Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 64-79 | Stjarnan hrökk í gang í fjórða leikhluta Dagur Skírnir Óðinsson á Egilsstöðum skrifar 3. desember 2015 22:00 vísir/anton Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þar sem að Tobin Carberry fór fyrir Hattarmönnum á meðan að Al‘lonzo Coleman og Justin Shouse sáu um að skora stig gestanna. Í lok fyrsta leikhluta var Stjarnan með forystu, 15-23, en þegar að liðin gengur til hálfleiks var Höttur búið að snúa forustunni sér í vil, 40-35. Þriðji leikhlutinn var bæði jafn og skemmtilegur en í honum skoruðu Hattarmenn 16 stig á móti 15 stigum Stjörnunnar. Fjórði leikhlutinn var hinsvegar alveg hreint ótrúlegur, en Stjarnan byrjaði hann með 18-3 kafla en þegar uppi var staðið höfðu gestirnir skorað 29 stig gegn aðeins átta hjá Hattarmönnum. Sóknar- og varnarleikur Stjörnunnar small á meðan að Höttur henti boltanum frá sér trekk í trekk. Tobin Carberry var stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig en Justin Shouse sem átti virkilega flottan leik og skoraði 24 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur. Tapið þýðir að Stjarnan er komið með sex sigra í níu leikjum en Höttur heldur sínum stað neðst í töflunni, sigurlausir.Hrafn: Sá strax viðvörunarmerki Fyrstu viðbrögð Hrafns voru að þetta hefði verið bæði þungt og erfitt hjá Stjörnumönnum á Egilsstöðum í kvöld. „Við eigum þetta til og maður sá strax viðvörunarmerki. Boltinn hreyfðist ekki, við vorum á hælunum og við vorum ekki nógu sterkir andlega. Við erum búnir að vera vinna nokkra leiki núna á vörninni okkar og hún kom ekki fyrr en í fjórða leikhluta,“ sagði Hrafn. Staðan var 56-50 fyrir Hött í lok þriðja leikhluta en leikurinn endaði 58-79. Hrafn segist þó ekki hafa breytt miklu fyrir lokaleikhlutann. „Það kemur alltaf að einhverjum punkti þar sem menn ákveða að gera eitthvað enda gerist ekkert af sjálfu sér. Þetta kom í fjórða leikhluta og mér finnst það sýna þó nokkurn karakter. Strákar eins og Sæmi kemur sterkur inn auk þess sem að Daði Lár spilaði frábæra vörn á Carberry.“ Stjarnan mætti ekki fyrr en um hálftíma fyrir leik í íþróttahúsið en Hrafn vildi ekki nota það sem afsökun. „Ef þú ætlar að vinna eitthvað styttir þú þér ekki leið og notar afsakanir. Við náðum að hita upp, enginn var meiddur og allir með fullum mjalla. Við vorum bara ekki nógu sterkir andlega í upphafi leiks.“Shouse: Hattarmenn duglegir Justin Shouse var ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrsta og fj´roða leikhluta en viðurkennir að það hafi vantað mikið upp á þess á milli. „En við verðum að gefa Hetti Egilsstöðum hrós, þetta eru duglegir strákar og í hvert skipti sem þeir stíga á gólfið eru þeir að leita að sínum fyrsta sigri,“ sagði Shouse við Vísi eftir leiki.. „Þeir héldu kannski að það kæmi í kvöld með sex stiga forskot eftir þrjá leikhluta en við vorum að bíða eftir að flæðið okkar myndi byrja.“ Justin hrósaði áhorfendum á Egilsstöðum í hástert. „Það er gaman að fá tækifæri til að koma austur og spila og sérstaklega að geta sett upp sýningu fyrir þessa áhorfendur.“Viðar Örn: Verð að vera jákvæður Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði margt jákvætt við spilamennsku sinna manna þó svo að það hafi verið svekkjandi að þurfa að sætta sig við enn eitt tapið. „Þetta var svekkjandi, við erum enn að leita að þessum fyrsta sigri en ég ætla að vera jákvæður eftir þessa frammistöðu í dag. Við höldum okkur algjörlega við leikplanið í 33 mínútur. Þá missum við aðeins sjónar á því sem við ætlum að fókusera á og þá refsa lið eins og Stjarnan. Það vantar þetta andlega, að klára leiki.“ Hann segir að það hafi hægt verulega á liði Hattar í fjórða leikhluta. „Þegar sóknarleikurinn gengur ekki þá förum við að pirra okkur og leggjum okkur ekki almennilega fram í vörn og gefum þeim þar af leiðandi auðveldar körfur.“ Viðari fannst halla á sína menn í dómgæslu en vildi þó ekki kenna dómaratríóinu um neitt. „Mér fannst munur á því hvað liðin fengu í fjórða leikhluta. Þið sjáið Tobin og Mirko fara inn og það er barið ansi hressilega á þeim. Ég er náttúrlega hlutdrægur og kannski sjá dómararnir að þetta sé bara boltinn en mér fannst full mikill munur á þessu.Höttur-Stjarnan 64-79 (15-23, 25-12, 16-15, 8-29)Höttur: Tobin Carberry 26/12 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 9/11 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 8, Helgi Björn Einarsson 7, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Sigmar Hákonarson 5, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4.Stjarnan: Justin Shouse 24/4 fráköst, Al'lonzo Coleman 18/12 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 10, Marvin Valdimarsson 9/7 fráköst, Ágúst Angantýsson 6/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 5/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Óskar Þór Þorsteinsson 1, Brynjar Magnús Friðriksson 1.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn þar sem að Tobin Carberry fór fyrir Hattarmönnum á meðan að Al‘lonzo Coleman og Justin Shouse sáu um að skora stig gestanna. Í lok fyrsta leikhluta var Stjarnan með forystu, 15-23, en þegar að liðin gengur til hálfleiks var Höttur búið að snúa forustunni sér í vil, 40-35. Þriðji leikhlutinn var bæði jafn og skemmtilegur en í honum skoruðu Hattarmenn 16 stig á móti 15 stigum Stjörnunnar. Fjórði leikhlutinn var hinsvegar alveg hreint ótrúlegur, en Stjarnan byrjaði hann með 18-3 kafla en þegar uppi var staðið höfðu gestirnir skorað 29 stig gegn aðeins átta hjá Hattarmönnum. Sóknar- og varnarleikur Stjörnunnar small á meðan að Höttur henti boltanum frá sér trekk í trekk. Tobin Carberry var stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig en Justin Shouse sem átti virkilega flottan leik og skoraði 24 stig, þar af fimm þriggja stiga körfur. Tapið þýðir að Stjarnan er komið með sex sigra í níu leikjum en Höttur heldur sínum stað neðst í töflunni, sigurlausir.Hrafn: Sá strax viðvörunarmerki Fyrstu viðbrögð Hrafns voru að þetta hefði verið bæði þungt og erfitt hjá Stjörnumönnum á Egilsstöðum í kvöld. „Við eigum þetta til og maður sá strax viðvörunarmerki. Boltinn hreyfðist ekki, við vorum á hælunum og við vorum ekki nógu sterkir andlega. Við erum búnir að vera vinna nokkra leiki núna á vörninni okkar og hún kom ekki fyrr en í fjórða leikhluta,“ sagði Hrafn. Staðan var 56-50 fyrir Hött í lok þriðja leikhluta en leikurinn endaði 58-79. Hrafn segist þó ekki hafa breytt miklu fyrir lokaleikhlutann. „Það kemur alltaf að einhverjum punkti þar sem menn ákveða að gera eitthvað enda gerist ekkert af sjálfu sér. Þetta kom í fjórða leikhluta og mér finnst það sýna þó nokkurn karakter. Strákar eins og Sæmi kemur sterkur inn auk þess sem að Daði Lár spilaði frábæra vörn á Carberry.“ Stjarnan mætti ekki fyrr en um hálftíma fyrir leik í íþróttahúsið en Hrafn vildi ekki nota það sem afsökun. „Ef þú ætlar að vinna eitthvað styttir þú þér ekki leið og notar afsakanir. Við náðum að hita upp, enginn var meiddur og allir með fullum mjalla. Við vorum bara ekki nógu sterkir andlega í upphafi leiks.“Shouse: Hattarmenn duglegir Justin Shouse var ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrsta og fj´roða leikhluta en viðurkennir að það hafi vantað mikið upp á þess á milli. „En við verðum að gefa Hetti Egilsstöðum hrós, þetta eru duglegir strákar og í hvert skipti sem þeir stíga á gólfið eru þeir að leita að sínum fyrsta sigri,“ sagði Shouse við Vísi eftir leiki.. „Þeir héldu kannski að það kæmi í kvöld með sex stiga forskot eftir þrjá leikhluta en við vorum að bíða eftir að flæðið okkar myndi byrja.“ Justin hrósaði áhorfendum á Egilsstöðum í hástert. „Það er gaman að fá tækifæri til að koma austur og spila og sérstaklega að geta sett upp sýningu fyrir þessa áhorfendur.“Viðar Örn: Verð að vera jákvæður Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, sagði margt jákvætt við spilamennsku sinna manna þó svo að það hafi verið svekkjandi að þurfa að sætta sig við enn eitt tapið. „Þetta var svekkjandi, við erum enn að leita að þessum fyrsta sigri en ég ætla að vera jákvæður eftir þessa frammistöðu í dag. Við höldum okkur algjörlega við leikplanið í 33 mínútur. Þá missum við aðeins sjónar á því sem við ætlum að fókusera á og þá refsa lið eins og Stjarnan. Það vantar þetta andlega, að klára leiki.“ Hann segir að það hafi hægt verulega á liði Hattar í fjórða leikhluta. „Þegar sóknarleikurinn gengur ekki þá förum við að pirra okkur og leggjum okkur ekki almennilega fram í vörn og gefum þeim þar af leiðandi auðveldar körfur.“ Viðari fannst halla á sína menn í dómgæslu en vildi þó ekki kenna dómaratríóinu um neitt. „Mér fannst munur á því hvað liðin fengu í fjórða leikhluta. Þið sjáið Tobin og Mirko fara inn og það er barið ansi hressilega á þeim. Ég er náttúrlega hlutdrægur og kannski sjá dómararnir að þetta sé bara boltinn en mér fannst full mikill munur á þessu.Höttur-Stjarnan 64-79 (15-23, 25-12, 16-15, 8-29)Höttur: Tobin Carberry 26/12 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 9/11 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 8, Helgi Björn Einarsson 7, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Sigmar Hákonarson 5, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4.Stjarnan: Justin Shouse 24/4 fráköst, Al'lonzo Coleman 18/12 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 10, Marvin Valdimarsson 9/7 fráköst, Ágúst Angantýsson 6/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 5/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Óskar Þór Þorsteinsson 1, Brynjar Magnús Friðriksson 1.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira