru þau gjarnan virkjuð og notuð sem fráveitur fyrir ýmsan úrgang. „Ferskvatn er einnig sú vist sem stendur mest ógn af loftlagsbreytingum. Á meðan fuglar og sjávardýr við Ísland geta enn sem komið er flutt sig norðar með hlýnandi veðurfari, þá eru mörg ferskvatnsdýr kyrrsett í vatni og ám og hafa takmarkaða möguleika til búferlaflutninga. Ferskvatn er það vistkerfi á Íslandi sem hefur nú þegar fengið á sig þungt högg og eru áhrif loftlagsbreytinga skýr í rannsóknargögnum Veiðimálastofnunar. Sum vötn á landinu hafa hlýnað um 2-3 gráður á einungis þremur áratugum og miðað við spár jarðfræðinga mun gífurleg bráðnun jökla hafa mikil áhrif, bæði á lífríki í ferskvatni sem og jafnrennsli í vatnsbólum. Ferskvatnsrannsóknir koma því til með að vera í brennidepli á komandi áratugum,“ segir Jónína. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru Íslendingar fjórða ríkasta ferskvatnsþjóð heims miðað við höfðatölu, en á sama tíma er fjallað um þá staðreynd á Loftslagsráðstefnunni í París að ferskvatn kemur til með að verða takmörkuð auðlind í heiminum síðar á þessari öld. Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59 Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Rannsóknir á íslensku ferskvatnsauðlindinni eru hvað mikilvægastar í ljósi áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Hvergi eru merki hlýnunar eins greinileg hérlendis. „Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. „Þetta sést kannski fljótar og gleggra en víða annars staðar, kannski vegna þess að við erum á mörkum ákveðinna loftslagssvæða. Hér eru tiltölulega fáar tegundir dýra, frekar einfalt vistkerfi sem bregst mjög hratt við.“ Hér eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska og því er auðvelt að merkja þegar ein gefur eftir eða annarri vex ásmegin. Víða annars staðar eru tegundirnar taldar í tugum og mun erfiðara að greina breytingar og að sjá hlutina gerast. „Þegar við fáum inn nýjar tegundir þá verða þær fyrirferðarmiklar, eins og með flundruna í ferskvatni og það sama er að gerast í sjó eins og makríll hefur sýnt og sannað,“ segir Sigurður og bætir við að bleikja í ferskvatni sé nær horfin úr grunnum láglendisvötnum á Suður- og Vesturlandi þar sem hún þolir ekki við þegar þau hitna, en bleikjan er hánorræn tegund með útbreiðslu víða á norðurhveli. Sjúkdómar hafa t.d. komið upp í bleikjustofnum vegna hlýnunar.Sigurður Guðjónsson forstjóri VeiðimálastofnunarJónína Herdís Ólafsdóttir, líffræðingur á Veiðimálastofnun, bendir á að ferskvatnsvistkerfi eru samkvæmt rannsóknum mest röskuðu vistkerfi heimsins, einkum vegna tilhneigingar manna til að flykkjast um þau og raska vatnasviðum. Þar að auki eru þau gjarnan virkjuð og notuð sem fráveitur fyrir ýmsan úrgang. „Ferskvatn er einnig sú vist sem stendur mest ógn af loftlagsbreytingum. Á meðan fuglar og sjávardýr við Ísland geta enn sem komið er flutt sig norðar með hlýnandi veðurfari, þá eru mörg ferskvatnsdýr kyrrsett í vatni og ám og hafa takmarkaða möguleika til búferlaflutninga. Ferskvatn er það vistkerfi á Íslandi sem hefur nú þegar fengið á sig þungt högg og eru áhrif loftlagsbreytinga skýr í rannsóknargögnum Veiðimálastofnunar. Sum vötn á landinu hafa hlýnað um 2-3 gráður á einungis þremur áratugum og miðað við spár jarðfræðinga mun gífurleg bráðnun jökla hafa mikil áhrif, bæði á lífríki í ferskvatni sem og jafnrennsli í vatnsbólum. Ferskvatnsrannsóknir koma því til með að vera í brennidepli á komandi áratugum,“ segir Jónína. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru Íslendingar fjórða ríkasta ferskvatnsþjóð heims miðað við höfðatölu, en á sama tíma er fjallað um þá staðreynd á Loftslagsráðstefnunni í París að ferskvatn kemur til með að verða takmörkuð auðlind í heiminum síðar á þessari öld.
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59 Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59
Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00
Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00
Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35