Menn gyrði sig í brók Svavar Hávarðsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Utanríkisráðherra Frakka er ekki ánægður með ganginn í samningavinnunni. Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, beindi varnaðarorðum til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, að gyrða sig í brók. Með sömu vinnubrögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi. Eins og kunnugt er reynir alþjóðasamfélagið í París að ná saman um markmið í loftlagsmálum sem geta snúið þróuninni við – hnattrænni hlýnun sem innan fárra áratuga mun að óbreyttu kynna fyrir mannkyni vandamál á áður óþekktum skala. Skilaboðin sem Fabius flutti voru að allt of hægt gengi, en reynslan frá fyrri loftslagsráðstefnum, en þessi er sú 21. í röðinni, kennir að ráðstefnan muni dragast á langinn og teygja sig einhverja daga fram yfir boðaða lokadagsetningu. Hugi Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, vék að þessu atriði á kynningarfundi fyrir Parísarfundinn. Á máli Huga var að skilja að þrátt fyrir að markmiðið sé skýrt, og þörfin fyrir samkomulag knýjandi, þá sé flækjustig lokafrágangs samningsins gríðarlegt. Hann tiltók nokkur helstu álitamál í samningsdrögunum: Hnattrænt markmið um losun, ábyrgð þróaðra ríkja og þróunarríkja, samræmt bókhald og gegnsæi, fjármál og tjónabætur og lagalegt form samningsins. „Það er líka ekki hægt að ganga að því sem vísu að samkomulag náist í París. Það er líka með öllu óvíst hvað það verður sterkt. Það er líka næsta víst að viðræður halda áfram eftir fundinn um útfærslur á ýmsum atriðum,“ sagði Hugi á fundinum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, beindi varnaðarorðum til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, að gyrða sig í brók. Með sömu vinnubrögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi. Eins og kunnugt er reynir alþjóðasamfélagið í París að ná saman um markmið í loftlagsmálum sem geta snúið þróuninni við – hnattrænni hlýnun sem innan fárra áratuga mun að óbreyttu kynna fyrir mannkyni vandamál á áður óþekktum skala. Skilaboðin sem Fabius flutti voru að allt of hægt gengi, en reynslan frá fyrri loftslagsráðstefnum, en þessi er sú 21. í röðinni, kennir að ráðstefnan muni dragast á langinn og teygja sig einhverja daga fram yfir boðaða lokadagsetningu. Hugi Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, vék að þessu atriði á kynningarfundi fyrir Parísarfundinn. Á máli Huga var að skilja að þrátt fyrir að markmiðið sé skýrt, og þörfin fyrir samkomulag knýjandi, þá sé flækjustig lokafrágangs samningsins gríðarlegt. Hann tiltók nokkur helstu álitamál í samningsdrögunum: Hnattrænt markmið um losun, ábyrgð þróaðra ríkja og þróunarríkja, samræmt bókhald og gegnsæi, fjármál og tjónabætur og lagalegt form samningsins. „Það er líka ekki hægt að ganga að því sem vísu að samkomulag náist í París. Það er líka með öllu óvíst hvað það verður sterkt. Það er líka næsta víst að viðræður halda áfram eftir fundinn um útfærslur á ýmsum atriðum,“ sagði Hugi á fundinum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00
Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00
Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35