Afrekskonur styrktar um 3,5 milljónir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2015 18:43 Mynd/ÍSÍ Í dag var 3,5 milljónum króna úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2015. Fimleikasamband Íslands, Handknattleikssamband Íslands, Knattspyrnusamband Íslands voru styrkt um eina milljón króna hvert og Sundsamband Íslands um hálfa milljón. Í sjóðsstjórn sitja þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir en umsóknir sem bárust voru 39 talsins. Umsögn frá stjórninni um hvern styrkþega má sjá hér fyrir neðan:Sundsamband Íslands, 500.000. Okkar fremstu sundkonur hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu misserum. Nú þegar hafa tvær sundkonur náð að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Sundsamband Íslands hefur sett sér það markmið að endurtaka leikinn frá London 2012 og koma boðsundssveit kvenna í 4x100 metra fjórsundi á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Til að það geti orðið að veruleika þarf að senda boðsundsveit til þátttöku á alþjóðlegum mótum og ná á þeim nógu góðum tíma til að tryggja sér þátttökurétt.Fimleikasamband Íslands, 1.000.000. Fimleikar er sú íþrótt sem flestar konur stunda hér á landi. Mikill kostnaður fylgir þátttöku í landsliðsverkefnum á vegum FSÍ, sá kostnaður hefur að töluverðu leiti verið greiddur af iðkendum sjálfum. Síðastliðna mánuði hafa farið fram mörg umfangsmikil verkefni landsliða Fimleikasambandsins og ýmislegt er framundan. Fyrir skemmstu varð ljóst að íslensk kona mun næstkomandi vor í fyrsta sinn taka þátt í forkeppni Ólympíuleika. Líkur eru því töluverðar á að Ísland eigi í fyrsta sinn þátttakanda í áhaldafimleikum kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Næsta haust fer fram Evrópumót í hópfimleikum þar sem landsliðskonurnar freista þess að endurheimt gullið frá 2012. Fimleikasamband Íslands fær styrk til að standa straum af landsliðsverkefnum kvenna.Handknattleikssamband Íslands, 1.000.000. A landsliði kvenna í handknattleik hefur tekist í þrígang að tryggja sig inn í lokakeppni stórmóts. Landsliðið tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins 2010 og 2012 auk Heimsmeistaramóts árið 2011. Næsta stórmót er Evrópumótið sem fram fer í Svíþjóð í lok árs 2016. Riðlakeppni er hafin og stendur hún fram á sumarið 2016. Ísland hefur leikið tvo leiki til þessa í undankeppninni en á fjóra leiki eftir. Ísland er í sterkum riðli ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.Knattspyrnusamband Íslands, 1.000.000. Á undanförnum árum hefur íslenska kvennalandsliðið verið framarlega í flokki á heimsvísu í knattspyrnu og meðal annars unnið sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2009 og 2013. Nú er nýhafin undankeppni EM og verður úrslitakeppnin í Hollandi 2017 en þangað stefnir liðið. Baráttan er hörð enda eru aðrar þjóðir í Evrópu í mikilli sókn í kvennaknattspyrnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa í keppninni og stendur ágætlega að vígi en fleiri leikir eru framundan allt fram á næsta haust þegar undankeppninni lýkur. X Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Í dag var 3,5 milljónum króna úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2015. Fimleikasamband Íslands, Handknattleikssamband Íslands, Knattspyrnusamband Íslands voru styrkt um eina milljón króna hvert og Sundsamband Íslands um hálfa milljón. Í sjóðsstjórn sitja þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir en umsóknir sem bárust voru 39 talsins. Umsögn frá stjórninni um hvern styrkþega má sjá hér fyrir neðan:Sundsamband Íslands, 500.000. Okkar fremstu sundkonur hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu misserum. Nú þegar hafa tvær sundkonur náð að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Sundsamband Íslands hefur sett sér það markmið að endurtaka leikinn frá London 2012 og koma boðsundssveit kvenna í 4x100 metra fjórsundi á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Til að það geti orðið að veruleika þarf að senda boðsundsveit til þátttöku á alþjóðlegum mótum og ná á þeim nógu góðum tíma til að tryggja sér þátttökurétt.Fimleikasamband Íslands, 1.000.000. Fimleikar er sú íþrótt sem flestar konur stunda hér á landi. Mikill kostnaður fylgir þátttöku í landsliðsverkefnum á vegum FSÍ, sá kostnaður hefur að töluverðu leiti verið greiddur af iðkendum sjálfum. Síðastliðna mánuði hafa farið fram mörg umfangsmikil verkefni landsliða Fimleikasambandsins og ýmislegt er framundan. Fyrir skemmstu varð ljóst að íslensk kona mun næstkomandi vor í fyrsta sinn taka þátt í forkeppni Ólympíuleika. Líkur eru því töluverðar á að Ísland eigi í fyrsta sinn þátttakanda í áhaldafimleikum kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Næsta haust fer fram Evrópumót í hópfimleikum þar sem landsliðskonurnar freista þess að endurheimt gullið frá 2012. Fimleikasamband Íslands fær styrk til að standa straum af landsliðsverkefnum kvenna.Handknattleikssamband Íslands, 1.000.000. A landsliði kvenna í handknattleik hefur tekist í þrígang að tryggja sig inn í lokakeppni stórmóts. Landsliðið tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins 2010 og 2012 auk Heimsmeistaramóts árið 2011. Næsta stórmót er Evrópumótið sem fram fer í Svíþjóð í lok árs 2016. Riðlakeppni er hafin og stendur hún fram á sumarið 2016. Ísland hefur leikið tvo leiki til þessa í undankeppninni en á fjóra leiki eftir. Ísland er í sterkum riðli ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.Knattspyrnusamband Íslands, 1.000.000. Á undanförnum árum hefur íslenska kvennalandsliðið verið framarlega í flokki á heimsvísu í knattspyrnu og meðal annars unnið sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2009 og 2013. Nú er nýhafin undankeppni EM og verður úrslitakeppnin í Hollandi 2017 en þangað stefnir liðið. Baráttan er hörð enda eru aðrar þjóðir í Evrópu í mikilli sókn í kvennaknattspyrnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa í keppninni og stendur ágætlega að vígi en fleiri leikir eru framundan allt fram á næsta haust þegar undankeppninni lýkur. X
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira