Útópísk einstefna eða raunhæf samgöngustefna? Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 3. desember 2015 13:12 Ég rak augun í áhugaverða grein á Vísi í dag sem ég má til með að leiðrétta í stuttu máli. Greinin ber heitið Útópísk einstefna og er eftir íbúa í Hlíðunum í Reykjavík. Greinin er áhugaverð fyrir þær sakir að höfundur fellur í nær allar þær gryfjur sem hægt er að falla í, í umræðu um samgöngustefnur og skipulagsmál. Uppleggið í greininni er borgaryfirvöld séu að skerða lífsgæði borgarbúa með því að þrengja að einkabílnum: „Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma?“ Þarna leiðir höfundur að því líkur að umferðartafir til komnar vegna skorts á innviðum fyrir bílaumferð en ekki vegna þess að það er of mikil umferð í borginni. Hann heldur áfram síðar í greininni og kvartar undan skorti á fjárfestingum:„Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum.“ Jafnframt varpar hann fram spurningu og fullyrðingu sem mér er bæði ljúft og skylt að svar og leiðrétta.„Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga enengin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við.“Aðförin gegn einkabílnumStutta svarið við spurningu greinarhöfundar um hvort bættar hjólreiða- og almenningssamgöngur þurfi ávallt að vera á kostnað einkabílsins er nei. Eftir því sem fleiri taka strætó eða sjá sér fært að hjóla eða ganga þá gefur augaleið (í afar einfaldaðri myndi) að færri aka um á eigin bíl sem augljóslega liðkar til í umferðinni fyrir þá sem kjósa eða þurfa að aka eigin bíl. Þ.e. árangursríkasta leiðin til að bæta umferðarflæði (eða í það minnsta tryggja að það versni ekki enn frekar) er að gefa sem flestum færi á að nýta sér aðra samgöngukosti heldur en einkabílinn. Staðreyndin er nefnilega sú að eftir því sem akreinum er fjölgað og fleiri mislæg gatnamót eru byggð þá eykst bílaumferð og umferðartafir margfaldast. Hugmyndafræðin sem höfundur nefnir er álíka skynsamleg og fyrir offitusjúkling að fjölga götunum á beltinu sínu í stað þess að leita sér hjálpar og ráðast að rót vandans. Nánari upplýsingar og afgerandi rök um nauðsyn núverandi samöngustefnu Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins má lesa í stórgóðri skýrslu sem samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gáfu nýverið út. Árangurinn af þeirri stefnu sem greinarhöfundur talar fyrir og var við lýði áratugum saman í Reykjavík er nefnilega eftirfarandi:Engar borgir á sömu breiddargráðu og Reykjavík? Varðandi þá fullyrðingu að þær borgir sem skipulagsyfirvöld bera sig saman við séu ekki samanburðarhæfar þá talar taflan hér að neðan sínu máli og rétt að er að benda á að þau markmið sem borgaryfirvöld hafa stefnt á að ná árið 2030 eru sambærileg stöðu mála í nokkurn veginn sambærilegum nágrannaborgum okkar í dag.Vilja borgarbúar meiri umferð? Í niðurlagi greinarinnar fullyrðir höfundur að að borgarbúar vilji greiðari umferð og styttri ferðatíma:„Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði.“Það væri sannarlega áhugavert ef einhver rök væru færð fyrir þessum fullyrðingum en þær eru því miður á skjön við helstu óskir borgarbúa og ferðavenjur. Staðreyndin er sú að borgarbúar vilja minni bílaumferð og betri innviði fyrir hjólreiðar og gangandi og betri almenningssamgöngur og í nýlegri búsetukönnun fundu þátttakendur borginni því helst til forráttu að bílaumferð væri of mikil og almenningssgöngur slakar.Hinn þögli meirihluti Að lokum spyr greinarhöfundur „Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið?“ Eins og fram hefur komið er svarið við þessari spurningu skýrt en augljóst er að draga þarf talsvert mikið úr bílaumferð að meirihluti kjósenda sé sáttur en hann vill sannarlega minni bílaumferð í borginni. Staðreyndin er sú að þeir flokkar sem höfðu það á stefnuskránni að breyta nýsamþykktu aðalskipulagi borgarinnar í takt við óskir greinarhöfundar hlutu ekki brautargengi í síðustu kosningum og það er fátt sem bendir til þess að sé að breytast. Áherslur borgarinnar í skipulagsmálum eru svipaðar áherslum nær allra annarra borga í heiminum og því í besta falli ábyrgðarleysi að um sé að ræða einhversskonar „útópíska einstefnu“. Ef eitthvað er þá erum við ekki að fylgja öðrum borgum nægilega vel eftir samanber nýjustu fréttir frá Osló... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Tengdar fréttir Útópísk einstefna Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? 3. desember 2015 07:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég rak augun í áhugaverða grein á Vísi í dag sem ég má til með að leiðrétta í stuttu máli. Greinin ber heitið Útópísk einstefna og er eftir íbúa í Hlíðunum í Reykjavík. Greinin er áhugaverð fyrir þær sakir að höfundur fellur í nær allar þær gryfjur sem hægt er að falla í, í umræðu um samgöngustefnur og skipulagsmál. Uppleggið í greininni er borgaryfirvöld séu að skerða lífsgæði borgarbúa með því að þrengja að einkabílnum: „Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma?“ Þarna leiðir höfundur að því líkur að umferðartafir til komnar vegna skorts á innviðum fyrir bílaumferð en ekki vegna þess að það er of mikil umferð í borginni. Hann heldur áfram síðar í greininni og kvartar undan skorti á fjárfestingum:„Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum.“ Jafnframt varpar hann fram spurningu og fullyrðingu sem mér er bæði ljúft og skylt að svar og leiðrétta.„Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga enengin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við.“Aðförin gegn einkabílnumStutta svarið við spurningu greinarhöfundar um hvort bættar hjólreiða- og almenningssamgöngur þurfi ávallt að vera á kostnað einkabílsins er nei. Eftir því sem fleiri taka strætó eða sjá sér fært að hjóla eða ganga þá gefur augaleið (í afar einfaldaðri myndi) að færri aka um á eigin bíl sem augljóslega liðkar til í umferðinni fyrir þá sem kjósa eða þurfa að aka eigin bíl. Þ.e. árangursríkasta leiðin til að bæta umferðarflæði (eða í það minnsta tryggja að það versni ekki enn frekar) er að gefa sem flestum færi á að nýta sér aðra samgöngukosti heldur en einkabílinn. Staðreyndin er nefnilega sú að eftir því sem akreinum er fjölgað og fleiri mislæg gatnamót eru byggð þá eykst bílaumferð og umferðartafir margfaldast. Hugmyndafræðin sem höfundur nefnir er álíka skynsamleg og fyrir offitusjúkling að fjölga götunum á beltinu sínu í stað þess að leita sér hjálpar og ráðast að rót vandans. Nánari upplýsingar og afgerandi rök um nauðsyn núverandi samöngustefnu Reykjavíkurborgar og höfuðborgarsvæðisins má lesa í stórgóðri skýrslu sem samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gáfu nýverið út. Árangurinn af þeirri stefnu sem greinarhöfundur talar fyrir og var við lýði áratugum saman í Reykjavík er nefnilega eftirfarandi:Engar borgir á sömu breiddargráðu og Reykjavík? Varðandi þá fullyrðingu að þær borgir sem skipulagsyfirvöld bera sig saman við séu ekki samanburðarhæfar þá talar taflan hér að neðan sínu máli og rétt að er að benda á að þau markmið sem borgaryfirvöld hafa stefnt á að ná árið 2030 eru sambærileg stöðu mála í nokkurn veginn sambærilegum nágrannaborgum okkar í dag.Vilja borgarbúar meiri umferð? Í niðurlagi greinarinnar fullyrðir höfundur að að borgarbúar vilji greiðari umferð og styttri ferðatíma:„Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði.“Það væri sannarlega áhugavert ef einhver rök væru færð fyrir þessum fullyrðingum en þær eru því miður á skjön við helstu óskir borgarbúa og ferðavenjur. Staðreyndin er sú að borgarbúar vilja minni bílaumferð og betri innviði fyrir hjólreiðar og gangandi og betri almenningssamgöngur og í nýlegri búsetukönnun fundu þátttakendur borginni því helst til forráttu að bílaumferð væri of mikil og almenningssgöngur slakar.Hinn þögli meirihluti Að lokum spyr greinarhöfundur „Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið?“ Eins og fram hefur komið er svarið við þessari spurningu skýrt en augljóst er að draga þarf talsvert mikið úr bílaumferð að meirihluti kjósenda sé sáttur en hann vill sannarlega minni bílaumferð í borginni. Staðreyndin er sú að þeir flokkar sem höfðu það á stefnuskránni að breyta nýsamþykktu aðalskipulagi borgarinnar í takt við óskir greinarhöfundar hlutu ekki brautargengi í síðustu kosningum og það er fátt sem bendir til þess að sé að breytast. Áherslur borgarinnar í skipulagsmálum eru svipaðar áherslum nær allra annarra borga í heiminum og því í besta falli ábyrgðarleysi að um sé að ræða einhversskonar „útópíska einstefnu“. Ef eitthvað er þá erum við ekki að fylgja öðrum borgum nægilega vel eftir samanber nýjustu fréttir frá Osló...
Útópísk einstefna Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? 3. desember 2015 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun