Útilokað að kjósa um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2015 18:48 Frá fundi stjórnlagaráðs árið 2011. Vísir/Gva Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira